Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 50
n.
6. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins átelur harðlega framkvæmdir fjárhags-
ráðs á sviði byggingamála.
Þingið viðurkennir fyllilega þörfina fyrir skömmt-
un byggingarefnis, en telur mjög hafa skort á, að
sú skömmtun, er fjárhagsráð hefur komið á hafi
verið framkvæmd svo að viðunandi geti talizt, þar
sem hún að óþörfu með heimskulegri skriffinnsku
hefur valdið þeim er að byggingum standa, stór-
kostlegum töfum, óþægindum og kostnaði. Sérstak-
lega vill þingið leggja áherzlu á, að ekki nái nokk-
urri átt, að menn utan Reykjavíkur þurfi að sækja
leyfi til hvers konar byggingarframkvæmda til póli-
tískrar nefndar í höfuðstað landsins, er takmarkaða
þekkingu hefur á staðháttum og byggingarmálum
hinna einstöku héraða.
Þingið telur, að ekki hafi verið lögð nægileg á-
herzla á það að ljúka þeim byggingarframkvæmd-
um, er byrjað var á, og sumar langt á veg komnar.
Vegna aðgerða fjárhagsráðs liggja stórkostleg verð-
mæti ýmis undir skemmdum eða til einskis gagns
um ófyrirsjáanlegan tíma, og hefði þó oft verið hægt
að halda þessum byggingum áfram án verulegrar
gjaldeyrisnotkunar.
Þingið vill því leggja sérstaka áherzlu á það, að
skömmtunin sé framkvæmd þannig, að hún valdi
sem minnstum kostnaði og óþægindum, og að hvert
hérað hafi, sem mesta sjálfstjóm um þessi mál, enn-
48