Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 15

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 15
skap íslendinga og alla afkomu þjóðarinnar. Komið var á fullkomnara skólakerfi og öll skilyrði fyrir menningarþróun Islendinga stórbætt, bæði alþýðu- fræðsla, æðri skólamenntun, sérmenntun og vísinda- starfsemi. Alþýðutryggingarnar voru stórum endur- bættar og ýmsar aðrar félagslegar umbætur fram- kvæmdar. Verkamenn, fiskimenn og opinberir starfsmenn bættu kjör sín allverulega á þessu tímabili, meðal verkalýðsins tókst meiri eining en nokkru sinni fyrr og allnáin samvinna við útvegsmenn og hinn fram- sæknari hluta millistéttanna yfirleitt, — samvinna sem mun hafa ómetanlega þýðingu fyrir framsókn íslendinga og Sósíalistaflokkurinn leggur meginá- herzlu á að ekki rofni, heldur megi eflast og aukast. Stjómarsamvinnan, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar fylgdi af alhug og kjósendum var lofað í kosningunum 1946 að halda skyldi áfram, var rof- in fyrir áhrif erlendrar íhlutunar. Fyrir kosningar tókst Sósíalistaflokknum að fá því framgengt að kröfu Bandaríkjanna um herstöðvar, var vísað á bug. Það var ekki fyrr en eftir kosningar að Banda- ríkin töldu tímabært að endurnýja kröfu sína og hin- ir íslenzku vinir þeirra dirfðust að uppfylla hana, þrátt fyrir öll loforð og eiða frammi fyrir kjósend- um. Þar með var grundvöllurinn undir stjórnarsam- starfinu rofinn. En það var fleira, sem olli því, að ekki var hægt að halda stjórnarsamstarfinu áfram, nema nýr málefnasamningur yrði gerður. Samtímis því, sem afturhaldið í Sjálfstæðisflokknum og Al- 18 U.

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.