Bændablaðið - 21.07.2022, Síða 15

Bændablaðið - 21.07.2022, Síða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 „Í rafrænum gagnagrunnum fyrir vísindatímarit eru um eitt þúsund greinar um burnirót en þær eru næstum allar tengdar virkum efnum og meintum lækningamætti hennar. Aðeins örfáar rannsóknir hafa verið birtar um líffræði hennar eða vistfræði og við teljum að okkar rannsókn muni bæta við nýrri grunnþekkingu. Það er að finna burnirótarakrar í nokkrum löndum en við höfum ekki séð að þeir framleiðendur byggi á vísindalegum rannsóknum á virkum efnum. Einn mikilvægur þáttur í okkar verkefni er að veita væntanlegum íslenskum ræktendum traustan gæðastaðal þannig að hægt verði að markaðssetja íslensku burnirótina sem hágæðavöru.“ Að sögn Þóru Ellenar koma auk hennar að verkefninu Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði, Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna, og Maonian Xu, sérfræðingur hjá Heilbrigðisvísindastofnun. Aðrir þátttakendur eru María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson, sem reka Hulduland í Skagafirði, þar sem tilraunaræktun burnirótarinnar mun fara fram og Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiski- og fiskavistfræði við Háskóla Íslands, en hún er frumkvöðull í hagnýtingu náttúruefna. ______________________________________________________________________________________________________________________________________ Agrilight lýsing fyrir allan landbúnað. Okkar Þjónusta þitt rekstaröryggi. Sem söluaðilar Agrilight á Íslandi er okkar ánægja að gera verðtilboð í stóra sem smáa lýsingapakka. Reiknum út lýsingaþörf og gerum lampaplan kaupendum að kostnaðarlausu. Ýmsar vörur frá Keraf. Framlengingarkefli, vinnutöflur, Led ljóskastarar í ýmsum stærðum og gerðum, tenglar,klær,hulsur o.fl.. Vara sem er framleidd í Hollandi. Led ljós í ýmsum stærðum og Eigum til á lager Hi-bay gerðum frá NightSearcher drifin af lampa 200W, 90°, 4000k Li-lon rafhlöðum. Handljós, kastarar, 28.000lm. Getum einnig aðvörunarljós, höfðuðljós o.s.fr. útvegað Hi-bay lampa í mismunandi útfærslum. segir Þóra Ellen, „og að burnirót er komin á válista sums staðar, til dæmis í fimm Evrópulöndum og hefur Alþjóðanáttúruverndarráðið (IUCN) og undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna hvatt til ræktunar burnirótar til að stemma stigu við eyðingu villtra stofna.“ Garð- og lækningajurt Að sögn Þóru Ellenar er burnirót ræktuð í nokkrum löndum en ræktun enn í smáum stíl. „Margir þekkja hana úr görðum sem skrautjurt sem ber bæði fögur gul og rauð blóm. Burnirót er notuð gegn streitu og þróttleysi og til að auka einbeitingu og úthald. Klínískar rannsóknir virðast styðja við þessa verkun þótt hún sé ekki að fullu sönnuð og þörf sé á ítarlegri rannsóknum. Þá má nefna að burnirót hefur sýnt mótverkandi áhrif gegn veirum og öndunarfærasjúkdómum af þeirra völdum og rannsóknir hafa m.a. beinst að áhrifum hennar á æðasjúkdóma, krabbamein og sykursýki. Í þessu verkefni sem ég stjórna koma saman aðilar sem vilja finna bestu leið fyrir ræktun burnirótar á Íslandi með afurðum sem markaðssetja má sem sjálfbært framleidda hágæðavöru.“ Fjöldi lífvirkra efna í plöntunni Þóra Ellen segir að greind hafa verið rúmlega 140 lífvirk efni úr burnirót og verðmætustu þeirra séu virku efnin rosin, rosavin, rosarin og salidroside sem eru einkum í jarðstöngli plöntunnar og því er plantan öll fjarlægð fyrir uppskeru. „Sala burnirótarafurða í dag byggist að mestu leyti á villtum plöntum. Erlendis hefur skortur á gæðaeftirliti leitt til þess að hráefni og vörur sem seldar eru sem burnirót eru blönduð með öðrum auðfengnari plöntutegundum eða eru alfarið aðrar tegundir sem annaðhvort innihalda alls ekki hin verðmætu virku efni eða aðeins í lágum styrk. Það er því mikil þörf á að koma á fót sjálfbærri framleiðslu burnirótar sem er stöðluð með tilliti til virkra innihaldsefna og tryggja gæði. Tilgangurinn með verkefninu okkar er að skapa nýja þekkingu á því hvernig best megi nýta íslenska burnirótarstofninn til ræktunar og framleiðslu verðmæts hráefnis. Niðurstöður rannsóknanna mun skýra hvaða stofn íslenskrar burnirótar framleiðir mest af virkum innihaldsefnum og er hentugastur til ræktunar. Á sama tíma mun skapast þekking á hvaða ræktunarskilyrði eru best og ólíkar leiðir til að fjölga og viðhalda plöntum í ræktun.“ Þverfagleg rannsókn „Við ætlum að bera saman þrjá ólíka stofna: láglendisstofn í klettum á Suðurlandi, hálendisstofn sem vex í um 600 metra hæð á miðhálendinu og fjallastofn á Vestfjörðum. Þar munum við meðal annars rannsaka erfðafjölbreytni og skyldleika þessara stofna, vist- fræðilega þætti, stærðardreifingu, blómgunartíðni og hvernig lífmassi deilist milli ofanjarðar- og neðanjarðarhluta. Helstu virku efnin verða greind í jarðstönglinum og styrkur þeirra mældur. Plöntur úr öllum þremur stofnum verða svo fluttar norður í Skagafjörð og ræktaðar þar í tilraunareitum í tvö sumur. Þar verður fylgst með vaxtarhraða, fræframleiðslu og frægæðum. Við munum líka greina kosti og ókosti þess að fjölga plöntum með því að búta jarðstöngulinn niður og rækta plöntur upp af fræi. Í lok tilraunarinnar verða virku efnin svo mæld aftur. Ein af afurðum verkefnisins verður leiðarvísir um ræktun burnirótar á Íslandi.“ Þóra Ellen telur að verkefnið hafi margháttað mikilvægi. Burnirótarbreiða við Arnarfellsmúla.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.