Bændablaðið - 21.07.2022, Page 8

Bændablaðið - 21.07.2022, Page 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 FRÉTTIR Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag við nýtingu vindorku. Í starfshópnum sitja Hilmar Gunnlaugsson hrl., Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður. Tillögum skal skilað til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðinu. Samkvæmt Guðlaugi Þór ber okkur að nýta vindinn ef við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Jafnframt er nauðsynlegt að breið samstaða náist um það hvernig farið er í þá nýtingu. Guðlaugur vill ná fram „jafnvægi milli náttúruverndar og nýtingar“. Nýting vindorku er sérstaklega nefnd í sáttmála ríkisstjórnarinnar og er stefnt að lagasetningu um þau málefni sem almenn sátt er á bakvið. Sér í lagi er nefnt að taka skuli tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Einnig kemur fram að fyrirkomulag gjaldtöku skuli verða skilgreint í nýjum lögum. Starfshópurinn mun vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum hagsmunaaðilum, ráðuneytum og stofnunum eftir því sem við á. /ÁL Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023. Mynd/ Jesse de Meulenaere Vindorka: Hvernig verður vindurinn beislaður? Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Sala á mjólkurvörum síðustu sex mánuði er yfir áætlunum. Sala á Smjöri og Smjörva helst nokkurn veginn óbreytt miðað við sama tímabil í fyrra en sala á osti hefur aukist um 2,6%. Samkvæmt því sem segir í Mjólkurpóstinum, fréttabréfi Mjólkursamsölunnar, heldur sala á drykkjarmjólk áfram að gefa eftir en sala á bragðbættri mjólk eins og Kókómjólk, Hleðslu og Næringu eykst um 4,9% frá sama tíma í fyrra. Sala á skyri, jógúrt og rjómavörum dregst saman um 1,5%. Mjólkursamsalan gerði ráð fyrir 14.595 milljóna sölu, en sala var yfir áætlun og fór í 14.777 milljónir króna eða 183 milljónir yfir tekjuáætlun tímabilsins. Ferðamenn auka sölu. Í kjölfar afléttinga vegna Covid-19 hefur sala á hótelum, veitingastöðum og kaffihúsum aukist og hefur það skilað sér til Mjólkursamsölunnar í auknum viðskiptum. Í Mjólkurpóstinum segir að hjá MS hafi orðið vart við neyslubreytingar sem koma meðal annars fram í aukinni neyslu á nýmjólk en samdrætti í fituminni mjólk og bragðbættar drykkjarvörur hafa verið í sókn undanfarið. /VH Mjólkurpósturinn: Sala á drykkjarmjólk dregst saman Endurvinnsla og umhverfismál: Endurunnið rúlluplast prófað við íslenskar aðstæður – Tryggvi Þór Marinósson flytur inn rúlluplast úr 100% endurunnu plasti Umhverfismál eru mörgum ofarlega í huga og hefur mikil hugarfarsbreyting átt sér stað síðustu ár. Mikilvægi endurvinnslu er orðin skýr og einstaklingar vilja vera umhverfisvænni og velja eftir því. Plastnotkun bænda við heyskap er enn óhjákvæmileg en nú er komið í prófun heyrúlluplast úr 100% endurunnu plasti frá fyrirtækinu Folgos í Póllandi. Helstu framleiðendur á rúlluplasti eru farnir að bjóða upp á plast þar sem endurunnu rúlluplasti er blandað saman við nýtt plast og eru jafnvel dæmi um prófun og þróun á 100% endurunnu rúlluplasti. Tryggvi Þór Marinósson og Björgúlfur Bóasson nýttu sér heimsfaraldurinn í að stofna nýtt sprotafyrirtæki, Silfraberg. Silfraberg sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á umhverfisvænum umbúðalausnum. Þrátt fyrir stutta rekstrarsögu hefur Silfraberg náð góðum árangri að mati Tryggva. „Þetta er ungt fyrirtæki sem ég og mágur minn stofnuðum með það að leiðarljósi að aðstoða fyrirtæki í að minnka plastnotkun í starfsemi sinni. Annaðhvort með því að breyta efnisnotkun fyrirtækja úr plasti yfir í önnur efni eða þá hreinlega með því að besta ákveðna ferla t.d. plöstun á vörubrettum.“ Hann segir að árið 2021 hafi Silfraberg minnkað plastnotkun hjá viðskiptavinum sínum um 50,8 tonn og þar með minnkað kolefnisútblástur um 130 tonn. Nú komið að bændum Tryggvi er fæddur og alinn upp í sveit, í Hvítanesi í Skilmannahreppi, en foreldrar Tryggva og Jón Þór, bróðir hans, eru bændur þar í dag. Bændastörf standa Tryggva því nærri og þegar hann rakst á 100% endurunnið rúlluplast frá fyrirtækinu Folgos í Póllandi varð hann að flytja inn vöruna til prófunar. „Jákvæð umhverfisleg áhrif af notkun á endurunnu plasti í stað þess sem framleitt er úr frumefnum er verulegur. Til að framleiða kíló af venjulegu rúlluplasti verða til 2,6 kg af kolefnisútblæstri en endurunnið plast lækkar kolefnisútblásturinn um allt að 79%. Þetta er því afar áhugaverð vara að mínu mati sem gæti komið íslenskum bændum í fremstu röð í heiminum hvað varðar lágmörkun kolefnisútblásturs vegna notkunar á plasti til heyverkunar,“ segir Tryggvi. Nánast allt plast sem bændur nota í dag hér á landi er unnið úr frumefnum. Ef plastið stenst prófanir við íslenskar aðstæður og niðurstaðan yrði sú að plastið sé sambærilegt hefðbundnu heyrúlluplasti, yrði plastið góð viðbót við lausnir á því að gera íslenskan landbúnað umhverfisvænan. Prófanir hjá Landbúnaðarháskólanum Plastið frá Folgos er í notkun víða í Evrópu, t.d. í Póllandi, Noregi, Hollandi og Þýskalandi en ekki er enn komin reynsla á það hér á landi. Í sumar fer plastið í almenna prófun hér á landi og mun Landbúnaðarháskóli Íslands framkvæma ítarlegar gæðaprófanir. „Mælingar þeirra munu sýna hvort munur sé á fóðurgæðum í því heyi sem pakkað er inn með 100% endurunna plastinu miðað við hey sem pakkað er inn í hefðbundið heyrúlluplast. Ef plastið reynist vel við íslenskar aðstæður í sumar þá munum við taka mikið stærra skref árið 2023 og flytja inn enn meira magn af plastinu,“ segir Tryggvi. Plastið er nú þegar til sölu í Fóðurblöndunni og er ekki mikill verðmunur á því og á öðru plasti. Tryggvi flutti inn tiltölulega lítið magn af vörunni enda vill hann að reynsla fáist á plastið áður en verulegt magn verður flutt inn. Nú þegar séu bændur farnir að kaupa plastið, en einungis fyrir nokkrar rúllur til að prófa með venjulegu plasti. Þannig vonast Tryggvi til að varan fái sem víðtækustu reynsluna. Tryggvi og Jón Þór, bróðir hans prófuðu plastið á nokkrar rúllur síðasta sumar. „Þetta er alveg eins og annað plast í notkun. Það fer í allar rúlluvélar og virkni plastsins er algjörlega sambærilegt öðru plasti sem framleitt er úr frumefnum. Þegar við prófuðum það á nokkrar rúllur í Hvítanesi gekk það gríðarlega vel, það t.d. slitnaði aldrei. Hver veit nema eftir nokkur ár munum við lifa í fullkomnum heimi þar sem bændur munu nota sama rúlluplastið ár eftir ár.“ /HF Tryggvi Marinósson stendur hér við heyrúllu í Hvítanesi sem pakkað var með 100% endurunnu plasti síðasta sumar. Mynd/ Skessuhorn/MM Mælingar á virkni plastsins sýna hvort munur verði á fóðurgæðum í því heyi sem pakkað er inn með hinu nýja endurunna plasti. Mynd/ TM Veiðar á hreindýratörfum hófust 15. júlí síðastliðinn en fram til 1. ágúst má ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm þannig að veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit. Umhverfisstofnun vekur athygli á því á heimasíðu sinni að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri. Veiðimenn á veiðisvæði níu, Hornafjörður, Mýrar og Suðursveit, eru hvattir til að veiða tarfa vestast á svæðinu. Það er gert í þeim tilgangi að fækka dýrum þar þannig að það dragi úr líkum á að dýrin fari vestur yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Það er einnig gert til að koma í veg fyrir gróðurskemmdir, ef dýrin verða of mörg á svæðinu. Samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun ættu tarfaveiðimenn að hafa fengið veiðileyfi sín send með pósti. Ef leyfin berast ekki verða veiðimenn að hafa samband við stofnunina sem fyrst. Í þeim tilgangi að draga úr pappírsnotkun er á leyfinu QR kóði sem vísar á bréf til veiðimanna sem að jafnaði hefur verið í umslaginu. Í bréfinu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir leyfishafa. Veiðileyfi á kýr verða send út um 20. júlí og ættu þá að hafa borist leyfishöfum fyrir upphaf veiðitíma á kúm sem hefst 1. ágúst. /VH Hreindýr: Tarfaveiðar hafnar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.