Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 31

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 31
3. AÐ framleiðslutækin verði notuð til fulis og hagur þeirra, sem að framleiðslunni vinna bætt- ur. Við þessi meginatriði eru tillögur sósíalista mið- aðar. Skal nú gerð nokkur grein fyrir tillögunum. rétt- mæti þeirra, möguleikum til framkvæmda og hverju þær mundu fá áorkað, ef framkvæmdar yrðu. Lækkun dýrtíðarinnar Nákvæm athugun liggur fyrir um það, að afnám tolla á þeim nauðsynjavörum sem ganga inn í vísi- töluna, mundi á beinan hátt lækka hana um 21 stig. Óbein afleiðing afnáms tollanna mundi svo enn lækka vísitöluna nokkuð. Það er því fullvíst að á þennan hátt mætti lækka vísitöluna um 20—30 stig. Þannig lækkun vísitöl- unnar væri jafnframt raunveruleg lækkun verð- lagsins, og því ekki gerð á kostnað launþega. Toll- ar á nauðsynjavörum eru í eðli sínu óréttmætir og koma þyngst niður á fátækri alþýðu. Afnám slíkra tolla mundi því í senn lækka verðlagið og leiðrétta misrétti almenningi til gagns. Ríkissjóður tapar nokkrum tolltekjum við þessa ráðstöfun. Því fer þó víðsfjarri að með þessu séu að- altolltekjur ríkisins afnumdar, því hér er aðeins um lítinn hluta þeirra að ræða. Eftir sem áður stæði meginhluti tollteknanna, þ. e. tollar af hvers- 29

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.