Fréttablaðið - 22.10.2022, Page 68

Fréttablaðið - 22.10.2022, Page 68
Ferillinn minn hefur ekki gengið eftir þeirri tímalínu sem ég hefði helst kosið. En ég hef fengið stórkostleg tækifæri. Bresk listakona sem stödd er hér á landi talar umbúðalaust um baráttu sína við átröskun­ arsjúkdóminn, hvernig ljós­ myndun bjargaði henni frá alvarlegu þunglyndi og safn ljóða um íslenska veturinn sem kemur út á næsta ári. Katie Metcalfe er breskur rithöfundur og ljóð­ skáld, búsett í Osmoth­ erly í North Yorkshire á Englandi. Katie sló óvænt í gegn með bókinni Anor­ exia: A Stranger in the family. „Rit­ ferillinn minn byrjaði þegar ég var unglingur og fékk átröskun. Ég var fjórtán ára þegar ég veiktist og lá á spítala í níu mánuði,“ segir hún. Katie byggði bókina á dagbókar­ skrifum. Hún var sautján ára þegar verkið kom út. Fyrsta bók varð verðlaunaleikrit Að sögn Katie var útgefandinn óreyndur. „Ég dró samninginn til baka og endurskrifaði hana nokkr­ um árum seinna. Hún varð rosalega vinsæl miðað við hvað mér finnst hún slæm.“ Katie kveðst undrandi á velgengninni. „Ég var samt ofsalega veik þegar ég skrifaði hana og heil­ inn ekki að starfa sem skyldi.“ Hún segist hafa viljað gera reynslunni skil. Svo fór að samlandi hennar og leikskáld útsetti verkið fyrir svið. „Leikritið túraði á milli skóla á Eng­ landi og vann til einhverra verð­ launa,“ segir Katie. Fjölmiðlar sýndu bókinni og Katie mikinn áhuga. Hún fór í við­ töl við stóra miðla á borð við BBC og Cosmopolitan, auk sjónvarps­ viðtals hjá Good Morning Britain þættinum. Katie segist þó hafa verið gríðarlega veik þegar hún mætti í þau viðtöl og segist alls ekki hafa verið í bata þrátt fyrir að hún hafi gefið fólki ráð á opinberum vett­ vangi. „Það liðu mörg ár eftir útgáfu bókarinnar þangað til ég jafnaði mig á sjúkdómnum.“ Orti ljóð um Grýlu Katie lauk framhaldsskóla en segist hafa verið frekar áhugalaus um námið. Hún hóf nám í skapandi skrifum á háskólastigi sem leiddi til útgáfu fyrstu ljóðabókarinnar, sem hún lýsir sem eins konar bæklingi, árið 2010. „Ég útskrifaðist síðan með fyrstu einkunn sem mér finnst alveg með ólíkindum. Ég glímdi við erfið veikindi á þessum tíma og var um svipað leyti greind með geðhvarfa­ sýki og geðrof.“ Fyrsta ljóðasafn Katie Metcalfe innihélt ljóð um hina íslensku Grýlu. „Íslensku áhrifin voru sterk. Á næstu misserum var ég mikið að gefa út sjálf en var líka með stöku útgefendur, aðallega að ljóðum. En öll skrifin tengdust inn í norðrið.“ Andleg veikindi hafa litað feril Katie að miklu leyti. „Stundum gengur vel en öðrum stundum þarf ég að stíga nokkur skref til baka og byggja mig upp. Ferillinn minn hefur ekki gengið eftir þeirri tíma­ línu sem ég hefði helst kosið. En ég hef fengið stórkostleg tækifæri,“ segir hún. Tengdist íslenskri náttúru Tengsl Katie við Ísland eiga sér langa sögu. „Ég hef alltaf haft áhuga á nor­ rænni menningu. Ég fór í Waldorf­ skóla þegar ég var krakki og skól­ inn var undir áhrifum frá Noregi, Íslandi og Danmörku. Landið hefur verið á radarnum síðan ég var barn.“ Katie sótti landið fyrst heim árið 2011 sem sjálfboðaliði í umhverfis­ verndarverkefni. „Ég ferðaðist um eyjuna og hafði hvorki með mér síma né úr. Ég var í mjög krefjandi þriggja mánaða verkefni í íslenskri náttúru og við höfðum mjög tak­ mörkuð samskipti við umheiminn. Ég var bara í samskiptum við átta manna teymi sem þá innihélt fyrr­ verandi kærasta minn,“ segir Katie. Verkefnið fól í sér viðgerð á byggingum og f leiru í íslenskum þjóðgarði. „Við vorum að lagfæra Linsan ljáði rithöfundi nýja rödd í hyldýpi þunglyndis Breski rithöfundurinn Katie Metcalfe vakti mikla athygli fyrir fyrstu bók sína sem fjallaði um reynslu af átröskunar- sjúkdómi. Hún hefur tekist á við erfið andleg veikindi með listina að vopni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nína Richter ninarichter @frettabladid.is skemmdir eftir ferðamenn, raka yfir steina og gróður sem túristar höfðu raskað á stórum Landró­ verum. Þetta var sumar sem breytti lífi mínu.“ Katie segist ekki hafa kynnst Reykjavík eða öðrum þéttbýlis­ kjörnum í ferðinni. „En ég myndaði þetta ofsalega sterka samband við íslenska náttúru, fegurð hennar og einangrunina. Ég vissi að ég þyrfti að koma hingað aftur.“ Frábært kynlíf í Reykjavík Ári seinna heyrði Katie af hátíð á Kex hosteli í miðbænum. „Þetta var einn dagur og snerist um að fagna dekkri hliðum listarinnar með tón­ list og f leiru. Ég hafði samband og bað um að fá að vera með.“ Örlögin gripu í taumana og á f lugvellinum var Katie synjað um inngöngu í landið vegna ófull­ nægjandi sóttvarnagagna. Hún komst því aðeins á f lugvöllinn og flaug aftur heim. „Ég var algjörlega eyðilögð. Viku seinna hugsaði ég síðan: Fjandinn hafi það, ég ætla til Íslands. Þannig að ég keypti annan flugmiða og kom aftur.“ Katie dvaldi á Kex hostelinu. „Ég fór síðan á Tinder og hitti slatta af fólki, eignaðist þar góða vini og stundaði frábært kynlíf,“ segir hún og hlær. Residensía í Gröndalshúsi „Í framhaldinu fékk ég innblástur. Það er svo mikið af frábæru fólki hérna og margt í gangi sem mig langar að taka þátt í. Íslenska nátt­ úran kallaði á mig og ég sótti um rit­ höfundaresidensíu í Gröndalshúsi. Það gekk eftir, ég kom aftur og sagði þeim að ég myndi vinna að ljóða­ bók um íslenska veturinn.“ Verkinu var ætlað að teygja sig frá landnámi til dagsins í dag og, að sögn Katie, skoða hinar fjölmörgu og ólíku hliðar íslenska vetrarins. „Ég fór í mikla rannsóknarvinnu og eyddi desembermánuði í það. Ég reyndi sömuleiðis að kynnast fólkinu og senunni hér. Þegar tvær vikur voru eftir af residensíunni hitti ég íslensk­ an mann. Þá fékk ég Covid á þessum tíma og var rúmliggjandi restina af residensíunni sem var algjör synd.“ Í skugga sambandsslita Katie segist hafa stefnt að útgáfu bókarinnar í lok þessa árs. „Það dró verulega úr hrifningu minni á Íslandi þegar ég hætti með íslenska kærastanum mínum fyrir nokkrum vikum. Hann braut mig gersamlega niður og ég hugsaði: Hvers vegna ætti ég að skrifa um heimalandið hans? En á sama tíma veit ég að ég ætti ekki að láta hann standa í vegi fyrir því að ég skrifi um þetta dásamlega land,“ segir hún. Katie stefnir á verklok á næsta ári. „Ég er að fá ástríðuna fyrir Íslandi til baka. Ég ætla til Íslands í byrjun næsta árs og bind vonir við að finna útgefanda hér á landi sem hefur áhuga á þessu,“ segir hún. Ljósmyndunin var bjargræði Dvöl Katie á Íslandi þessa stundina kemur þó til vegna annarrar ástríðu, sem er ljósmyndunin. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun. En það hefur alltaf verið í öðru sæti á eftir ritlistinni. Eftir sambandsslit í Svíþjóð hrundi ég í ofsalega djúpt þunglyndi í tvö ár, 2020. Ég var svo veik að ég gat eiginlega ekki myndað setningar. Mamma mín þurfti að svara vinum mínum á Messenger. Ég gat ekki mótað hugsanir. Svona var ég mán­ uðum saman. Það var ómögulegt að skrifa og ég var í sjálfsvígshættu. Ég var á skelfilegum stað og eyddi dögunum við lestarteinana,“ segir Katie. Hún ákvað að ljósmynda sorg­ ina til að reyna að fá útrás. „Ég tók myndir af vanlíðaninni og það var rosalega heilandi fyrir mig. Ég vissi að ég gæti ekki skrifað en ég gat gert þetta. Ég tók ljósmynd á hverjum degi. Þetta var ástæða til að fara fram úr á morgnana. Ég þurfti að taka mynd, ef ég gerði ekkert annað þá var það í lagi svo lengi sem ég tók bara eina mynd,“ segir hún. „Hægt og rólega fór ég að skrifa um ljósmyndirnar sem ég tók. Hægt og rólega kom röddin mín til baka. Þetta var alveg ógeðslega, hryllilegt hægfara ferli en svona gerðist þetta.“ n Ef þú, eða einhver sem þú þekkir, glímir við sjálfsvígshugsanir hvetj- um við þig til að leita aðstoðar. Félagasamtök á borð við Píeta og Geðhjálp geta veitt mikilvægan stuðning og er hjálparsími Píeta, 552-2218, alltaf opinn, sömuleiðis Hjálparsími Rauða krossins, 1717, og netspjallið, 1717.is. Sorgarmið- stöð, sími 551 4141, sinnir stuðningi við aðstandendur og Heilsugæslan getur jafnframt veitt aðstoð. 32 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.