Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 19

Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 19
 1. Barátta fyrir algerðu sjálfstæði þjóðarinnar og utanríkisstefnu, er sé óháð erlendum stórveldum. Herstöðvarsamningnum sé sagt upp þegar Is- land hefur rétt til þess. Staðið sé á verði um samn- ingsbundin réttindi Islendinga og allri frekari á- sælni vísað á bug. 2. Áframhald nýsköpunarinnar og einbeiting allra krafta þjóðarinnar, vinnuafls, fjármagns og gjald- eyris, að framleiðslunni í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði, þannig að tryggt sé að hver hönd hafi jafnan verk að vinna við þjóðnýt störf. 3. Lögð verði rík áherzla á að afla nýrra, öruggra markaða og viðskiptasambanda, með það fyrir augum að tryggja þjóðina, svo sem framast er kostur fyrir kreppum og viðskiptasveiflum auð- valdsheimsins. 4. Skipulagning á innflutningi til landsins og nýt- ingu fjármagnsins með þarfir framleiðslunnar og nýsköpunarinnar og heildarhagsmuni þjóðar- innar fyrir augum. Heildarstjórn, samkvæmt á- ætlun, á atvinnulífi þjóðarinnar, að svo miklu leyti sem kostur er með ríkjandi framleiðsluhátt- um. 5. Ráðstafanir til að lækka verðlag og framleiðslu- kostnað, með aukinni tækni og afköstum, betra skipulagi á atvinnu- og verzlunarmálum, er létti byrðum óhófslegs gróða braskara og milliliða af framleiðslunni og öðrum þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegar kunna að reynast og framleiðslu* stéttirnar koma sér saman um. 17 2

x

Þingtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.