Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Blaðsíða 55

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Blaðsíða 55
Norrœn jól og rækilega. Sú kynning leiddi til áhuga hans á norrænu samstarfi. Og hann lét ekki við áhugann einn sitja. Þau voru mörg störfin og mikils virði, er hann lagði fram þessum áhugamálum sínum til eflingar. Og það var líka önnur hlið á þessari kynningu, er hafði sitt að segja. Margir norrænir menn áttu skipti við Svein Björnsson forseta. Við það óx álit þeirra á honum, og þeir urðu þess varir að þar var á ferðinni full- trúi íslands, er vakti traust og vann heils hugar að áhugamálunum. Hef ég oft orðið þess var, hvað margir áhrifamenn á Norðurlöndum mátu Svein Björnsson mikils, og hversu gott og gagnlegt þeim þótti að eiga við hann samstarf um sameiginleg áhugamál Norðurlanda. Og öllum þessum málefnum sinnti Sveinn Bjömsson með sinni al- kunnu lægni og háttvísi, gætti þess vel að standa á verði fyrir land sitt og þjóð, um leið og hann vann að því að efla eftir mætti samtök og gagn- kvæman skilning Norðurlandaþjóðanna. Hann var þar, eins og annars- staðar, ágætur og virðulegur fulltrúi. Enginn einn íslenzkur maður, lagði að mörkum jafn mikil störf og með jafn góðum árangri, varðandi norrænt samstarf, eins og Sveinn Björnsson, á árunum 1920—1940. Hann var höfuð tengiliður Islands við hin Norðurlöndin, á þessum áratugum. Hann var sístarfandi fulltrúi Islands á norrænum vettvangi. Og árangurinn af þess- um störfum hans var mikill. Norrænt samstarf var honum innilegt áhugamál. Sveinn Björnsson forseti íslands skildi það vel, hversu merkur og mikill þáttur sjálf norrænu félögin voru í samstarfi frændþjóðanna. Þess vegna var hann einnig sístarfandi fyrir Norræna félagið á Islandi. Hann sat ótal fundi fyrir félagið og vann ötullega að málefnum þess. Einmitt vegna þessa miklu og margháttuðu starfa Sveins Bjömssonar forseta, fyrir Nor- ræna félagið á Island, sá það sérstaka ástæðu til þess að heiðra hann á einstæðan hátt. Félagið ákvað því að gera hann að einasta heiðursfélaga sínum, og var það gert fyrir 8 árum síðan. Með því móti vildi félagið sýna þakkir sínar og virðingu, þeim manni, er flestum eða öllum framar, hafði unnið fyrir áhugamál þess. Við fráfall Sveins Bjömssonar forseta, harmar Norræna félagið á Islandi af heilum huga, heiðursfélaga sinn og minnist hans með þakklæti og virðingu. Stefán Jóh. Stefánsson. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.