Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 33
söm og óhagkvæm að veltiár þarf til að halda slíku
uppi. Nú annast 222 heilsöiufyrirtæki vöru-innkaup
þjóðarinnar. Þessi fyrirtæki hafa flest marga starfs-
menn og sum svo tugum skiptir. Þau binda ótrú-
lega mikið húsnæði og festa mikið fjármagn fram
yfir það sem eðlilegt mætti telja.
Á vegum þessara fyrirtækja ferðast mörg hundr-
uð manna út um allan heim. Kostnaðurinn við inn-
kaupin verður gífurlegur en við hann bætist svo
okurgróði heildsalanna. Það óhagstæðasta og hættu
legasta fyrir þjóðina við þetta fyrirkomulag, er þó
það, að innkaupin eru oft og tíðum vegna sérhags-
muna heildsalanna gerð óhagkvæmari en þörf er á
og oft er gjaldeyri beinlínis óleyfilega komið úr landi
undir yfirskyni innkaupanna til landsins. Þannig er
gjaldeyri eytt að óþörfu og jafnvel stolið úr bönkum
þjóðarinnar vegna núverandi verzlunarskipulags.
Með samræmingu á vöruinnkaupum til landsins má
spara mikið fé. Innkaupin yrðu hagkvæmari, kostn-
aður allur minni, milliliðagróðinn gæti horfið og
þannig mætti lækka vöruverðið og dýrtíðina í land-
inu. Ef ríkið sjálft hefði innkaupin í sínum hönd-
um, eða ef innkaupin væru í höndum fárra aðila
með eðlilegu ríkiseftirliti, væri auðvelt að tryggja
hagstæð innkaup og koma í veg fyrir óleyfilega
notkun gjaldeyris og gjaldeyrisflótta úr landi.
Að þessu miða tillögur Sósíalistaflokksins.
Telja má víst að væru þessar tUl. framkvæmdar
í verzlunarmálum mætti þannig lækka verðlagið og
vísitöiuna um 20—30 stig.
31