Fréttablaðið - 22.10.2022, Page 48
Helstu verkefni
• Framkvæmd stefnu ráðuneytisins í mannauðsmálum
og stefnumótun á því sviði.
• Virkur stuðningur og ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur.
• Kjaramál, launasetning, ráðningar og vinnsla starfsmannamála
skv. lögum og reglum.
• Fylgjast með réttindum og skyldum starfsfólks.
• Fræðsla, innri samskipti og starfsþróun.
• Þátttaka í öðrum sérfræðiverkefnum eftir atvikum.
• Ábyrgð á innleiðingu og viðhald jafnlaunakerfis.
• Ábyrgð á gæðaferlum sem tengjast mannauðsmálum ásamt
því að vera hluti af gæðastjórnunarteymi ráðuneytisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Yfirgripsmikil reynsla og þekking á mannauðsmálum.
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Metnaður og vilji til að ná árangri.
• Skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar
stöðu mannauðsstjóra sem er ætlað að leiða mannauðsmál
ráðuneytisins en jafnhliða að sinna ráðgjöf og aðstoð fyrir
stofnanir ráðuneytisins í mannauðsmálum eftir því sem tilefni
þykir vera til. Mannauðsstjóri starfar náið með ráðuneytisstjóra
og skrifstofustjórum ráðuneytisins við þróun mannauðsmála
og starfsumhverfi starfsfólks.
Áhersla er lögð á að starfsfólk fái tækifæri til að þroskast í starfi
og taki þátt í teymisvinnu. Þá felst í störfum mannauðsstjóra að
stuðla að velferð og vellíðan starfsfólks. Mannauðsstjóri heyrir
undir skrifstofustjóra fjármála og gæðamála.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfs-
umhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
Vilt þú leiða
mannauðinn okkar?
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2022.
Nánari upplýsingar veita Skúli Eggert Þórðarson, ráðuneytisstjóri
í síma 545-9825 og Guðrún Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri
skrifstofu fjármála og gæðamála, gudrun.gunnarsdottir@mvf.is.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahags-
ráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
hafa gert.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi á
íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig
viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ráðuneytið
hvetur fólk óháð kyni til að sækja um. Umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um
auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Sótt er um í gegnum Starfatorg.is