Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 18
Endalok Cristiano Ronaldo í treyju Manchester United virðast nálgast. Þessi magnaði íþróttamaður tók þá ákvörð- un á miðvikudag að ganga af velli áður en leik lauk þegar lið hans vann sigur á Tott enham. Hann fær ekki að æfa með liðinu eða spila gegn Chelsea um helgina. hoddi@frettabladid.is Ronaldo var ónotaður varamaður þegar Untied vann 2-0 sigur á Tott- enham á miðvikudagskvöld, ein besta frammistaða liðsins í mörg ár og Erik ten Hag, nýr stjóri liðsins, með byr í seglum. Ronaldo sá til þess að ekkert yrði rætt um liðið og frammistöðu þess. Þegar leikurinn nálgaðist endalok ákvað Ronaldo að yfirgefa svæðið, gekk til búnings- klefa og tók dótið sitt. Hann hafði yfirgefið klefann og komið sér heim á leið áður en leik lauk. Hollenski þjálfarinn fékk ekki að njóta sigurs- ins nema í nokkrar mínútur þegar hann þurfti að svara fyrir hegðun Ronaldo. Ronaldo fagnar 38 ára afmæli sínu í febrúar, hann vildi fara frá United í sumar en fann engan vænlegan áfangastað. Ten Hag hefur svo látið hann vera í aukahlutverki, eitthvað sem þessi magnaði íþróttamaður hefur ekki þurft að venjast áður. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili sem Ronaldo er ónotaður varamaður og nú virðast endalok hans í rauðu treyjunni nálgast. Óvirðing við liðsfélagana: Aron Jóhannsson, framherji Vals, hefur ýmsa fjöruna sopið í bolt- anum. Hann segir hegðun Ronaldo óvirðingu við liðsfélaga hans. „Horf- andi á þetta utan frá, þá er þetta alveg galið. Þetta er fyrst og fremst gríðarleg óvirðing við liðsfélagana. Þetta var besta frammistaða United í mörg ár, sannfærandi sigur á Tott- enham. Það eina sem er talað um er þessi ákvörðun Ronaldo. Það er fróð- legt að sjá hvernig Ten Hag byrjar á að tækla málið og henda honum út úr hóp í dag. Framhaldið er óráðið en ljóst er að framtíð Ronaldo hangir á bláþræði. Hvernig Ten Hag tæklar þetta setur fordæmi fyrir alla aðra leikmenn. Ef stjarna liðsins yfirgefur völlinn og klefann, tekur ekki þátt í fagnaðarlátum eftir besta leik liðsins á tímabilinu. Ef Ten Hag tæklar það ekki almennilega, þá setur það vont fordæmi,“ segir Aron um stöðu mála. Hefði átt að fá að fara: Ronaldo vildi fara frá United í sumar en United og Ten Hag vildu ekki hleypa honum burt. „Þeir hljóta að sjá eftir því að hafa ekki leyft honum að fara. Það er skrýtið að Ten Hag hafi ákveðið að halda fast í hann en nota hann svo þetta lítið. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svona farsa. Þetta er vont fyrir bæði United og Ronaldo. Þetta er markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili, við sjáum Rashford núna fremstan og hann klikkar á hverju dauðafærinu á eftir öðru. Ronaldo horfir á það og pirrast líklega við það. Hann var einn af tveimur bestu leikmönnum í heimi í 15 ár. Maður skilur alveg að það sé erfitt fyrir hann að venj- ast því að vera ekki aðalmaðurinn. Það er samt einhver lína sem þú getur ekki farið yfir og hann fór yfir hana á miðvikudagskvöld,“ segir Aron. n Fúll á móti Þetta er í fyrsta sinn sem ég get sagt að ég sé verulega ósáttur við hann. Peter Schmeichel Þetta er lélegt frá manni sem allir hafa litið upp til svo lengi sem einn þann besta í sögunni. Micah Richards Ég held að hann sé mjög reiður og ég myndi ekki búast við neinu öðru. Rio Ferdinand Það er því miður ekki hægt að verja þetta, þetta er illa gert. Gary Lineker 18 Íþróttir 22. október 2022 LAUGARDAGURÍþRóttiR Fréttablaðið 22. október 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.