Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 25
sölu- og innkaupastofnana þjóðarinnar um gerð
og framkvæmd slíkra samninga og höfð hliðsjón
af áætlun þeirri um út- og innflutning, sem
ríkisstjórnin lætur semja. Kappkostað sé að ná
samningum til margra ára, ef hagstætt verð
fæst, við þau lönd, er þannig vilja semja.
III. Hagkvæm notkun gjaldeyris og lækkun
visitölu
Verzlunarskipulagið.
1. Innflutningsverzlun landsins verði skipulögð
með heildarhagsmuni þjóðarinnar fyrir augum,
þannig að hinn mikli gróði, sem nú rennur til
heildsalastéttarinnar, komi allri þjóðinni að
gagni með lækkuðu vöruverði og auknum tekj-
um til ríkissjóðs, og bundinn endi á þá hóflausu
sóun verðmæta og vinnuafls, og þann gjaldeyris-
flótta sem núverandi tilhögun hefur í för með
sér. Þessu marki telur flokkurinn, að bezt yrði
náð, með því að sett yrði á fót innkaupastofnun
þjóðarinnar, er annist um innkaup á öllum vör-
um og sé henni stjórnað með lýðræðislegu fyrir-
komulagi, svo að þeir aðilar, sem innkaupin eru
gerð fyrir geti mestu um þau ráðið. En meðan
ekki næst nógu almennt samkomulag um þá leið,
vill flokkurinn benda á eftirfarandi fyrirkomu-
lag er stefnir að sama marki:
a. Innkaupastofnun eða stofnanir, sem stjómað
sé af fulltrúum kaupfélaganna og annarra
23