Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Page 42

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Page 42
Norrœn jól 3. Gestir félagsins. Eftir að striðinu lauk, hafa ýmsir góðir gestir, lista- menn og fræðimenn, komið hingað í heimsókn. Einna frægastur þessara gesta er norska skáldið Arnulf Overland, sem kom til Reykjavíkur vorið 1948, las úr ljóð- um sínum og flutti erindi. Sama sumarið tókst Norræna félagið á hendur að sjá um sýningar tveggja leikrita, er þau Poul Reumert og Anna Borg léku aðalhlutverk í. Léku þau Refina, eftir L. Hellman, ásamt íslenzkum leikurum, en í Dauðadansinum, eftir Strindberg, lék Mogens Wieth þriðja aðalhlutverkið. Alls voru haldnar 17 leik- sýningar, þótt um hásumar væri, og mátti eingöngu þakka það hinum snilldarlega leik þeirra Reumertshjónanna, þótt aðrir leikarar leystu mjög vel af hendi hlut- verk sín. Þótt í mikið væri ráðizt af félaginu í þessu efni, kom það á engan hátt niður á efnahag þess. Nokkur hagnaður varð af sýningunum. Þetta sumar kom einnig söngkvartettinn Kollegerna frá Helsingfors í heim- sókn. Héldu þeir alls fimm söngskemmtanir hér á landi. Var þetta fyrsta heim- sóknin, er félagið fékk frá Finnlandi, og áttu söngvararnir góðum viðtökum og vinsældum að fagna. 4. Annar fulltrúafundur var haldinn í Reykjavík 1.—3. ág. 1949. Mættir voru fulltrúar frá öllum félögunum. Frá Danmörku: C. Bramsnæs þjóðbankastj., Fr. Wendt, forstj. Norræna félagsins, og O. Hedegaard bankastj. Frá Finnlandi: Leo Ehrnroth, varaform. fél. Frá Noregi: H. Grieg forstj. og H. N. Bache aðalritari. Frá Svíþjóð: M. Jacobsson landshöfðingi, Arne F. Anderson framkv.stj. og Birgir Olsson ritari. Frá íslandi: Stefán Jóh. Stefánsson, Jón Eyþórsson, Páll ísólfsson, Guðlaugur Rósinkranz og Vilhj. Þ. Gíslason. Rædd voru fjölmörg viðfangsefni félagsins. 5. Listamannakvöld. Á síðastliðnu vori gekkst félagið fyrir tveim hsta- mannakvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum. Fyrra kvöldið, sem var 25. maí, las hinn frægi danski leikari, Holger Gabrielsen, upp, en Einar Kristjánsson óperusöngvari og Elsa Sigfúss söngkona sungu. Á síðara listamannakvöldinu las hin fræga norska leikkona, Tore Segelcke, upp, en danska söngkonan, Lulu Siegler, söng. Bæði þessi listamannakvöld voru sérstaklega ánægjuleg. Afmælishátíðar félagsins 8. nóvember síðastliðinn, ásamt heimsókn sænska óperusöngvarans Jussi Björlings, er getið á öðrum stað í ritinu. Stjórn Norræna félagsins hefur frá upphafi verið skipuð 5 mönnum, og manna- skipti hafa ekki verið tíð. Formenn hafa verið: Matthías Þórðarson frá 1922 til 40

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.