Bændablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022
Eldisleyfin:
Eign eða leiga?
Í grein blaðamanns Bændablaðsins
frá 4. nóvember 2021 er fjallað um
fjárfestingar útlendinga í fiskeldi
og sjávarútvegi.
Þar er vitnað í greinar sem
undirritaður hefur skrifað og rætt
m.a. við Jens Garðar Helgason,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
Laxa fiskeldis ehf. og núverandi
aðstoðarforstjóra Fiskeldis
Austfjarða ehf. Ástæða er til að
svara sumu sem þar kemur fram
eða útskýra betur.
,,Íslenskir fjárfestar
höfðu ekki áhuga“
Fram kemur í máli Jens Garðars:
,,Þá má ekki gleyma því að við
stofnun þeirra fiskeldisfyrirtækja
sem eru í rekstri í dag var þráfaldlega
reynt að fá íslenskt fjármagn inn í
atvinnugreinina en þegar það gekk
ekki og menn höfðu ekki áhuga var
leitað til Noregs…“
Í þessu samhengi er vert að
hafa í huga að verið var að bjóða
fjárfestum mismunandi valkosti allt
eftir tímasetningu tilboðanna:
a) Fjárfesta í rekstri: Fyrir
stefnumótun starfshóps sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra í fiskeldi
sem gefin var út 2017 var verið að
bjóða að fjárfesta í rekstrinum.
b) Fjárfesta í eldisleyfum:
Eftir stefnumótunina og ekki
minnst eftir að lög um fiskeldi
voru samþykkt á árinu 2019 var
aðallega verið að bjóða að fjárfesta
í eldisleyfum.
Það var á árinu 2016 og jafnvel fyrr
að íslenski leppar erlendra fjárfesta
byrja að skoða þann möguleika
að gera eldisleyfin að verðmætum
með að skrá laxeldisfyrirtækin á
erlendan hlutabréfamarkað. Fram
til 2016/2017 var því verið að bjóða
íslenskum fjárfestum að fjárfesta í
rekstri laxeldisfyrirtækja.
Jarðvegurinn undirbúinn
Til að tryggja farveginn inn á
erlendan hlutabréfamarkað og
gera mögulegt að fá hækkun í
hafi á verðmætum eldisleyfa
komu stjórnarformenn Arnarlax
og Fiskeldis Austfjarða sér í
opinberan starfshóp sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra í
stefnumótun í fiskeldi í desember
2016. Höfundur hefur skoðað
fundargerðir stefnumótunarhópsins
og í fundargerð frá 27. janúar 2017
er byrjað að ræða um verðmæti
fyrirtækjanna. Í fundargerð frá
10. febrúar 2017 var umræða um
fjármögnun og þar kom m.a. fram
að stefnt væri á markað: ,,KÓ greindi
frá að tímarammi á skráningu
Arnarlax væri sumarið 2018“,
en skammstöfunin stendur fyrir
Kjartan Ólafsson, stjórnarformann
fyrirtækisins. Jafnframt var velt
fyrir sér verðmæti fyrirtækisins
og fram kemur í fundargerð að
,,KÓ svaraði að markaðurinn mæti
það hugsanlega á tugi milljarða“.
Vermæti eldisleyfa Arnarlax í lok
ársins 2021 voru um 40 milljarðar
króna. Ekkert finnst síðan um málið
fyrr en í fundargerð frá 14. júlí
2017 þegar fram kemur: ,,Ákveðið
að nefndarmenn fái sendar glærur
og áhættumatsskýrslu eftir kl. 14
þegar hlutabréfamarkaður í Noregi
hefur lokað.“
Stefnumótunin opnaði leiðina
Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra um
stefnumótun í fiskeldi, sem gefin
var út þann 21. ágúst 2017, var
leiðin vörðuð inn á erlendan
hlutabréfamarkað. Það sem er
athyglisvert við stefnumótunina
er það sem ekki var lagt til,
þ.e.a.s. enga takmörkun á erlent
eignarhald eða stærð fyrirtækja
sem opnaði leiðina á erlendan
hlutabréfamarkað.
Leiðin var síðan fest í sessi
með útgáfu laga um fiskeldi á
árinu 2019. Í meginatriðum voru
það norskir aðilar sem voru að
fjárfesta í laxeldisfyrirtækjunum á
árunum 2016/2017 þar til félögin
fóru á erlenda hlutabréfamarkaðinn.
Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða fóru
inn á erlendan hlutabréfamarkað á
árinu 2020 og Arctic Fish á árinu
2021.
Norðmenn skildu verðmæti
eldisleyfanna og gerðu sér
grein fyrir að hægt væri að ná
miklum ávinningi með að koma
laxeldisfyrirtækjunum á erlendan
markað. Á þessum tímapunkti var
ekki þörf á íslenskum fjárfestum
nema til að bæta ímyndina út á við,
s.s. fá lífeyrissjóðina að borðinu
rétt áður en félögin fóru á erlendan
hlutabréfamarkað.
Kaup á leyfum
Í máli Jens Garðars kemur jafnframt
fram: „Þetta er alveg tvennt ólíkt.
Sjávarútvegurinn er að nýta
takmarkaða auðlind en fiskeldið
ekki, nema að því leyti að við nýtum
svæði sem einhver annar nýtir ekki
á meðan. Við mætum með okkar
eldisdýr á staðinn og getum farið
með þau aftur. Leyfin okkar eru til
leigu til 16 ára.“
Í samanburði má benda á að á
Íslandi er kvótinn eign og í Noregi
eru eldisleyfin eign. Eldisleyfin
í Noregi eru varanlega eign en á
Íslandi er um að ræða úthlutun
eldisleyfa. Í Noregi eru leyfin keypt
fyrir háar fjárhæðir en á Íslandi fást
þau því sem næst ókeypis (tafla 1).
Valdimar Ingi Gunnarsson.
LESENDARÝNI
Tveir bæir hafa bæst á lista yfir
sauðfjárbú þar sem arfgerðin T137
finnst, það eru Reykir í Hjaltadal
og Möðruvellir í Hörgárdal. Líkur
á því að finna verndandi arfgerðir
í gegnum átaksverkefnið fara
minnkandi en senn verður búið að
greina öll sýni sem bárust RML.
Niðurstöður eru nú aðgengilegar
í skýrsluhaldsforritinu Fjárvís.is.
Enn er staðan þannig að ARR
arfgerðin hefur ekki fundist nema
á Þernunesi við Reyðarfjörð. Hins
vegar finnst arfgerðin T137 á
nokkrum bæjum en bundnar eru
vonir við að sú arfgerð veiti einnig
fullkomna vernd. Tvö bú hafa nú
bæst í hóp „T137 búanna“.
Á Reykjum í Hjaltadal í
Skagafirði greindust nýverið fjórir
gripir með T137, allir arfblendnir.
Sýni höfðu verið tekin úr öllum
veturgömlu ánum ásamt hrútastofni
búsins.
Kindurnar sem báru þessa
fágætu arfgerð, þrjár ær og einn
hrútur, reyndust hálfsystkini. Faðir
þeirra hét Birkir 15-402 en hann
var kaupahrútur frá Þúfnavöllum
í Hörgárdal. Því eru allar líkur á
því að arfgerðin hafi borist í Reyki
frá Þúfnavöllum með hrútnum.
Birkir, sem nú er fallinn, reyndist
afbragðs lambafaðir og er lofandi
sem ærfaðir og hefur hann því verið
hinn mesti kostagripur. Hann var
sonur Bekra 12-911 frá Hesti og
móðurfaðir hans var Fálki 06-834
frá Borgarfelli. Í beinan kvenlegg má
rekja ættir Birkis innan Þúfnavalla
13 ættliði aftur eða allt aftur í ána
Gæfu 50-608. Hún kom í Þúfnavelli
þegar fjárstofninn var endurnýjaður
í kjölfar mæðuveikiniðurskurðarins.
Þúfnavellir voru ekki með í
sýnatökuverkefninu í vetur og því
er óljóst hversu útbreidd arfgerðin
er þar í stofninum. Á Reykjum
ætti að vera til nokkur hópur sem
ber arfgerðina en búast má við
að helmingur lambanna undan
Birkissyninum veturgamla séu
með T137 og þá eru til eldri dætur
Birkis sem ekki hafa verið greindar
né afkomendur þeirra. Á Reykjum
búa þau Ástvaldur Jóhannesson og
Stefanía Guðjónsdóttir.
Á Möðruvöllum 2 í Hörgárdal
í Eyjafirði hefur T137 arfgerðin
einnig fundist en þar stunda þau
sauðfjárrækt Þórður Sigurjónsson,
Birgitta Lúðvíksdóttir, Sigmundur
Sigurjónsson og Helga
Steingrímsdóttir. Úr hjörðinni voru
tekin 20 sýni og í einni kind, Valíu
21-009, fannst arfgerðin. Valía er
undan heimahrút, Grilli 20-604.
Grillir er undan Glám 16-825
frá Svartárkoti en ættir Valíu má
síðan rekja til nokkurra bæja í
Hörgárdal. Móðurmóðir hennar er
frá Garðshorni á Þelamörk.
Í heildina eru nú búin orðin 8 þar
sem T137 hefur fundist og tilheyra
þau öll Tröllaskagahólfi utan tveggja
bæja. Virðist aðalvígi þessarar
arfgerðar príonpróteinsins vera að
finna í vestanverðum Eyjafirði,
Hörgárdal og Árskógsströnd.
Allar niðurstöður
aðgengilegar í Fjárvís.is
Nú er búið að greina rúmlega 19
þúsund sýni í gegnum átaksverkefnið.
Það sem enn er ógreint kemur í
tveimur „niðurstöðupökkum“,
rúmlega 2 þúsund sýni í hvorum
þeirra. Annar pakkinn (sem er níundi
niðurstöðupakkinn í verkefninu)
er nánast tilbúinn og voru
Möðruvallasýnin m.a. þar. Síðasti
pakkinn á síðan að vera tilbúinn fyrir
mánaðamót og verður verkefninu að
mestu lokið þá. Hugsanlega koma
niðurstöður fyrir restina af þeim
sýnum sem þarf að endurgreina
ekki fyrr en í ágústbyrjun. Í þessum
síðasta pakka eru nánast eingöngu
sýni sem send voru til greiningar
eftir 20. maí.
Í upphafi átaksverkefnisins voru
niðurstöður sendar í tölvupósti
til bænda. Eftir að Fjárvís.is var
betrumbættur og hægt að keyra
þar inn gögnin, þá voru þessar
tölvupóstsendingar aflagðar. Nú
er búið að keyra inn í Fjárvís
niðurstöður fyrir allar kindur sem
búið er að greina og hægt var að
lesa inn fyrirhafnarlaust. Hægt er að
skoða þetta með því að kalla fram
gripina í gripaleit.
Ein auðkenning sýnir að úr
gripunum hefur verið tekið DNA sýni
og ef niðurstöður eru fyrirliggjandi
eru gripirnir merktir með flöggum
í mismunandi litum. Ef vantar
niðurstöður á hluta gripanna getur
það verið vegna þess að endurgreina
hefur þurft sýnin eða ekki mögulegt
að greina það.
Í haust verður svo áfram boðið upp
á arfgerðargreiningar á vegum RML
þar sem lagt er upp með að greina
áfram þau 6 sæti á príongeninu sem
horft hefur verið til í þessu verkefni.
Fyrirkomulag arfgerðargreininga
í haust verður kynnt þegar nær
dregur, en markmiðið verður m.a.
að geta komið upplýsingum hratt
til skila (mun hraðar en í þessu
átaksverkefni) svo nýta megi
niðurstöður við ásetningsvalið.
SpíraMóbotna Karólína
TryggðTrú Tignarleg TrygglindTombóla Tara
Hrísey
Skrugga Björt
Grímsey Dúkka
GusaGrótta
17-838
L S S S
15-65816-02616-045
16-04914-582
S S
NösMona Vikký
Dropa
Grása
E E E
SkvísaElsa Mía
Rjúpa
Austri
Gimsteinn
Njálu-Brenna Katrín
Hall-
gerður
Njálu-Saga
Svandís Friðsemd
MóðaSæný
Hvatning
Súpersvört Elsa
JöklaStúdína
Sv Sv Sv Sv Sv Sv SH
SHSHSHSHSHSHSH
... og þessar kindur sem náðist
ekki mynd af áður en þær fóru á
all – allar hyrndar:
19-175 (hvít)
20-207 (hvít)
21-266 (grá ekkótt)
21-243 (hvít)
21-027 (hvít)
21-030 (hvít)
21-040 (hvít)
21-404, hrútur (hvítur)
S
StSt St
T137 og ARR – allir
fullorðnu gripirnir
Sv = Sveinsstaðir
SH = Stóru-Hámundarstaðir
St = Straumur
L = Litli-Árskógur
S = Syðri-Hagi
E = Engihlíð
R = Reykir í Hjaltadal
M = Möðruvellir 2 í Hörgárdal
Þ = Þernunes (staðan: 07/22)
E
ÞÞÞ
Þ
Þ
ÞÞ
Þ
Þ
Þ
Þ
Þ
EEEEE
ÞÞ
Valía
M
R
Eyþór Einarsson
ráðunautur búfjárræktar-
og þjónustusviðs
ee@rml.is
Af átaksverkefni í arfgerðargreiningum:
Tveir bæir bætast við
með T137
Yfirlit yfir þá fullorðnu gripi sem fundist hafa og bera arfgerðina T137 og ARR. Mynd / Karólína Elísabetardóttir