Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 62

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 62
Norrœn jól ári verða einnig veittir styrkir við handavinnuskúla í Svíþjóð. Þeir nemendur, sem fóru í ár, eru þessir: Á lýðháskóla í Svíþjóð fóru: Anna Sigurðardóttir, Stykkishólmi, til Sigtuna lýðháskóla, Bára Þórarinsdóttir, Garði, til Tárna, Guðrún H. Thorsteinsen, Reykjavík, til Gripsholm, Gunnar Skúlason, Reykjavík, til Katrineberg, Helga Vilhjálmsdóttir, Reykjavík, til Brunnsvik, Hjördís Þorleifsdóttir, Reykjavík, til Malung og Þórólfur Friðgeirsson, Stöðvar- firði ,til Kungálv. Á húsmæðraskóla í Svíþjóð: Anna Borg, Reykjavík, til Jára, Anna Óskarsdóttir, Reykjavík, til Eslöv, Ingveldur Valdimarsdóttir, Akureyri, til Tomelilla, Sesselja Kristins- dóttir, Reykjavík, til Gamleby, Karólína Jónsdóttir, Vestmannaeyjum, til Bollnás og Sigur- laug Þórisdóttir, Reykjavík til Gamleby. Á bændaskóla í Svíþjóð: Jón Leví Bjamason, Reykjavík, til Hörby og Kristinn Bjöms- son, Akureyri, til Skurup. Á lýðháskóla í Noregi: Björn Pálsson, Skcggjastöðum, Fellahr., til Möre og Ingólfur Þórarinsson, Borgarfirði, til Toten Fylkeskole. Á húsmæðraskóla í Danmörku: Erna Aradóttir, Patreksfirði, Elín Sigurðardóttir, Reykjavík, Olga Halldórsdóttir, Reykjavík og Sólveig Axelsdóttir, Reykjavík. Á lýðháskóla í Finnlandi: Gísli Svanbergsson, ísafirði, til Borgá. Jussi Björling, hinn heimsfrægi, sænski óperusöngvari, kom til fslands 5. nóv. s. 1. á vegum Norræna félagsins og hélt hér 2 söngskemmtanir, 6. og 10. nóv. og var hinni síðari útvarpað. Uppselt var í bæði skiptin, þótt aðgöngumiðamir yrðu óhjákvæmilega dýrir, þar sem allur ágóði af annari söngskemmtuninni rann í Bamaspítalasjóð Hringsins. Þótti koma Björlings einn hinn merkasti viðburður í tónlistarlífi landsins lun langt skeið. Hinn 8. nóv. hélt félagið hóf í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni af 30 ára afmæli þess. Formaður félagsins, Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, setti hófið með eftir- farandi ræðu: „Herra Forseti íslands! Hæstvirtur forsætisráðherra! Virðulegu fulltrúar Norðurlanda! Herra borgarstjóri! Virðulegu gestir! Það er mér mikið gleðiefni, í nafni Norræna félagsins, að bjóða yður öll hjartanlega velkomin til þessa hófs. Sérstaklega bjóðum vér velkominn forseta íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og frú hans, en forsetinn hefur verið í félaginu nær því frá upphafi og heiðrar það nú með kom sinni hingað sem Forseti íslands. Meðal gesta vorra höfum vér tvo gesti, er komið hafa um langan veg, alla leið frá 60

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.