Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 39

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 39
Norrœn jól Norska skáldið Nordal Grieg las IjóS sín á vegum félagsins í hátíSasal Háskólans 22. júní 1942. stofnað hlutafélag (1945), Norræna heimilið h.f., og er Norræna félagið stærsti hluthafi í því. — Sumarið 1946 var kjallari hússins steyptur, en um þær mundir var Fjárhagsráð stofnað, og neitaði það um fjárfestingarleyfi til framhalds bygg- ingarinnar. Byggingarkostnaður hefur og mjög hækkað síðan og hefur hvorki tekizt að útvega fé til þess að ljúka byggingunni né heldur leyfi til þess að halda áfram. 25 ára afmælis Norrænu félaganna á Norðurlöndum var minnzt með samkvæmi að Hótel Borg hinn 3. marz 1944. Ríkisstjóri íslands, herra Sveinn Björns- son, var meðal gesta þar, og var hann gerður að heiðursfélaga Norræna félagsins við það tækifæri og sæmdur merki félagsins úr gulli. Er Sveinn Björnsson forseti eini maðurinn, sem gerður hefur verið heiðursfélagi Norræna félagsins. Meðal annarra gesta, er voru í hófi þessu, var forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson, og sendiherrar Norðurlanda. Fluttu þeir ræður og undirstrikuðu gildi norrænnar samvinnu. Tómas Guðmundsson flutti frumorkt kvæði, sem samið var í tilefni afmælisins. Eftir ófriSinn, hefur starfsemi félagsins smám saman færzt í fyrra horf, Samgöngur hafa orðið hraðari og tíðari, en gjaldeyrisskortur dregið nokkuð úr kynnisferðum á báða bóga. 37

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.