Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 32

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 32
konar vörum og tækjum, sem ekki snerta beint vísi- töluútreikninginn. Einnig ber þess að gæta, að lækkun tollanna og þar með lækkun vísitölunnar, hefur í för með sér mikla lækkun á útgjöldum ríkisins á fjölmörgum sviðum, svo sem vinnulaunagreiðslum og ýmiskonar reksturskostnaði. 1943 var tekjurýrnun ríkissjóðs vegna afnáms tolla á þessum sömu vörutegundum ekki nema 8,5 millj. kr., en sparnaður vegna lækkaðra útgjalda um 4 millj. og raunverulegur tekjumissir ríkissjóðs því aðeins 4,5 millj. kr. Þingmenn Sósíalistaflokksins munu gera nákvæma grein fyrir hversu miklu þetta nemur nú í sambandi við flutning í frumvarps þeirra á Alþingi. Allt bendir til að útkoman fyrir ríkissjóð af þessum ráðstöfunum verði mun hagstæðari nú. 1 tillögunum er þó gert ráð fyrir, að ríkissjóði verði séð fyrir tekjum í stað tollanna. Nokkuð myndi koma í móti með ágóða ríkissjóðs af nokkr- um álagningarháum vörum, sem nú rennur í vasa milliliða. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að ríkissjóði verði séð fyrir auknum tekjum, að svo mik-lu leyti, sem þörf krefur, með hækkuðum sköttum á stór- eignum og hátekjum og ríkisrekstri fyrirtækja, sem gefa mikinn arð. Ein sjálfsagðasta og öruggasta leiðin til lækk- unar á dýrtíðinni er gjörbreyting á skipulagi verzl- unarmála. Sú skipun sem ríkt hefur um innkaup á vörum til landsins og um heildsöluverzlun, er svo kostnaðar- 30

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.