Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 70

Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 70
Ályktun fræðslunefndar Því meir, sem áróðursvél íslenzku auðmannastétt- arinnar magnast vaxa sífellt þær kröfur, er Sósíal- istaflokkurinn verður að gera til meðila sinna og og fylgjenda um að halda uppi vöm og sókn í mál- efnum íslenzkrar alþýðu. Blöð og rit sósíalista eru nú orðin einu málsvarar fyrir hagsmimi alþýðunn- ar og sjálfstæðis- og framfaramál íslenzku þjóðar- innar. Áróður Alþýðuflokksins er orðinn gildur þáttur í blekkingastarfi auðstéttarinnar til forheimskunar almenningi og hafa þau verkaskipti þegar hlotið hefð að blaðaskrifum og öðrum áróðri Alþýðuflokks- ins er einbeitt gegn einingu verkalýðshreyfingar- innar með fjandsamlegri afstöðu til baráttu hennar á hverjum tíma eins og síðustu launadeilur bera ljósast vitni. Þá hefur flokkurinn og blöð hans verið tóngjafi ofsafenginna árása gegn alþýðu þeirra þjóða, sem í stríðsiokin reyndu eða tókst að hrinda af sér oki auðvaldsins með það takmark fyrir aug- um að hefja endurreisnarstarf, sem miðar að fram- kvæmd sósíalismans. Og í níðinu um Sovétþjóðirnar hefur ekkert afturhald tekið Alþýðuflokksforyst- unni fram. Blöð Alþýðuflokksins eru því orðin ís- lenzka auðvaldinu ærinn liðsauki í baráttunni gegn alþýðu landsins og framtíðarvon hennar, sósíalism- anum. 68

x

Þingtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.