Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 61

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 61
uga aðstoð í baráttu þeirra og starfi. Sumir þættir flokksstarfsseminnar svo sem fræðslustarfið og starfsemi meðal kvenna hefur færst í fastara form. Eigi að síður hefur starfsemi Sósíalistaflokksins verið í mörgu áfátt. Hvorki útbreiðsla Þjóðviljans né fjölgun flokksmanna er í viðunandi hlutfalli við áhrif og möguleika flokksins. Ýms sósíalistafélög eru lítt starfandi og flokknum hefur ekki tekizt að skapa þá virku starfsemi allra flokksmanna, sem nauðsynleg er. Starfi flokksins í verkalýðshreyfing- unni hefur á ýmsum sviðum verið mjög ábótavant og er sumsstaðar um afturför að ræða. Það er þjóðarnauðsyn, að allir íslenzkir sósíalist- ar taki nú höndum saman um að byggja enn betur upp, stækka og styrkja Sósíalistaflokkinn, treysta sambönd hans og starf meðal alþýðunnar og færa starfsemi hans enn meir út á meðal allrar þjóðar- innar. Til þess að þetta megi takast, þarf flokkurinn að temja sér enn betur jákvæða gagnrýni á eigin starfi og gefa öllum flokksmönnum sem bezt skilyrði til virkrar starfsemi og þátttöku í ákvörðunum um stefnu og starfsemi Sósíalistaflokksins. Þingið telur að til eflingar flokksstarfsins séu eftirfarandi verkefni. Stóraukin útbreiðsla Þjóðviljans Undanfarin tvö ár hefur Sósíalistaflokkurinn lagt kapp á að koma upp prentsmiðju fyrir Þjóðviljann, 59

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.