Bændablaðið - 21.07.2022, Side 30

Bændablaðið - 21.07.2022, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Verslunin Brynja hefur verið rekin í rúm hundrað ár, alla tíð á Laugaveginum. Fyrst um sinn á Laugavegi 24, en á Laugavegi 29 síðan árið 1929, er eigandi festi kaup á því húsnæði. Í dagblaðinu Fálkinn í júnímánuði árið 1930 kemur fram heilsíðugrein þar sem verslunin er kynnt og hefst hún á þessa leið. „Í nóvembermánuði árið 1919 stofnaði Guðmundur Jónsson trjesmiður ofurlitla verslun i bakhúsi við Laugaveg 24. Var sölubúðin ekki stærri en svo, að skrefa mátti milli veggja – hún var 1 meter á breidd og 3 m á lengd. Líkast til hefir ekki verið stofnuð verslun, sem byrjað hefir öllu smærra, og er þetta nú orðin ein stærsta og vandaðasta verslun bæjarins og án efa stærst í sjergrein sinni: Verslun með byggingarefni og verkfæri.“ Í dag stendur vaktina hann Brynjólfur Halldór Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju, þar sem hann hefur verið við störf í um sextíu ár. Verslunin komst í eigu Björns, föður Brynjólfs, árið 1953 þegar bæjarlífið var litað af litlum verkstæðum og búðum og hóf Brynjólfur störf sín snemma á sjöunda áratugnum. Á vefnum timarit.is má sjá að Björn hafði undir höndum umsvifamikinn innflutning á verkfærum, bygginga- vörum, glervörum auk annars og jafnan með einkaumboð fyrir þekkta framleiðendur þess varnings. Skorið gler og speglar fengust jafnframt afgreitt en í kringum árið 1940 var þar speglagerð og glerslípun í boði. Nú hefur verslunin verið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að hún er til sölu. Það er skrýtið til þess að hugsa, að þarna þar sem hjarta bæjarins slær, séu breytingar í vændum. Framkvæmdastjórinn Brynjólfur telur þó að þar sem allt sé breytingum háð geti hann væntanlega fundið sér ýmislegt til dundurs þegar gengið hefur verið frá sölu. „Jú, þetta eru blendnar tilfinningar að fara að brjóta upp dagsrútínuna enda hefur mér aldrei leiðst í vinnunni,“ segir Brynjólfur í stuttu spjalli við blaðamann. „Ástæðan fyrir því að þetta er nú á sölu er sú að ég er kominn á aldur. Dætur mínar þrjár hafa önnur hugðarefni í lífinu og sjálfsagt og vonandi að verslunin komist í hendur aðila sem hafi sömu hugsjón og hefur fylgt henni síðastliðna öld. Þetta hefur gengið vel. Einnig er ég við góða heilsu þannig að nú er um að gera að nýta þau ár sem eru eftir í eitthvað hressilegt,“ segir hann léttur í máli. Litróf mannlífsins ávallt skemmtilegt „Í daglegu amstri verslunar hef ég annars helst haft gaman af samskiptunum við fólk, hvaðanæva af landinu. Sumir stoppa og spjalla lengur en aðrir og svo hefur síðastliðin ár verið aukinn fjöldi af útlendingum. Þeir eru hrifnir af úrvalinu, sérstaklega Ameríkanar sem sjá hér gæðamerki sem þeir geta ekki nálgast annars staðar nema á netinu – enda meira um stórar verslanir þar í landi þar sem áherslan er ekki lögð á persónuleg sértæk viðskipti. Bretar stoppa hérna líka mikið við enda afar hrifnir af litlum smávöruverslunum þar sem úrvalið er margbreytilegt. Við eigum mikið af ýmiss konar smávöru sem lítið er um að sjáist í öðrum verslunum og fólk til dæmis, sem er að gera upp gömul hús, hluti, húsgögn eða annað, veit að hjá okkur leynist ýmislegt. Við losum okkur ekkert endilega við það sem er á lager þó sumt seljist hægar en annað,“ segir Brynjólfur. Innflutningur, umboð og upphaf verslunarinnar „Ömmubróðir minn, Guðmundur Jónsson, hóf reksturinn þarna fyrir um hundrað árum. Hann hafði lært smíðar hjá trésmiðjunni Völundi en lenti í slysi og gat því ekki unnið. Fór í kjölfarið til Noregs þar sem hann tók ákvörðun um að fá umboð og flytja til Íslands margs konar verkfæri, enda mikill áhugamaður um slíkt. Það var ekkert flutt inn til landsins á þessum tíma þarna rétt fyrir 1920. Þó nokkuð var þarna um fyrirtæki sem voru með verkfæri, en einnig fór hann til Svíþjóðar og Þýskalands og fékk umboð frá heilmörgum fyrirtækjum til að flytja inn vörur og verkfæri undir ýmsum merkjum til Íslands. Þannig byrjaði þetta hjá honum,“ heldur Brynjólfur áfram. – Þess má geta að í blaðinu Fálkanum, árið 1930, kemur fram að í Versluninni Brynju finnist: „Trjesmíðaheflar frá G. Ott í UIm, Þýskalandi og „sagir frá Sandviken í Svíþjóð sem að verslunin hefir umboð fyrir“. „Árið 1917 setur Guðmundur upp húsgagnaverkstæði á Laugavegi 24 og var verslunin Brynja stofnsett árið 1919. Pabbi, Björn Guðmundsson, var þá nýfluttur frá Húnavatnssýslunni með foreldrum sínum, þau bjuggu á Grettisgötu – en lítið var um annað en íhlaupavinnu fyrir fólk á þessum tíma. Hann fór því að vinna hjá frænda sínum við það sem til féll auk þess að hann sá um bókhaldið. Svo seinna varð hann kaupmaður og eigandi hérna. LÍF&STARF Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent samsett á byggingarstað eða ósamsett í einingum – Við allra hæfi – „ Kannaðu málið á akur.is og pantaðu frían húsabækling Margar stærðir og gerðir frá 93 - 227m2 Verslunina Brynju þekkja landsmenn vel: Elsta starfandi járnvöruverslun Íslands – Brynjólfur H. Björnsson framkvæmdastjóri tekinn tali Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Í Vestfirskum sögnum árið 1934 – vísa til heiðurs verslunarinnar Brynju. „Brynja er að brjóta sér, braut til vegs og frama. Þar að kaupa ávalt er öllum gæfan sama.“ Brynjólfur stendur hér reffilegur við búðarborðið, tilbúinn að aðstoða alla þá er leita til hans. Myndir / SP Brynjólfur slípaði speglana sem afi hans útbjó fyrir Grillið, einum glæsilegasta veitingastað landsins, staðsettum á áttundu og efstu hæð Hótel Sögu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.