Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 55

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 55
Bjarnasyni, sem sæti áttu í fyrrverandi ríkisstjórn, þakkir fyrir hin þýðingarmiklu og glæsilegu störf, er þeir inntu af hendi í þágu íslenzkrar alþýðu og þjóðarinnar í heild. Jafnframt því sem þingið vottar þessum fyrrver- andi ráðherrum fyllsta traust sitt, fordæmir það árásir þær, sem þeir og þó einkum Áki Jakobsson hafa orðið fyrir af hálfu afturhaldsins. Þingið sér í þessum árásum tilraun til þess að ófrægja í augum þjóðarinnar þær stórstígu efnahagslegu framfarir, er urðu í sjávarútveginum undir stjórn Áka Jak- obssonar sem sjávarútvegsmálaráðherra og sem þjóðin mun búa lengi að. Skorar þingið á þjóðina að svara þessum ódrengi- legu og tilefnislausu árásum með því að fylkja sér enn fastar um áframhaldandi nýsköpun atvinnu- veganna og efnahagslegt sjálfstæði Islands. Ályktun um landheJgismál Eitt höfuðskilyrði þess, að uunt verði að tryggja sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, er það, að Islend- ingum sé tryggt, að fiskimiðunum úti fyrir strönd- um landsins verði ekki spillt með offiski. Fiskiveið- ar og fiskiðnaðarframleiðsla verður um langan ald- ur aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, og sú atvinnu- grein, sem framleiðir megnið af útflutningnum. Þannig er það vöxtur og viðgangur sjávarútvegsins 53

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.