Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 36
Noregi. Þrjú olíufélög annast olíusöluna hér á landi.
þau byggja upp þrefalt olíukerfi og margfalda
þannig eðlilegan stofnkostnað olíusölunnar. Og enn
liggja fyrir beiðnir um gífurlega fjárfestingu þess-
ara aðila, sem algjörlega væri óþarft að efna til,
ef einn aðili hefði olíusölumálin með höndum.
Olíufélögin hafa rakað saman gróða og gera
það enn.
Ríkið á því að taka olíuverzlunina í sínar hendur
og þannig má lækka olíuverðið til útvegsins.
Að verð á beitu og veiðarfærum lækki
Síld til beitu kostar nú kr. 1,40 pr. kg. Það
verð er miðað við kr. 0,70 kg. fyrir nýja síld upp
úr reknetabát.
Nú er megnið af síldinni sem fryst er, keypt inn
á kr. 0,40 til 0,50 kg. Það er því auðvelt og sjálf-
sagt að lækka í verði frysta síld til beitu.
Veiðarfæri til þorskveiða vélbátaútvegsins eru
framleidd og seld hér aðallega af einu fyrirtæki.
Veiðarfæraverðið er tvímælalaust hægt að lækka og
virðist sjálfsagt að samtökum útvegsmanna sé gef-
inn köstur á að reka veiðarfæragerðina og hafa með
höndum alla verzlun veiðarfæra og útilcka þar með
óþarfa milliliði.
Að auk þess, sem hér hefur verið talið verði svo
lækkuð útgjöld útvegsins vegna vátrygginga, við-
haldskostnaðar, afborganir lækkaðar með lengdum
lánstíma o. fl.
34