Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 40
atvnnuveganna og örbirgðar verkalýðs- og milli-
stétta, ef ekki verður að gert í tíma.
Þessar beinu og óbeinu árásir á lífskjör verka-
lýðsins voru með öllu vonlausar, ef forusta Alþýðu-
flokksins hefði ekki léð þeim allt sitt lið, tekið á sig
ábyrgð á þeim og beinlínis gengið fram fyrir skjöldu
afturhaldsins svo sem við setningu tollalaganna, í
afstöðu sinni til hagsmunabaráttu verkalýðsins sl.
sumar, þegar Alþýðuflokkurinn stimplaði verkföll
sem „glæpsamlegt athæfi" o. s. frv.
Jafnframt hefur forysta Alþýðuflokksins í banda-
lagi við önnur afturhaldsöfl unnið sleitulaust að
tilraunum til að kljúfa heildarsamtök verkalýðsins
og heldur þeim tilraunum áfram af síauknu kappi.
Tilgangur þessara klofningstilrauna er sá að gera
verkalýðssamtökin ófær um að mæta þeim stórfelldu
árásum, sem ríkisstjórn stórgróðamannanna er nú
að undirbúa á lífskjör allra launþega í landinu.
Um leið og þingið fagnar þeirri frábæru einingu
og samheldni, er verkamenn sýndu sl. sumar í víð-
tækum og langvarandi vinnudeilum, vill það vekja
sérstaka athygli verkalýðs til lands og sjávar á
þeirri staðreynd, að gagnvart þessari voldugu ein-
ingu launþeganna bilaði áróðursvél afturhaldsins
með allan sinn blaðakost, forréttindi um fundahús,
útvarp o. s. frv.
Hin breytta aðstaða verkalýðshreyfingarinnar
leggur henni á herðar þrjú meginverkefni:
1. Að sameina öll samtök launþega til órofa varnar
38