Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 20

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 20
6. Markviss framfarastefna í félagsmálum og menn- ingarmálum. ÁLYKTUN um ráðstafanir til lausnar á vandamálum dýr- tíðarinnar til að tryggja og auka framleiðslu þjóðarinnar og til bættrar afkomu almennings Með myndun núverandi ríkisstjómar, tóku fjand- menn nýsköpunarstefnunnar við völdum 1 landinu. Banka- og verzlunarvaldið, sem jafnan höfðu reynzt nýsköpuninni hættulegust náðu þá enn sterk- ari tökum en áður á atvinnu- og fjárhagsmálum þjóðarinnar. Sú afturhaldssama fjármálastefna, sem upp hef- ur verið tekin, hefur ekki aðeins stöðvað áfram- hald nýsköpunarinnar, heldur hefur hún einnig lamað allt atvinnulíf þjóðarinnar og ógnar því nú með algerri stöðvun. Fjármálastefna bankanna og boðskapur ríkisstjórnarinnar um hrun og nauðsyn þess að rýra lífskjör almennings, liggur eins og mara á þjóðinni. Það er því brýn nauðsyn að tafar- laust verði gerðar víðtækar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þær afleiðingar, sem framhald þeirrar stefnu, sem nú er fylgt, myndi leiða yfir þjóðina. Þær ráðstafanir sem gera þarf, verða að fela í sér eftirfarandi meginatriði: 1. Nota verður framleiðslugetu þjóðarinnar til hins 18

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.