Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Page 40

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Page 40
Norrœn jól Ritari sœnska Norrcena félagsins rceSir við fjóra íslenzka nemendur. Ófriðnum á Norðurlöndum lauk vorið 1944. En ekkert samband komst á það ár við norrænu félögin erlendis. Næsta ár var hins vegar haldinn fulltrúafundur á Sollihögda við Osló dagana 24.—27. ágúst. Sat Guðlaugur Rósinkranz þann fund sem fulltrúi Norræna félagsins á Islandi. Hafði þá enginn fulltrúafundur verið haldinn síðan 1939 í Reykjavík. Enda þótt félagsstarf hefði truflazt af ófriðnum á marga lund, kom þó í ljós, að tala félagsmanna í norrænu félögunum hafði vaxið, einkum í Svíþjóð og Danmörku. Batt fulltrúafundurinn fastmælum, að störf félag- anna skyldu í framtíðinni byggð á sömu hugsjónum sem fyrr og þar haldið áfram, sem áður var frá horfið. Mun hér verða getið nokkurra áfanga í starfi félagsins hin síðustu ár, en fljótt farið yfir sögu, enda eru ýtarleg félagstíðindi birt í Norrænum jólum árlega. 1. Ókeypis skólavist á Norðurlöndum. Árið 1945 lagði sænska ríkið fram fé til þess að veita 100 nemendum frá hinum Norðurlöndunum ókeypis 38

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.