Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 64

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 64
hinn eini stjórnmálaflokkur Islendinga, sem berst fyrir óskertum og bættum lífskjörum alþýðunnar, fyrir einingu verkalýðsins, fyrir samfylkingu allra framfaraafla gegn kreppu og atvinnuleysi, fyrir efnalegum og menningarlegum framförum og að hann er hinn eini stjórnmálaflokkur Islendinga, sem þjóðin getur treyst í baráttu sinni fyrir sjálf- stæði landsins. Það er því eigi aðeins rík nauðsyn verkalýðsstétt- arinnar, heldur og engu síður þjóðarnauðsyn, að Sósíalistaflokkurinn verði á sem skemmstum tíma öflugur fjöldaflokkur Islendinga með fjölmennum sósíalistafélögum í hverjum bæ og hverri sýslu. Þingið lítur svo á, að öflun nýrra meðlima sé annað helzta verkefni hvers einasta flokksmanns í baráttunni fyrir eflingu Sósíalistaflokksins. Um leið og þingið heitir á alla flokksmenn og öll sósíalistafélög að hefja öfluga og þrautseiga bar- áttusókn á þessum vettvangi, felur þingið miðstjóm flokksins að hefja almenna fræðslu í ræðu og riti um stefnu, starf og hlutverk Sósíalistaflokksins og gera enn frekari gangskör að stofnun nýrra sósíal- istafélaga. Efling sósíalistafélaganna Þingið leggur sérstaka áherzlu á hlutverk sósíal- istafélaganna í starfi og skipulagi flokksins og tel- ur eflingu þeirra eitt hinna þýðingarmestu verkefna í flokksstarfinu. Vill þingið vekja athygli allra 62

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.