Bændablaðið - 21.07.2022, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022
nýta kornið hefur meðal annars verið
varpað fram þeirri hugmynd að brenna
það í kolbrennslum til orkuframleiðslu
en gallinn við hana er að okkur skortir
verkþekkingu til að framkvæma
hugmyndina. Önnur hugmynd felst
í því að framleiða lífrænt etanól úr
korninu en til að slíkt sé hægt verður
að fjárfesta í dýrum tæknibúnaði sem
ekki er til í landinu og slíkt er ekki
vænlegt á óvissutímum.“
Aðspurður segir Mykhailov að
þrátt fyrir að Evrópusambandið sé
viljugt til að liðka til fyrir flutningi
kornsins yfir landamærin gangi það
hægt. „Mikil skriffinnska fylgir því
og óþarfa seinagangur að okkar mati.“
Jarðsprengjur á kornökrum
Mykhailov segir að Rússar hafi víða
komið fyrir jarðsprengjum á korn-
og sólblómaökrum. Bændur eru því
hræddir við að vinna og uppskera
á ökrunum og hætt hafi verið að
uppskera á svæðum þar sem vitað
er um jarðsprengjur.
Lán á gjalddaga
Skuldastað bænda í Úkraínu er víða
slæm og margir með lán sem eru
fallin. „Fjöldi bænda tók lán í vor til
að standa undir kostnaði við kaup á
áburði og sáðvöru og núna er komið
að skuldadögum án þess að nokkuð
hafi fengist fyrir kornið. Þar sem
ekki er fyrirsjáanlegt að það seljist í
nánustu framtíð er hætta á að margir
þeirra verði gjaldþrota og tapi jafnvel
jörðunum sínum.
Yfirvöld vinna í samvinnu við
bankana að því að leysa greiðsluvanda
bænda með því að framlengja lánin
en þar sem langflestir bankarnir eru
í einkaeigu eru þeir margir hverjir í
fjárhagslegum vandræðum sjálfir. Ég
tel að eins og er verði hægt að koma
flestum bændunum til hjálpar en ef
óvissan í landinu heldur áfram gæti
allt farið á versta veg fyrir þá.“
Mykhailov segir að bændur í
landinu séu ekki þeir einu sem séu
í fjárhagsvandræðum því slíkt eigi
við flesta íbúa landsins og ekki síst
ríkið sjálft. „Þjóðin öll er kominn í
skuld og vonlaust fyrir ríkið að standa
í skilum með erlend lán á meðan lítið
sem ekkert er flutt út vegna hafta og
tekjur engar. Að óbreyttu blasir ekkert
annað við en gjaldþrot þjóðarinnar,
sem hæglega gæti leitt til þess að
landið leystist upp í mörg smáríki.
Slíkt myndi auðvelda Rússum að
leggja það undir sig, leiða til blóðbaðs
og í kjölfarið gríðarlegrar bylgju
flóttamanna til Evrópu.“
Mjólk og kjöt til innanlandsneyslu
Um tvö milljón tonn af mjólk eru
framleidd árlega í Úkraínu. Mest
af mjólkinni er framleitt á smærri
býlum og gæði hennar lítil, að sögn
Mykhailov.
„Einungis um 30% mjólkur
sem framleidd er í Úkraínu stenst
gæðastaðla Evrópusambandsins og
mjólkin því ekki flutt út og einungis
neytt innanlands að undanskildu lítils
háttar af smjöri og osti.“
Neysla á svínakjöti er mikil í
landinu og alifuglakjöt fylgir þar
fast á eftir og er framleiðslan nokkurn
veginn á pari við innanlandsneyslu.
Fjöldi afurðastöðva eru á svæðum
sem Rússar hafa hernumið og þeim
lokað og bændur því víða gripið til
heimaslátrunar.
„Þrátt fyrir að mjólk, kjöt og egg
í landinu séu ekki útflutningsvara er
ekki þar með sagt að bændur sem
leggja stund á slíka framleiðslu séu
ekki komnir í vandræði. Aðgangur
að aðföngum hefur dregist saman og
verð á fóðri hefur margfaldast á sama
tíma og eftirspurn eftir matvælum
hefur minnkað.“
Margar ástæður fyrir innrásinni
Mykhailov segir nokkrar megin-
ástæður fyrir því að Rússar, með
Pútín í fararbroddi, hafi ráðist inn í
Úkraínu. „Árið 2014 hernámu Rússar
Krímskaga í þeim tilgangi að koma
sér upp höfn fyrir herskipaflota
sinn við Svartahafið. Vegna skorts
á vatni er Krímskagi óhentugur til
landbúnaðar og treystir á vatn sem
rennur í síki frá Úkraínu. Eftir að
Rússar hernámu skagann lokuðu
Úkraínumenn fyrir vatnsflæðið og
Rússar vilja ná yfirráðum yfir síkinu.
Iðnaður og hergagnaframleiðsla
í Úkraínu er, eða var að minnsta
kosti fyrir innrásina, mjög þróuð og
í landinu voru framleiddar flugvélar,
eldflaugar og skriðdrekar og Rússar
vilja komast yfir þá framleiðslu líka.
Í Úkraínu er einnig að finna
olíulindir sem Rússar ásælast og hafa
hernumið þrátt fyrir að framleiðslan
nægi ekki nema fyrir um helmingi
innanlandsnotkunar Úkraínumanna
og þurfa þeir að flytja inn mikið af
olíu árlega.“
Sögulegar forsendur
innrásarinnar
Innrásin á sér einnig sögulegar
forsendur sem byggja á því að
höfuðborgin Kyiv er yfir eitt þúsund
og fimm ára gömul og gekk undir
heitinu Kievan Rus og svæðið
umhverfis hana er hið upprunalega
Rússland [Garðaríki]. Heitið
Rússland kom ekki fram fyrr en á
að átjándu öld og yfirvöld í Moskvu
líta því svo á að Rússland án Kyiv sé
ófullkomið land, að sögn Mykhailov
„Úkraína er lýðræðisríki með sín
eigin vandamál en þar eru haldnar
kosningar reglulega og í landinu er
borin virðing fyrir frelsi fjölmiðla.
Rússland er aftur á móti einræðisríki
og Úkraína því þyrnir í augum
yfirvalda þar. Eins og staðan er í dag
kjósa yfirvöld í Rússlandi að sitja
sokkin upp að augum í skítahaugi og
reyna eftir megni að draga alla sem
þau geta inn í hauginn til sín.“
Þakklát fyrir alla aðstoð
Að lokum segist Mykhailov vilja
koma á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem hafi stutt þjóð sína í
framhaldi af innrásinni hvernig sem
sá stuðningur hefur verið.
„Ég vil að heimurinn viti að við
erum mjög þakklát fyrir hjálpina.“
Sólblóm er þjóðarblóm Úkraínu
og landið er stærsti framleiðandi
sólblómaolíu í heiminum.
Mynd /Wikipedia
Samkvæmt tölum matvæla- og landbúnaðarráðuneytis Úkraínu var heildarkornuppskera landsins á árinu 2021 83,8
milljón tonn. Mynd /kyivindependent.com
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
Sprengjuárás Rússa með langdrægum eldflaugum á kúabú sem drap 110
mjólkurkýr. Mynd /dairyglobal.net.
Þrátt fyrir að mjólkur-, kjöt- og eggjaframleiðsla sé ekki útflutningsvara eru
bændur sem leggja stund á slíkt komnir í vandræði. Mynd /Anastasia Vlasova
Úkraína hefur verið nefnd brauðkarfa Evrópu. Mynd / Bændablaðið.