Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 72

Þingtíðindi - 01.12.1947, Side 72
bækur bókaútgáfu flokksins við móttöku, gegn 20% afslætti frá útsöluverði. 4) Flokksdeildirnar komi á fót bókastöðvum á sem flestum stöðum, og velji hver deild sérstakan mann til þess að veita þeim forstöðu. 5) Komið verði á fót fræðslunámskeiðum eða les- hringum allsstaðar, þar sem tök eru á. 6) Komið verði á fót bréfskóla fyrir deildirnar utan Reykjavíkur til þess að auka þekkingu félaganna á kenningu sósíalismans. Samþykktir um flokksgjöld og innheimtu þeirra 1. Nýir meðlimir skulu greiða inntökugjald kr. 5.00 og fá fyrir það flokksskírteini. Óheimilt er flokks- félögum (deildum) að lækka þetta gjald, svo og að taka greiðslu fyrir endurnýjun skírteina. Félögin fá skírteini með kostnaðarverði. Fyrir iðgjald skal kvitta með merkjum, sem límd eru á skírteinið. 2. Flokksgjöldin eru ársgjöld og miðast við tekjuskatt flokksmanna, en skulu innheimt mánað- arlega með 12 gjalddögum á ári. Gjalddagar eru 1. dagur hvérs mánaðar og greiðist þá sá tólftungur gjaldsins, sem fellur á þann mánuð sem er að byrja. Gjöldin skulu vera stighækkandi og mánaðargreiðsl- urnar sem hér segir: 70

x

Þingtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi
https://timarit.is/publication/1694

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.