Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 39

Þingtíðindi - 01.12.1947, Síða 39
eiginlegar tilraunir afturhaldsins til árása á lífskjör verkalýðs og annarrar alþýðu í því skyni að verja og viðhalda auðsöfnunaraðstöðu fámenns hóps stór- gróðamanna og braskara. Þessi stefna ríkisstjómarinnar hefur m. a. komið fram í eftirfarandi: 1. Algjörri neitun á samstarfi við verkalýðshreyf- inguna eins og fram kom, er hún hafnaði tilboði Vmf. Dagsbrúnar sl. vetur um óbreytt grunnkaup gegn því að ekki yrði ráðist á lífskjör verkalýðs- ins. 2. I stað þess kaus ríkisstjórnin að leggja þyngri tollabyrðar á alla alþýðu en nokkru sinni fyrr' og knúði þar með verkalýðssamtökin til almennrar og víðtækrar baráttu fyrir hækkuðu grunnkaupi til að vega á móti árásinni. 3. Ríkisstjómin beitti öllum áhrifum sínum í deil- unum í sumar til þess að hindra friðsamlega lausn þeirra í því skyni að þreyta verkamenn og knýja þá til uppgjafar. I áframhaldi af þessu hefur rík- isstjómin magnað atvinnurekendur til uppsagnar á gildandi samningum í haust, í því skyni að svipta verkalýðinn unnum kjarabótum. 4. Komið hefur verið á stórfelldum skipulagslausum niðurskurði á innflutningi byggingar- og efnis- vara til landsins, sem leiðir af sér atvinnuleysi í vaxandi mæli. 5. Stefnan í markaðs- og afurðasölumálum er miðuð við hagsmuni nokkurra innflytjenda, og beinist gegn hagsmunum almennings og leiðir til hruns 37

x

Þingtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.