Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 62

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 62
til að tryggja útkomu hans og lækka útgáfukostn- aðinn. Þetta hefur tekizt. Prentsmiðjan er komin upp. Það er ekki lengur háð geðþótta einstaklinga, hvort Þjóðviljinn fæst prentaður. Prentunarkostn- aður Þjóðviljans er nú mun lægri en vera myndi án þessarar prentsmiðju. Hinsvegar er vitað, að þetta stóra átak nægði ekki til að tryggja hallalausan rekstur blaðsins. Til þess að alþýðublað, eins og Þjóðvilijnn, beri sig fjárhagslega, verður það að hafa miklu meiri út- breiðslu en blaðið hefur nú. Aukin útbreiðsla Þjóð- viljans er ekki einungis fjárhagslegt stórmál fyrir þetta öflugasta tæki flokksins. Hún er engu að síð- ur brýn pólitísk nauðsyn til að kynna þjóðinni stefnu Sósíalistaflokksins og afia henni aukins fylgis. Fyrir fjórum árum, haustið 1943, var Þjóðviljinn stækkaður úr fjórum síðum í átta, við hin erfiðustu skilyrði til prentunar og fjáröflunar. Sá stórhugur, er réð stækkuninni ,reyndist raunhæfur. Á þessum fjórum árum, nóv. 1943—nóv. 1947 hefur Þjóð- viljinn rúmlega tvöfaldað áskrifendatölu sína í Reykjavík og upplagið. Lausasala hefur stóraukizt, einkum tvö síðustu árin. Þjóðviljinn hefur þegar náð Vísi og Alþýðublað- inu, tveim eldri og grónum Reykjavíkurblöðum. Hafin er samkeppni við aðalblað afturhaldsins, Morgunblaðið, sem tekizt hefur að ná langmestri útbreiðslu, fyrst og fremst vegna auðsins, sem að því stendur. 60

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.