Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Page 61
Norrœn jól
laugur Rósinkranz, og ritari, Sveinn Ásgeirsson. Rædd voru mörg mikilvæg mál, sem
varða norræna samvinnu og samskipti, og m. a. voru gerðar ýmsar ályktanir, sem senda
skyldi ríkisstjórnum allra Norðurlandanna, og fara þær hér á eftir:
„FuIItrúafundurinn fagnar því, að vegabréfaskyldan hafi loks verið afnumin á Norður-
löndum. Þar með hefur verið fullnægt kröfu, sem Norrænu félögin hafa gert á hverju
ári eftir styrjaldimar síðustu.
Fulltrúafundurinn lítur aðeins á þetta sem fyrsta skrefið í áttina til fulls ferðafrelsis
á Norðurlöndum og skorar á ríkisstjórnir og þing landanna að innleiða hið fyrsta þá
grundvallarreglu, að flutningur farangurs innan Norðurlandanna sé frjáls og engar hömlur
séu lagðar á gjaldeyrisveitingar til ferðalaga innan Norðurlanda.
Jafnframt skorar fulltrúafundurnn á stjórnarvöldin að hrinda í framkvæmd tillögu
þingnefndarinnar um fullkomið, norrænt vegabréfasamband með því að takmarka eftirlit
með ferðamönnum við hin ytri mörk Norðurlandanna.
Fulltrúafundurinn beinir þeirri áskorun til stjórnarvaldanna, að afnumin sé skylda
norrænna ríkisborgara til að hafa atvinnu -og dvalarleyfi, og að þær reglur, sem mæla
svo fyrir, að dvöl norrænna gesta á einkaheimilum sé tilkynnt lögreglunni, séu numdar
úr gildi.
Fulltrúafundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að Norðurlandaráðið hafi verið stofnað,
en það er mjög merkur áfangi í sögu norrænnar samvinnu. Norrænu félögin eru þess
fullviss, að Norðurlandaráðið muni stuðla stórum að norrænni samvinnu á öllum sviðum
til hagsbóta fyrir Norðurlandaþjóðirnar.
Með hliðsjón af þeirri viðleitni til efnahagslegrar samvinnu, sem ríkir um gjörvalla
Evrópu, verður nauðsyn norrænnar efnahagssamvinnu æ ljósari. Fulltrúafundur Norrænu
félaganna beinir því þeim tilmælum til ríkisstjórnanna, að þær efli svo sem bezt má verða
þá viðleitni til norræns efnahagssamstarfs, sem þegar hefur verið sýnd.
Fulltrúafundur Norrænu félaganna vill vekja athygli ríkisstjórnanna enn á ný á
því, hversu mikilvægt mál það sé, að stefnt sé að norrænu atvinnufrelsi með veitingu
gagnkvæmra atvinnuréttinda, en fulltrúafundur Norrænu félaganna tók það mál upp
1951, um leið og bent sé á það, að meðal iðnaðarmanna á Norðurlöndum ríki mikill áhugi
1 þessu efni.
Fulltrúafundurinn beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnanna, til framdráttar norrænni
samvinnu á nýju sviði, að þær komi á fót póst- og ritsímasambandi Norðurlanda, þar
sem samræmd séu að fullu burðargjöld og skeytagjöld".
S v o s e m undanfarin ár hefur Norræna félagið annast milligöngu um veitingu náms-
styrkja á Norðurlöndum, en sú starfsemi hefur aldrei verið jafnvíðtæk og á þessu ári, þar
sem 22 nemendur fóru á vegum félagsins til náms í hinum Norðurlöndunum fjórum. Nægja
styrkirnir til þess að greiða allan námskostnaðinn eða meginhluta hans. Nú var ekki
aðeins um lýðháskóla að ræða og búnaðarskóla, heldur og húsmæðraskóla, og á næsta
59