Bændablaðið - 21.07.2022, Side 48

Bændablaðið - 21.07.2022, Side 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. júlí 2022 Við höldum okkur við grillið og hér er gamla góða lambið mætt í sumarboðið. Lamb er eflaust uppáhalds­ grillsteik landans enda gæðavara og mikilvægur þáttur í mataræði þjóðarinnar í gegnum tíðina. Við notum hér framhryggjarsneiðar en að sjálfsögðu er lítið mál að skipta þeim út fyrir aðra bita af lambakjöti. Minna nýttir bitar eins og framhryggjarsneiðar eru bragðmiklar og innihalda töluverða fitu sem skilar sér í safaríkri steik. Vegna fitunnar er mjög mikilvægt að passa grillið og fylgjast með til að kjötið brenni ekki. Íslenskt grænmeti er svo algjört skylduatriði í grillveisluna. Hnúðkál er afurð sem er á markaði í örfáar vikur sem má mæla með í einföld salöt eða eitt sér, það nýtur sín vel með ögn af sítrónusafa og góðri olíu, eða með mildu ediki. Sveppi má líka grilla, okkur finnst best að leyfa þeim að fara beint á grillið og brúna þá vel þar, án þess að fylla þá. Vilji fólk ost með sveppunum sínum er tilvalið að rífa góðan ost yfir þá að lokinni eldun. Chimmichurri er suður­amerísk grillsósa sem er í grunninn byggð á jurtum, sítrónusafa eða ediki og olíu. Við leyfum okkur að stílfæra hana að íslensku sumri og sól, með rabarbara og skessujurt úr garðinum. Svo er jú öruggara að enda þetta með skotheldri majonessósu, enda þurfa Íslendingar vel af sósu með grillmatnum. Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar 4 vænar framhryggjarsneiðar 2 kvistar blóðberg 1 hvítlauksgeiri 1 msk. matarolía Kremjið og saxið hvítlaukinn og blandið í olíuna ásamt garðablóðbergi. Berið á kjötið og látið standa í stofuhita í 1­2 klst. Hitið grillið og saltið kjötið, eldið að eigin smekk. Við kjósum meðaleldun (e. medium) fyrir lamb. Grillað grasker ½ grasker 2 msk. matarolía Við notum hér frekar smátt grasker sem kallast Butternut Squash á ensku. Skrælið með beittum hníf og kjarnhreinsið. Skerið í þverhandarþykkar sneiðar, penslið með olíu og grillið með kjötinu þar til er mjúkt í gegn. Athugið að eftir nokkurra mínútna eldun er betra að færa graskerið á eldfastan bakka og klára eldunina á óbeinum hita á grillinu. Grillaðir sveppir 1 box Flúða kastaníusveppir 1 msk. matarolía Grillpinnar Leggið grillpinnana í bleyti, þræðið sveppina á og penslið með matarolíu fyrir eldun. Hnúðkálssalat 1­2 hnúðkál ½ sítróna, börkur og safi 1 msk. matarolía Graslaukur Íslenskt ferskt og gott hnúðkál er nú komið í verslanir og þess ber að njóta á meðan framboð er á því fram til hausts. Skrælið og skerið í þunnar sneiðar, rífið börk af sítrónu, kreistið safann yfir og blandið saman við kálið ásamt ögn af söxuðum graslauk og berið fram strax. Grænpipar majones 3 dl gott majones 1 dl grísk jógúrt 1 msk. grænpipar (niðursoðinn) 1 msk. hunang Sítrónusafi Notið niðursoðinn grænpipar, sem er í vatni og fæst ýmist í litlum krukkum eða niðursuðudósum. Saxið fínt helminginn af piparnum og hrærið saman við majones, jógúrt og hunang. Smakkið til með salti og sítrónusafa. Rabarbara „Chimmichurri“ 2­3 stilkar rabarbari Lófafylli af steinselju 5­6 blöð skessujurt ½ laukur 1 hvítlauksrif 1 dl eplaedik 2 dl matarolía Saxið rabarbara og hvítlauk, lauk í smáa bita,steinselja og skessujurt söxuð fínt. Blandið saman og smakkið til. Sósan má gjarnan fá nokkrar klst. í kæli til að brjóta sig og ná fram fullu bragði. Á bænum Birnustöðum á Skeiðum búa hjónin Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Ólafur Hafliðason, sem reka holdakúabú með myndarbrag. Býli: Birnustaðir, Skeiðum. Staðsett í sveit: Í hlíðum Vörðufells. Ábúendur: Ólafur Hafliðason og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin, Sigurjón Tristan, 13 ára, Elín Viktoría, 10 ára, Steinunn Birna, 1 árs og Herdís Vala, 3 mánaða. Hundurinn Vaskur og kötturinn Tommi. Stærð jarðar: Um 350 hektarar, þar af 40 hektarar í túni. Gerð bús: Holdakúabú. Fjöldi búfjár: 20 kýr auk uppeldis og 30 naut í eldi. 3 reiðhross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnu- dagur fyrir sig á bænum? Nautin hirt kvölds og morgna. Önnur verk velta á árstíð, útigangi gefið, vélum klappað eða heyskap sinnt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þegar kálfarnir skoppa um en leiðinlegast að gera við eða þegar skepnur veikjast. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Kýrnar orðnar ríflega 30 talsins, nautin um 100 og að við þurfum ekki að stunda svona mikla vinnu utan bús. Vonandi verður búið að banna lausagöngu sauðfjár svo við getum nýtt hagana eingöngu fyrir okkar gripi og mögulega farið í smá skógrækt. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Heilnæmar og hreinar íslenskar afurðir eiga alltaf upp á pallborðið. Við þurfum að sýna neytendum betur að dýravelferðin sé okkur bændum mikilvæg. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur. Ef vel ætti að vera þyrfti bóndinn að mjólka eins og eina kú til að standa undir mjólkurþambinu. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það fúlsar enginn við nautasteik þó Tristan myndi kjósa hamborgara í öll mál. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við höfum brallað ýmislegt misgáfulegt en ætli það sé ekki þegar kýrin Góla bar sínum fyrsta kálfi og var heldur illskeytt þegar við komum að merkja hann (settum met í 100 metra hlaupi). Uppáhaldstæki/vél eða áhald? Óli: Fífi! (New Holland L85) Jóna: Finnst það gott frí að fá að raka á Júdasi (New Holland TS100). Hvað finnst fólki gaman að gera þegar það er ekki í vinnunni? Frí? Hvað er það? LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Birnustaðir Skeiðum MATARKRÓKURINN Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar Hafliði & Halldór haflidi@icelandiclamb.is Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar með grilluðu graskeri og sveppum, hnúðkálssalati og grænpiparmajonesi. Rabarbara „Chimmichurri“.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.