Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 HUSQVARNA GÓLFSLÍPIVÉLAR, RYKSUGUR, VATNSSUGUR OG SLÍPIVERKFÆRI Tangarhöfða 1 110 Reykjavík S: 551 5464 wendel.is A.WENDEL ER UMBOÐSAÐILI HUSQVARNA Á ÍSLANDI fyrir slípivélar, ryksugur, vatnssugur og slípiverkfæri Hann telur að sexföldun tolllausra innflutningsheimilda á nautakjöti sem gefið var eftir til að liðka fyrir útflutningi á lambakjöti og skyri hafi verið nýtt til að þrýsta niður verði til nautakjötsframleiðenda. Samræmist það staðhæfingu í nýlegri skýrslu spretthóps matvælaráðherra um að frá árinu 2018 hafi afurðaverð til bænda lækkað um 10% á meðan almennt verðlag hafi hækkað um rúm 18%. „Þörfin til að finna eitthvað nýtt virðist oft yfirsterkari því að halda í það sem er að virka. Þarna var lagður steinn í götu atvinnugreinar sem var að virka. Nú þarf að finna leiðir til að endurheimta það ástand.“ Fyrirsjáanlegt sé að slíkt muni taka tíma en bregðast þurfi strax við. „Bændur hafa brugðist við með hagræðingu á sínum búum en greinilega má sjá á launalið í bókhaldi bænda að lengra verður vart gengið í hagræðingu hjá þeim sjálfum. Takmarkað rými tel ég vera til verðhækkana til neytenda enda hafa þessi utanaðkomandi áföll sem á okkur hafa dunið síðustu rúmu tvö ár komið hart niður á flestum heimilum. Ef vilji er til þess að halda þessari framleiðslu og þeim störfum sem henni tengjast beint og óbeint í landinu, þá þarf að verða hér mikil breyting sem hefst strax og lýkur ekki síðar en í endurskoðun búvörusamninga á næsta ári, 2023,“ segir Jón Örn. Lætur til sín taka í félagsmálum Samhliða búrekstrinum hefur Jón Örn látið til sín taka í félagsmálum bænda. Vorið 2021 var hann skipaður sem fulltrúi Landsambands kúabænda í stjórn NautÍs, sem á og rekur einangrunarstöð fyrir nautgripi að Stóra-Ármóti. Á síðasta Búnaðarþingi var hann kosinn í stjórn Bændasamtaka Íslands. „Ég hef mikla ánægju af því að beita mér fyrir hönd bænda. Góður andi ríkir í nýrri stjórn Bændasamtakanna. Við komum úr ólíkum búgreinum en brennum fyrir landbúnað í heild, við eigum hreinskiptin samskipti, horfum til framtíðar og erum fólk framkvæmda.“ Jón Örn telur það mikið gæfuspor að allar búgreinar hafi kosið að sameinast undir merkjum Bændasamtaka Íslands – sameinuð rödd bænda sé sterkari. „Landbúnaður er ein mikilvægasta stoð hvers samfélags. Þeir tímar sem við lifum sýnir okkur að það er ekki jafn sjálfsagt og við vorum farin að venjast að ganga að öllu því sem hugurinn girnist þegar okkur hentar,“ segir Jón Örn Hann hefur mikla reynslu í gagnavinnslu og gagnagrunnum úr fyrri störfum sínum sem tölvunarfræðingur. Hann sér mikil tækifæri felast í að greina þau gögn sem bændur hafi safnað í gegnum árin með skýrsluskilum svo þau nýtist í búrekstri. „Góð gögn skila meiri skilvirkni og hagkvæmni við framleiðsluna og eru sterkt vopn í hagsmunabaráttu bænda.“ Lausnir með loftslagsvænum landbúnaði Þegar talinu víkur að loftslagsmálum segist hann takast jákvæður á við þau verkefni sem þeim tengjast. Hann hafi fundið samhljóm með aðilum sem standa að verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður hjá RML, þar sem hans bú er meðal þátttekanda. „Verkefnin snúa að bættri bústjórn í öllum skilningi og þessi umræða, sem og þær áskoranir sem við tökumst á við í dag með aðföng, ýtir okkur upp úr hjólförum vanans og til að hugsa alla þætti rekstrarins. Það kemur manni á óvart hvað það má oft finna lausnir sem bæði eru jákvæðar fyrir reksturinn og umhverfið,“ segir Jón Örn og nefnir áhuga sinn á að tekin verði upp tækni sem kyngreinir nautasæði hérlendis sem dæmi um slíkt verkefni sem verið er að skoða. Á Nýjabæ eru verkefni eins og bætt beitarstjórnun, stytting á tíma opinna flaga, skjólbeltarækt, uppgræðsla og meiri meðvitund um eldsneytisnotkun meðal verkefna. Jón Örn segist vera kominn í stjórn Bændasamtakanna til að vinna að hagsmunum landbúnaðarins alls. „Auðvitað er dýpsta þekking mín í þeirri búgrein sem ég stunda en ég hitti formenn búgreinadeilda á vikulegum fundum og hef kynnt mér niðurstöður búgreinaþinga allra deilda. Einnig er ég spenntur að hitta bændur og heyra hvað á þeim brennur á fundum á hringferð stjórnar og starfsfólks BÍ 22.–26. ágúst næstkomandi.“ Edda er Hólaskólagengin, enda mikil áhugamanneskja um hestamennsku, sem er því skemmtileg hliðarbúgrein fjölskyldunnar. Myndir / Aðsend Börn þeirra Jóns Arnar og Eddu una sér vel í sveitinni. Haukur Ingi (11 ára), Dóra María (8 ára) og Arnar Bjarni (6 ára) sækja skóla á Hvolsvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.