Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 48

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 48
2. Þegar verði hafin bygging rannsóknarstöðvar fyrir fiskiðnað, sem þegar hefur verið lagt fé til. Ályktun um byggingarmál I. 6. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins telur að knýjandi nauðsyn beri til að koma viðunandi skipulagi á byggingamál þjóðarinnar. Til að leysa það verkefni þarf fyrst og fremst að semja áætlanir um það hve mikið þjóðin þarf og má nota á ári hverju af vinnuafli, gjaldeyri og fjár- magni svo að tryggt verði: 1) að komið verði upp sem allra fyrst þeim hafn- armannvirkjum, verstöðvum, vérksmiðjum og orku- verum, sem nauðsynleg eru framleiðslu lands- manna. 2) að öll þjóðin geti búið í mannsæmandi íbúðum. 3) að reist verði sjúkrahús, skólar og aðrar op- inberar byggingar til félagslegra nota svo að mennt- un og félagslíf megi dafna. Til framkvæmda á þessu telur þingið nauðsyn bera til: 1) að komið verði á sameiginlegri yfirstjórn allra byggingamála landsmanna, er hafi með höndum all- ar áætlanir vísindarannsóknir, samhæfingar (stand- ardiseringar) o. fl. er þessi mál varða. 46

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.