Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 22

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 22
3. Lánstími fastra lána eða stofnlána útgerðarinn- ar og fyrirtækja, sem rekin eru í beinu sambandi við útgerðina skal lengdur verulega frá því sem nú er. Þannig skal miðað við að lán út á ný skip og báta, og nýjar verksmiðjur séu 20 til 30 ára lán. 4. Til lækkunar á viðhaldskostnaði útgerðarinnar skal afnumin sú regla sem heimilar verkstæð- unum fasta hundraðstölu-álagningu á efni og vinnulaun. Strangar reglur séu settar um verð- lagningu verkstæðanna og fái samtök útvegs- manna vald til að fylgjast nákvæmlega með framkvæmd þeirra. 5. Vátryggingariðgjöld vélbáta verði lækkuð veru- lega, eða miðað við að iðgjöld af nýjum bátum verði 3%—4%. 6. Veiðarfærakostnaður útgerðarinnar verði lækk- aður m. a. með því að ríkisvaldið veiti samtökum útvegsmanna aðstöðu til að hafa með höndum alla verzlun og innlenda framleiðslu veiðarfæra. Á meðan samtök útvegsmanna hafa enn ekki veiðarfæraverzlunina með höndum skulu þau hafa vald til að fylgjast nákvæmlega með að hlýtt sé settum reglum um verðlag veiðarfæra. 7. Olíuverðið sé lækkað m. a. með því að ríkið taki að sér allan innflutning á olíum og hafi með höndum heildsölu þeirra. Samtök útvegsmanna hafi fulltrúa í stjóm olíuverzlunar ríkisins. Olíu- samlög útvegsmanna annist dreifinguna, þar sem því verður við komið. 20

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.