Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 27

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 27
3. Landbúnaðarvörur. Vísitölugrundvöllur landbúnaðarafurða verði endurskoðaður og miðaður við heilbrigðan bú- rekstur við skilyrði, sem teljast mega viðunandi, á núverandi tækni- og þróunarstigi landbúnað- arins. Kjötverð sé miðað við bú, sem er sæmi- lega vel fallið til sauðfjárræktar og mjólkurverð á sama hátt við bú, sem hefur viðunandi skilyrði til mjólkurframleiðslu og aðstöðu til að koma vörunni á markað. Jafnframt verði gerðar gagngerðar ráðstafanir til stuðnings smábænd- um með það mark fyrir augum að auka svo tækni, vélakost, samvinnu og samstillt skipu- lögð vinnubrögð í landbúnaðinum, að allir þeir sem landbúnað stunda geti notið mannsæmandi lifskjara, er séu fullkomlega sambærileg við aðrar vinnandi stéttir, samtimis því, sem verð- lag geti farið lækkandi sakir stöðugt lækkandi framleiðslukostnaðar. 4. Ráðstafanir gegn braski. Hafizt verði handa með margvíslegum ráðstöf- unum til að koma í veg fyrir brask með fast- eignir og önnur verðmæti, sem svo mjög hefur orðið til að trufla allt verðlag og heilbrigt við- skiptalif í landinu. Aflað verði upplýsinga um gjaldeyriseignir Islendinga erlendis og leitað samkomulags við hlutaðeigandi rikisstjómir um afhendingu þeirra. 25

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.