Bændablaðið - 21.07.2022, Side 6

Bændablaðið - 21.07.2022, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Um enga grein jarðyrkjunnar hefur verið jafntíðrætt eins og kornyrkjuna. Ótal margir hafa reynt við verkefnið, sumum lánast vel, öðrum miður. Stjórnvöld hafa svo lengi sem elstu menn muna, hvatt og styrkt til þessarar viðleitni. Enn á þó eftir að finna fullkomna lausn á því hvernig við eflum kornrækt hér á landi og hvað sé arðvænlegt og hagkvæmt. Nauðsynlegt er að stórefla kynbætur á korni til að aðlaga það að íslenskum aðstæðum. Þá þurfi einnig að skapa bændum sem hefja slík verkefni vænleg starfsskilyrði, t.a.m. með korntryggingum, líkt og Norðmenn hófu að gera upp úr 19. öldinni sem varð til þess að kornrækt óx hröðum skrefum þar í landi. Landbúnaðarháskóla Íslands hefur nú verið falið að vinna drög að aðgerðaáætlun til eflingar kornræktar. Áætlunin er unnin að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega í takti við aukið vægi fæðuöryggi síðustu misseri. Það er mikilsvert að við sem þjóð séum sem mest sjálfbjarga og einn liðurinn í þeirri sjálfsbjargarviðleitni er kornræktin. Starfshópi ráðherra verður m.a. falið að kanna fýsileika innlends kornsamlags, ásamt því að skilgreina þarfir á lágmarkskornbirgðum í landinu. Einnig er hópnum falið að skilgreina heppileg landsvæði til kornræktar og það er von mín að hópurinn sé reiðubúinn að stíga út fyrir boxið, jafnvel til Bessastaða þar sem sáð var korni um miðja 18. öld sem heppnaðist vel! Vinna hefst við verkefnið í ágúst nk. og áætlað er að stöðuyfirlit verði veitt í desember 2022 og lokaskýrslu skilað í mars 2023. Það verður athyglisvert að fylgjast með framvindu þessara tillagna þar sem Bændasamtökin hafa kallað eftir skýrri stefnu um framþróun á kornrækt og akuryrkju á Íslandi. Ég tel að þarna séu möguleikar fyrir íslenskan landbúnað til stóreflingar á ræktun afurða sem ella eru fluttar inn. Það er mikilvægt að samtal verði við þá sem stunda þessa framleiðslu, hvort sem er í smáum eða stórum stíl. Það er mikilvægt að hlúa einnig að þeirri framleiðslu sem nú þegar er í landinu svo þau tækifæri sem er verið að nýta í dag verði efld. Þetta verkefni á ekki að vera átaksverkefni heldur uppbygging til framtíðar með skýra framtíðarsýn. Staðsetningin skiptir máli Á Þorvaldseyri hefur verið ræktað korn á hverju ári frá 1960. Á svæðinu, var áður fyrr heykökuverksmiðja og var það mikið lán fyrir ábúendur, á þeim tíma, að geta nýtt ýmsan vélbúnað og breyta í kornþurrkara. En það er skortur á innviðum í fullvinnslu og úrvinnslu korns sem háir kornbændum verulega, enda er þurrkun korns orkufrek og krefst innviða í lagningu raforku. Einnig má benda á að til að fullvinnslan geti átt sér stað hérlendis þarf að byggja miðlægar myllur til mölunar á korni sem væri mikið framfaraspor fyrir kornbændur og neytendur hér á landi. Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er því sérlega mikilvæg og því verður lögð áhersla á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýtingu jarðvarma o.fl. Þá sé mikilvægt að kanna hvort hægt sé að nýta fyrirliggjandi innviði sem best í þessu samhengi, s.s. þurrkstöðvar og minni geymslur sem eru nú þegar í rekstri. Loftslagsóeirðir Í 14. tbl. Bændablaðsins var fjallað um mótmæli bænda í Hollandi þar sem þingmenn greiddu atkvæði um lagabreytingu sem ætlað er að draga úr losun köfnunarefnisoxíðs og ammóníaks úr búfé nærri náttúrusvæðum, um allt að 50% á landsvísu fyrir árið 2030. Mikið er í húfi því landbúnaður er lykilgrein hollenska hagkerfisins og það sætir furðu að enginn annar fjölmiðill hér á landi hafi fjallað um mótmælin með svo ítarlegum hætti eins og umfjöllun Bændablaðsins ber merki. En loftslagsáskoranirnar á landbúnaðinn er ekki bundin við Holland, því danskir bændur hafa hætt við 7% minni framleiðslu á korni til að tryggja nægt framboð af korni í landinu á næsta ári, sem tengja má við stríðið í Úkraínu. En minni framleiðsla átti að vera framlag danskra bænda til að draga úr kolefnislosun í landbúnaði og standast þær kröfur sem Evrópusambandið hefur sett fram. Danir hafa dregið þessa ákvörðun sína til baka þrátt fyrir áður ákveðin markmið tengt loftslagsaðgerðum stjórnvalda þar í landi. Ef til vill líður ekki á löngu þar til íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir slíkum þrýstingi en náttúruverndarsamtök hafa m.a. fullyrt að nær ógjörningur sé að ná samdrætti í losun frá landbúnaði án fækkunar jórturdýra. Á sama tíma eru stjórnvöld og neytendur að huga að kolefnisspori, eða matarspori matvæla og matvælaframleiðendum er gert að efla og auka framleiðsluna sína til að gera okkur enn sjálfbærari á stríðstímum. Fyrirsjáanleikinn er þar af leiðandi takmarkaður og óvissan gæti orðið algjör. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Runnin er upp sumartíð, ferðatíð og þar með gúrkutíð hjá fjölmiðlum. En ekki bændum. Þeir hafa í nógu að snúast langa sumardaga og nætur við bústörf, heyverkun og framleiðslu svo við hin getum gengið að góðum mat vísum í næstu búð. Árstíðabundnar vörur garðyrkjubænda fara nú að tínast í verslanir og vert að velja þær gæðavörur þegar það er í boði. Eins og fram kemur í blaðinu er kartöfluuppskera hafin og brátt bætist útiræktaða grænmetið við. Við búum svo vel að matarkistunni sem eyjan okkar er. Dag hvern berast nú hamfarafréttir af hitabylgjum, flóðum og skógareldum sem raskar landbúnaði og lífsgæðum um allan heim. Bætist sá vandi ofan á volæði og ömurð síðustu missera og undirstrikar sem aldrei fyrr mikilvægi þess að stuðla að sjálfbærni þjóða. Eins og staðan er í dag eru möguleikarnir til þess að mörgu leyti betri hér á landi en víða annars staðar. Hér er friður og pláss. Nóg er af landgæðum, hita og vatni auk þess sem veðurskilyrði eru að breytast til hins betra fyrir ýmsa jarðyrkju. Hér er líka hugvit og þekking, metnaður og vilji til verka. Vaxtarmöguleikar í garðyrkju og kornrækt eru gríðarlegir og það eru stórfjárfestar að átta sig á eins og kemur fram í forsíðufrétt blaðsins. Kaup Eikar á Lambhaga eru risavaxin, fela í sér tröllauknar fjárhæðir fyrir verðmæta borgarlóð fyrirtækis sem framleiðir yfir 80% af öllu salati á landinu. Áhugavert verður að fylgjast með þróun á umhverfi garðyrkjuframleiðslu í framhaldi af þessari stórfregn. Eins og staðan er núna sjá um 200 garðyrkjubændur fyrir um 43% af framboði grænmetis á landinu og innlend framleiðsla á korni til manneldis er aðeins um 1% af heildarneyslu. Einhverra hluta vegna hefði ég haldið að umfang garðyrkjuframleiðslu hefði aukist mikið á síðastliðnum áratug en svo fer fjarri, ef marka má framleiðslutölur úr mælaborði landbúnaðarins. Þar munar varla neinu á mörgum magntölum milli áranna 2021 og 2011. Jafn mikið var framleitt af blómkáli, gulrótum, sveppum þá og nú. Gúrkur, tómatar, paprikur, rófur og kartöflur hafa vaxið eitthvað. Hástökkvararnir eru hvítkál og kínakál. Árið 2011 var framleitt 207 tonn af hvítkáli og 54 tonn af kínakáli, en í fyrra var talan 449 tonn fyrir hvítkál og 185 tonn fyrir kínakál. Þessar tölur eru takmörkunum háðar og miðast til að mynda við skilyrði um opinberan rekstrarstuðning sem nú loksins er verið að endurskoða. Löngum hefur verið hvatt til meiri fjölbreytni afurða og aukins sveigjanleika bænda til að framleiða fleiri tegundir. Þá án þess að verða af sömu möguleikum á eðlilegu lífsviðurværi og ræktun einnar tegundar gefur. Væri ekki dásamlegt ef normið væri að íslenskar baunir, kúrbítur, eggaldin og aspas fengjust alla jafna út í búð? Annar þáttur sem gæti gefið garðyrkjunni byr undir báða vængi væri uppfærsla og efling menntunar á sviðinu, en vænta má mikils af Fsu gagnvart iðnnáminu. Þá væri akkur í garðyrkjumenntun á háskólastigi. Þriðji þátturinn tengist aðgengi að vinnuaðstöðu og innviðum. Þörf er á landsvæðum með jarðhita, fjármagni til að byggja upp framleiðslu, tækjum til að vinna úr afurðunum neysluhæfar matvörur svo ekki sé talað um húsnæði fyrir starfsfólk sem kýs að starfa við garðyrkju. Vona ég að nýtt átak í húsnæðismálum sem innviðaráðherra kynnti nýlega muni verða til þess að framboð á híbýlum í nálægð við garðyrkjuframleiðslu aukist. /ghp Innviðirnir okkar Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN: AKRANESTRAKTORINN Gúrkutíð Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Rúm eitt hundrað ár eru síðan fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins. Traktorinn var af gerðinni Avery 8-16 og framleidd í Bandaríkjunum. Dráttarvélin og var í framleiðslu frá 1916 til 1922. Hún var með flatliggjandi steinolíumótor, tveggja strokka og sextán hestöfl. Dráttarvélin vó 2,5 smálestir en ein smálest jafngildir einu tonni. Averyinn var 1,5 metrar að breidd og 3,5 metrar að lengd, á járnhjólum og er sagt að hún hafi dregið þrjá plóga. Vélin vó um 2,5 tonn og stærðarinnar vegna fékk hún viðurnefnið Gríður sem er tröllkonuheiti. Við stýrið er Jón Sigmundsson sem setti vélina saman við komu hennar til landsins auk Jóns Diðrikssonar, bónda á Elínarhöfða. / Myndin er í eigu Ásmundar Ólafssonar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.