Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 32

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 32
Þessar niðurstöður þarf hins vegar að staðfesta með frekari rannsóknum og skoða klínísk áhrif til lengri tíma. Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi Margar rannsóknir hafa sýnt að örveru­ flóra mannslíkamans getur haft áhrif á efnaskipti hans og starfsemi. Snædís Huld Björnsdóttir, ör- verufræðingur Vísbendingar um að gervisæta sé fitandi Örveruflóra einstaklinga breytileg Snædís Huld Björnsdóttir, örverufræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir ör veru flór una breytilega á milli einstaklinga og því þurfi að skoða niðurstöðurnar betur. „Margar rannsóknir hafa sýnt að örveruflóra mannslíkamans getur haft áhrif á efnaskipti hans og starfsemi,“ segir Snædís aðspurð um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýnir að neysla sætuefna breyti örveruflóru meltingar- vegarins. Þarf að skoða áhrifin betur „Örveruflóran er breytileg milli einstaklinga og því þarf að skoða áhrifin betur, bæði í lengri tíma og hjá fleiri hópum, til dæmis meðal fólks á ólíku mataræði eða með efnaskiptasjúk- dóma. Rannsóknin er skref í áttina að skilningi á áhrifum sætuefna á örveruflóruna og á efna- skipti mannslíkamans,“ segir hún og bætir við að það verði afar áhugavert að sjá rannsóknir í framtíðinni er beinast að því hvernig þessi áhrif séu tilkomin. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is f ljótt glúkósamagn í blóði kemst aftur í eðlilegt horf eftir að glúkósa er neytt og jafnframt voru munn- vatns- og saursýni rannsökuð til að skoða örverur. Þegar örverur í munni og þörm- um þátttakenda voru skoðaðar reyndist marktækur munur á fjölda baktería fyrir og eftir reglulega inn- töku gervisætuefna, sérstaklega hjá þátttakendum sem neyttu súkra- lósa og sakkaríns. Engar breytingar voru á örverum samanburðarhóp- anna sem neyttu glúkósa eða tóku enga viðbót. Þátttakendur sem neyttu súkra- lósa og sakkaríns sýndu einnig hærri toppa í blóðsykri í glúkósa- þolsprófum en þeir í glúkósavið- miðunarhópnum, sem bendir til að þessi sætuefni geti ýtt líkamanum í átt að glúkósaóþoli, sem gerir það að verkum að vefir eiga erfitt með að taka upp glúkósa úr blóðinu. Enginn marktækur munur á blóð- sykurssvörun sást á hópunum sem eingöngu fengu glúkósa, aspartam eða stevíu, og samanburðarhópnum sem var án inngrips. Sönnuðu orsök og afleiðingu Þó að þessar niðurstöður séu áhuga- verðar þá er stóra fréttin sú að rann- sakendum tókst að sanna orsök og afleiðingu á milli ákveðinna gervi- sætuefna, örvera í þörmum og glúk- ósaóþols. Rannsakendur tóku örverur úr saur þátttakenda sem mældust með hækkaðan blóðsykur og komu þeim fyrir í sýklalausum músum. Eftir nokkra daga, þegar örverurn- ar höfðu komið sér fyrir í þörmum dýranna, skoðuðu rannsakendur blóðsykursviðbrögð þeirra. Niður- staðan var að eiginleiki dýranna til að stjórna blóðsykursgildum var hamlaður. Í grein The Scientist um rann- sóknina er einnig rætt við Robert Lustig, taugainnkirtlafræðing við Kaliforníuháskóla sem kom ekki að rannsókninni. Segir hann niður- stöðurnar mikilvægar því þær sýni fram á orsakasamhengi, ekki aðeins fylgni. Hann bendir þó einnig á að hér sé um skammtímarannsókn að ræða þar sem ekki sé fylgst með þyngd eða blóðsykurssvörun í mönnum í hálft til eitt ár. Samkvæmt honum myndi slík rannsókn veita betri svör við grund- vallarspurningunni um hvaða áhrif gervisætuefni hafa þegar kemur að þyngdaraukningu og þróun heilsu- farsvanda eins og sykursýki. En líklega verður á brattann að sækja fyrir framleiðendur sætuefna, alla vega virðast þau ekki vera svarið við aukinni sykurneyslu mannfólks. n Í liðinni viku birtist í vísinda- tímaritinu Cell grein sem gæti fengið þig til að sneiða hjá vörum með gervisætu. Sam- kvæmt greininni eru slíkar vörur líklegri til að fita þig en grenna og geta jafnvel valdið heilsufarsvanda á við sykur- sýki. Jotham Suez við John Hopk- ins-háskólann fór að skoða gervisætuefni og áhrif þeirra á heilsu manna fyrir tæpum áratug. Sem nýútskrifaður doktor í örverufræði einbeitti hann sér að rannsóknum á músum og gáfu þær rannsóknir til kynna að gervisætuefni gætu valdið offitu og tengdum heilsuvanda eins og sykursýki og hjarta- og æðasjúk- dómum. Gervisæta breytti þarmaflórunni Samkvæmt umfjöllun um niður- stöður greinarinnar í tímaritinu The Scientist á dögunum ollu þær niðurstöður deilum enda mikið í húfi hjá fjölmörgum framleiðend- um sætuefna. Þó svo að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem gervi- sæta er tengd við offitu var þetta í fyrsta sinn sem mögulegum mek- anisma þar á bak við var lýst. Í ljós kom að gervisætan breytti þarma- bakteríum eða þarma f lóru músa, en bakteríurnar eru mikilvægar í stjórnun efnaskipta, matarlyst og fitusöfnun. Matvælaframleiðendur höfðu sínar efasemdir varðandi þessar upprunalegu niðurstöður og það af góðri ástæðu – og bentu rétti- lega á að rannsóknirnar væru ekki á mönnum. Próf á músum og mönnum Rannsóknin sem Suez og félagar hins vegar luku nýverið við Weiz- mann Institute of Science í Ísrael var aftur á móti á mönnum og voru algengustu gervisætuefnin svo sem sakkarín, súkralósi, aspartam og stevía prófuð. Niðurstöðurnar benda til þess að sætuefnin geri það sama við menn og mýs – breyti örveruflóru þarmanna. Samkvæmt vísindamönnunum hafa slíkar breytingar óhagstæð áhrif á glúkósaþol, eða hversu fús- lega líkaminn flytur sykur úr blóði í vöðva og fitu, sem mögulega gæti þá orsakað þyngdaraukningu og sykursýki. Tilraunin á mönnum Rannsakendur fengu sjálf boðaliða sem bæði mældust með eðlilegt glúkósamagn í blóði og neyttu ekki sætuefna, til að taka þátt í slembi- raðaðri samanburðarrannsókn. 120 sjálf boðaliðum sem stóðust þessar kröfu, var svo skipt í sex hópa. Rannsóknin stóð yfir í tvær vikur og neyttu fjórir hópanna daglega sætuefnanna sakkaríns, súkralósa, stevíu eða aspartam í sex skömmt- um, sem voru innan marka um ráð- lagða daglega neyslu. Fimmti hópurinn fékk viðlíka skammt af glúkósa, eða f imm grömm, og sjötti hópurinn var laus við inngrip. Mældu glúkósamagn í blóði Allir hóparnir mældu glúkósamagn í blóði, fyrir, á meðan og á eftir vik- urnar tvær með glúkósamæli sem festur var við upphandlegg þeirra. Eins notuðu þau glúkósaþolpróf sem metur blóðsykurssvörun líkamans með því að mæla hversu Frekari rannsóknir nauðsynlegar Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðis- vísindum við Háskóla Íslands, segir rannsóknina ágæta þar sem hún sé gerð bæði á mönnum og músum. „Þessar niðurstöður þarf hins vegar að staðfesta með frekari rannsóknum og skoða klínísk áhrif til lengri tíma. Hér var til dæmis ekki samræmi varðandi magn sætuefna, en stuðst var við ásættanlega daglega inntöku (acceptable daily intake – ADI) hvers efnis út af fyrir sig (þ.e.; 240 mg (aspartam, ~ 8% ADI), 180 mg (sakkarín, ~ 20% ADI), 102 mg (súkralósi, 34 ~ ADI) og 180 mg (stevía, ~ 75% ADI). Einnig þarf að skoða hvort lægri skammtar hafi sömu áhrif.“ Sykurneysla varhugaverð Birna bendir jafnframt á að mikilvægt sé að túlka ekki niðurstöður þannig að sykur sé hollur eða hollari en sætuefni. „Þar sem rannsóknir sýna einnig að mikil sykurneysla eykur áhættu á offitu, sykur- sýki II, hjarta- og æðasjúk- dómum og ákveðnum teg- undum af krabbameinum.“ 32 Helgin 3. september 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.