Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 22
Breska þjóðin hefur engan áhuga á Boris. BJORK@FRETTABLADID.IS Við þurf- um oftar en ekki einhvern utanað- komandi til að benda á að keisarinn sé klæð- laus. n Í vikulokin Ólafur Arnarson Halldór Gylfason bregður sér nú um helgina í hlut- verk þriggja lækna í þremur ólíkum sýningum Borgarleik- hússins. Leikarinn er einnig í óðaönn að undirbúa tónleika um komandi helgi þar sem hann leikur eigin lög sem hann segir blöndu af gamani, einlægni og alvöru. bjork@frettabladid.is Ég leik krabbameinslækn- inn Kalla í verkinu Fyrr- verandi og í Níu lífum leik ég nafntogaðan fíkni- lækni, svo mun ég nú um helgina stökkva inn fyrir Jóhann Sigurðarson í hlutverk héraðslæknis í Emil í Kattholti,“ segir Halldór sem gerir lítið úr álaginu við að klæðast svo mörgum sérfræðingasloppum á einni helgi. „Það er þó aldrei að vita hvað ger- ist, það er auðvitað ákveðin hætta á að ég rugli saman sérgreinum og kannski að læknirinn í Kattholti fari að greina alla sem alkóhólista,“ segir hann og hlær. Halldór rif jar það upp að á menntaskólaárunum hafi marga félagana dreymt um að læra til læknis en sjálfur hafi hann f ljótt áttað sig á að það lægi ekki fyrir honum. „Læknar þurfa að vera með allt á hreinu og ég er ekki þannig. Þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn,“ segir hann og skellir upp úr. Partílög síðustu þrjátíu ára Næstkomandi föstudag heldur Hall- dór tónleika á Ölveri þar sem hann ásamt hljómsveit mun f lytja lög sem hann sjálfur hefur samið allt frá unglingsaldri. „Sumt af því sem ég hef samið hefur ratað inn í Geirfuglana,“ segir Halldór og á þá við hljómsveitina sem hann hefur nú sungið með í aldarfjórðung. „Þar sem ég hef verið í hljóm- sveit með vinum mínum í 25 ár er gaman að spila líka með einhverjum öðrum og ráða öllu sjálfur. Þetta er einvörðungu mín músík, nýleg og gömul kassagítarslög. Það verða engir tölvuheilar á sviðinu og eng- inn barnakór, þetta verða bara vinir mínir sem spila undir. Þetta er svo- lítið einfalt í eðli sínu.“ Halldór hefur tvisvar áður haldið slíka tónleika. „Það var alveg stór- kostlega skemmtilegt.“ Aðspurður um yrkisefnin, segir Halldór þau úr ýmsum áttum. „Þarna eru lög sem eru hálfgerðir brandarar um mín hugðarefni eins og uppáhaldssjónvarpsþættina og gamla vini. En svo er ég líka að syngja um konuna mína og nána fjölskyldumeðlimi sem hafa fallið frá, eins og systur mína og pabba minn, svo þetta er líka á einlægu nótunum. Gaman, alvara og ein- lægni,“ segir hann og blaðamaður kemst að því að loks sé hann á leið í hljóðver eftir áramótin. „Þetta eru lög sem ég er búinn að vera að spila í partíum í þrjátíu ár en hef aldrei tekið þau upp,“ segir Hall- dór og samsinnir blaðamanni um að ekki geti hann haldið einn utan um partíspilið með þessa þéttu dag- skrá í leikhúsinu. „Já, það er rétt, ég á oft erfitt með að mæta í partí um helgar – enda alltaf að leika.“ n Maður margra sloppa Halldór flytur í Kattholt um helgina og leysir Jóhann Sigurðarson af sem héraðslæknir. Þar með bætist þriðji læknir- inn við verkefnalista hans þessa helgina, um leið og hann undirbýr tónleika með eigin lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Halldór í hlutverki sínu sem krabbameinslæknirinn Kalli í verkinu Fyrrverandi. MYND/AÐSEND Ferðafélag Íslands var töluvert til umfjöllunar undir lok síðasta mánaðar þegar þáverandi forseti félagsins, Anna Dóra Sæþórsdóttir, pró- fessor í ferðamálafræði, sagði af sér eftir aðeins rúmlega árs setu á forsetastóli. Anna Dóra segir frá aðdraganda uppsagnar frá sinni hlið en hún upplifði mikla mótstöðu þegar hún að eigin sögn ögraði ríkjandi menningu í stjórn félags- ins. Anna Dóra, sem byrjaði að ferðast með félaginu á barnsaldri, fékk snemma áhuga á útivist í náttúru Íslands og menntaði sig á því sviði, skoraðist ekki undan þegar hún var hvött til að verða fyrsta konan til að leiða hartnær aldargamalt félagið. Nýju fólki fylgja oftar en ekki nýjar áherslur og Anna Dóra, sem kom inn í stjórnina úr akademísku umhverfi háskólans, vildi bæði útbúa reglur og verk- ferla þegar kæmi að kynferðislegri áreitni og spurði spurninga um reksturinn. Hún upplifði mótstöðu og útilokun hjá stjórn þar sem stór hluti hefur setið lengi og meðalaldur er í hærri kantinum, auk þess sem Anna Dóra mat það svo að vinskapur og vensl stæðu framþróun fyrir þrifum. Það er nú einmitt það. Við þurfum oftar en ekki einhvern utanaðkomandi til að benda á að keisarinn sé klæðlaus. En þá er lykilatriði að kunna að taka fréttunum – og klæða keisarann í föt! n Ögraði ríkjandi menningu Ekki á af Bretum að ganga. Margir töldu að brotið væri blað er Boris Johnson hrökklaðist með skömm úr stóli forsætisráðherra eftir að hafa fyrirgert trausti þjóðar- innar með galgopaskap og virðing- arleysi fyrir reglum lýðræðisins og raunar reglum almennt. Síðan eru liðnar rúmar sex vikur og arftaka hans, Liz Truss, hefur tekist hið ótrúlega – hún virðist hafa greitt götu hins siðlausa og trausti rúna Borisar aftur inn í forsætisráð- herrabústaðinn. Það er, ef þau jaðaröfl sem virðast ráðandi í breska Íhaldsflokknum fá ráðið. Breska þjóðin hefur engan áhuga á Boris. Löngum þótti Bretland vagga lýðræðis og þingræðis í heiminum. Heldur betur hefur hallað undan fæti í þeim efnum síðustu árin. Kannski er það dæmigert fyrir þá braut sem Bretland er á að fyrsti forsætisráðherra Elísabetar II. var Winston Churchill en sá síðasti Liz Truss. Fjórir síðustu forsætisráðherrar Bretlands koma úr Íhaldsflokknum. Fyrstur í röðinni var David Came- ron – maðurinn sem ber ábyrgð á því óheillaspori Bretlands að ganga út úr Evrópusambandinu. Theresa May tók við af honum og þótti veikur og verklítill leiðtogi. Þá kom Boris Johnson, sem reyndist enn verri leiðtogi en svartsýnasta fólk hafði óttast. Hann hafði rekið mikinn áróður fyrir Brexit og ekki látið staðreyndir þvælast mikið fyrir málflutningi sínum. Hann setti alls kyns reglur sem almenningur skyldi fara eftir á tímum Covid en fór ekki eftir þeim sjálfur. Boris var sannkallaður Leiðin greið fyrir flautaþyrilinn flautaþyrill úr forgarði helvítis. Þegar eftirmaður Borisar var val- inn kom í ljós að Íhaldsflokkurinn hefur stimplað sig út úr veruleik- anum. Fyrir valinu varð Liz Truss, sem í blindri aðdáun sinni á stefnu Margaretar Thatcher, á annarri öld við aðrar aðstæður, keyrði Bretland næstum í þrot á örfáum dögum. Nú lítur út fyrir að Boris geti átt endurkomu í stólinn. Gerist það fær- ist Bretland endanlega í ruslflokk. Staðan kallar á lýðræðislegar kosningar til að breska þjóðin geti valið sér leiðtoga sem hún treystir. n Dæinn kaffihúsi og vínbar Í Urriðaholti í Garðabær leynist gullmolinn Dæinn þar sem ríkir góð stemning, hvort sem er fyrir saumaklúbbinn, rómantískt kvöld eða ljúfa stund með fjölskyldunni. Á Dæinn er boðið upp á dýrindis dögurð á sunnudögum sem hefur slegið í gegn hjá íbúum hverfisins sem og hinir vinsælu ostabakkar sem eru í boði alla vikuna. Við mælum með Sæta húsinu Ísrúllurnar á Sæta húsinu eru sér- staklega ljúffengar og svo er gaman að fylgjast með því þegar þær eru búnar til. Innihaldi íssins er hellt á ískalda plötu þar sem ísinn verður til fyrir augum þér. Sæta húsið er á Laugavegi 6 en húsið er næstelsta húsið við götuna. Á Sæta húsinu eru einnig í boði ljúffengar vöfflur, kaffi, kakó og vegan ís. n 22 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.