Bændablaðið - 21.07.2022, Side 33

Bændablaðið - 21.07.2022, Side 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Kæru björgunaraðilar um allt land! Af eigin reynslu af björgunarstörfum og skorti á úrræðum með léttan búnað í leitum á hálendi. Þróaði ég samanbrjótanlegar sjúkrabörur til að bera á baki í leitum og flýta fyrir björgun slasaðra á fjöllum. Markmiðið var að gera björgunarstörf léttari fyrir okkur og auka öryggi slasaðra á fjöllum, með því draga úr hættunni á vindkælingu með meira skjóli. Eiginleikar: Aðeins 4,9kg, 30cm hlífðarkantar, áföst hitahlíf til fóta, mjúk lega, einangrandi stífur botn og mjúk handföng. Í heimsókn til Landhelgisgæslunnar, kom í ljós; að sjúkrabörurnar passa í þyrlukörfur, sjúkrabílakerrur og beint á gólf lítilla flugvéla án þess að flugsæti þurfi að fjarlægja. *Fyrsta verðlaun á Ítalíu 2018, fyrir besta hugvitið! „Hallas Rescue Stretchers“ hafa verið til sölu hérlendis seinustu fimm ár. Keyptar af björgunarsveitum um allt land, ferðafélögum í fjallaskála, ýmsum leiðsögufélögum, skíðaskálum o.fl. Nú er Hallas ehf. að stofna fyrirtæki erlendis fyrir alheimsmarkað og mun hætta sölu hérlendis í lok þessa árs. Enn eru til nokkrar sjúkrabörur á lager. www.hallas.is Takk fyrir mig frábæra fólk, sem lætur líf og öryggi ferðamanna skipta máli. Halla Eysteins Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Garðyrkjuskólinn á Reykjum: Nýnemar hittust í Grasagarðinum Nýnemar við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi hittust fyrir skömmu á Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. Myndir / Garðyrkjuskólinn á Reykjum Þann 28. júní síðastliðinn gafst nýnemum og kennurum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi kostur á að hittast í fyrsta sinn í Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. Samtals eru skráðir í nám rúmlega 140 nemendur á hinum ýmsu stöðum námsframvindunnar. Bóknámið við skólann tekur tvö ár í staðarnámi en fjögur ár í fjarnámi og við bætist 60 vikna verknámstími til fullnaðarútskriftar sem fullnuma garðyrkjufræðingur. Færst hefur í vöxt að nemendur kjósi að stunda fjarnám við skólann og nú er meirihluti nemenda fjarnemar. Námið kynnt Brautastjórar kynntu sex ólíkar námsbrautir sem kenndar eru en þær eru: Skrúðgarðyrkju-, Blómaskreytinga- og Ylræktarbraut, Braut um lífræna ræktun grænmetis, Garð- og skógarplöntubraut og Skógur og náttúra. Allir kennarar við skólann hafa áratuga reynslu í sérfögum garðyrkjunnar og hafa stundað kennslu árum saman við skólann. Deildarfulltrúi sagði frá sínum störfum, einkum þeim sem lúta að samskiptum við nemendur og starfsfólk. Auk þess sem Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins í Reykjavík, kynnti fjölbreytta starfsemi garðsins. Nám í garðyrkju til FSu Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands, gerði grein fyrir nýrri stöðu garðyrkjunámsins. Sú grundvallarbreyting hefur orðið að Garðyrkjuskólinn er ekki lengur hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands frá og með komandi skólaári, en heyrir alfarið undir Fsu. Kennslan mun áfram vera á Reykjum og farið verður rólega í breytingar. Vonir standa til að húsakostur skólans verði endurnýjaður á næstu árum, sérstaklega með þarfir verklegrar kennslu í huga. Þá er sú nýbreytni í vinnslu að nemendur munu geta í framtíðinni lokið námi við skólann með stúdentspróf frá FSu, auk garðyrkjuréttinda. Guðríður Helgadóttir starfs- menntanámsstjóri tók nýnema í verklegar æfingar í Grasagarðinum. Nemendur skulu skila safni þurrkaðra íslenskra plantna í áfanga um Íslensku flóruna en til þess þurfa þeir að kynnast réttum vinnubrögðum. Einnig var skoðaður sýnisgarður matjurta sem þar er að finna. / Ingólfur Guðnason Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4 603 Akureyri S N V 588 2544 streymi@streymi.is www.streymi.is Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla­ meistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, gerði grein fyrir nýrri stöðu garð­ yrkjunámsins.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.