Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 70
Leikarinn og aðgerðasinn- inn Sam Knights lagði allt í sölurnar til að berjast gegn loftslagsbreytingum með hreyfingunni Extinction Rebellion. Hann vill gera heiminn að betri stað og segir alla geta lagt sitt af mörkum. Sam Knights er ungur bresk- ur loftslagsaðgerðasinni sem var virkur í loftslags- hreyfingunni Extinction Rebellion, eða XR eins og hún er kölluð. Sam hefur einnig getið sér gott orð sem leikari undir nafninu Sam Haygarth og leikið í þekktum myndum á borð við Jojo Rabbit og The French Dispatch. Sam kom á Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðina í Reykjavík, RIFF, fyrr í þess- um mánuði til að vera viðstaddur heimsfrumsýningu heimildar- myndarinnar Exxtinction Emer- gency eftir Sigurjón Sighvatsson sem fjallar um XR. „Við vorum lítill hópur sem ákvað að krefjast þriggja hluta af ríkis- stjórnum. Það var að segja sann- leikann um loftslagsbreytingar og lýsa yfir neyðarástandi í loftslags- málum, að ná nettó losun niður í núll fyrir 2025 og að koma á fót borgaraþingi. Enn fremur, leiðin sem við ætluðum að fara til að ná þessu fram var sú að leysa úr læðingi fordæmalausa bylgju af friðsam- legum borgaralegum mótmælum,“ segir Sam. Tímabil tvístrunar og hnignunar Sam var virkur í starfi XR frá 2018- 2019 og segir hann hreyfingunni í Bretlandi hafa vaxið hratt ásmegin fyrst um sinn. Einn helsti árangur- inn í upphafi var sá að frumvarp um að lýsa yfir neyðarástandi í lofts- lagsmálum var lagt fram í breska þinginu vorið 2019 en náði þó ekki í gegn. „Hreyfingin byrjaði í október 2018 og í apríl 2019 hafði ríkis- stjórnin þegar gefið mikið eftir. Við skipulögðum mótmæli sem gengu í rúmar tvær vikur þar sem fjöldi fólks tók yfir fimm þekkta staði í Lundúnum og gaf ekki eftir fyrr en kröfum þeirra var mætt. Í raun komum við ríkisstjórninni í opna skjöldu, þau vissu ekki hvernig þau áttu að bregðast við og á end- anum neyddust þau til að gefa eftir og fallast á kröfurnar. En það sem gerðist síðar var tímabil tvístrunar og hnignunar,“ segir Sam. Er hreyfingin ekki virk lengur? „Hún var að hluta til fórnarlamb sinnar eigin velgengni, að því leyti að við færðum mælistikuna um loftslagsbreytingar svo langt fram að spurningin var, hvað næst? Að mínu mati mistókst okkur sem vorum í innsta kjarna hreyfingar- innar að koma fram með skipu- lagða forystu um framhaldið. En nei, hreyfingin heldur áfram og er enn mjög virk á staðbundnu stigi og líka á alþjóðlegu stigi.“ Lömuðu Lundúnir í tvær vikur Þúsundir mótmælenda tóku þátt í tveggja vikna mótmælum XR í apríl 2019 sem lömuðu hluta af miðborg Lundúna og voru 1.130 manns hand- teknir af lögreglu. Meðlimir XR nota gjarnan handtökur sem herbragð til að eyða tíma og mannafla lögreglu vísvitandi. Sam var sjálfur hand- tekinn í byrjun árs 2019 og dróst dómsmál hans yfir átta mánuði. Ert þú enn virkur í starfi XR? „Nei, ég steig til hliðar í lok árs 2019. Ég hjálpaði til við að koma hreyfingunni á fót en brann í raun út. Ég var virkur meðlimur í eitt ár. Ég var handtekinn í byrjun árs 2019 og dómsmálið dróst endalaust. Að því leytinu til var persónuleg ástæða fyrir því að ég steig til hliðar. En það var einnig pólitísk ástæða að því leyti að eftir að kröfum okkar var mætt færði ég rök fyrir því að við þyrftum að breyta um stefnu.“ Stærstu mistök hreyfingarinnar Að sögn Sam var það enn eitt helsta baráttumál loftslagshreyfingar- innar árið 2018 að sannfæra fólk um að loftslagsbreytingar væru raunveruleg ógn. Að hans mati tókst Extinction Rebellion að vekja fólk til umhugsunar en hann segir að stærstu mistökin hafi verið að sýna ekki fram á raunhæfar lausnir á loftslagsvandanum er snúa að fram- kvæmd róttækra stefnubreytinga á mannlegu samfélagi. „Hvernig eigum við raunverulega að tala um kerfi og það hvernig kerf- in eru að bregðast okkur? Við vitum að loftslagskrísan er afurð kapít- alisma og nýlendustefnu. Þannig að til þess að ávarpa almennilega rót vandans þurfum við kerfis- lega gagnrýni á honum. Ég eigin- lega tapaði þeim rökræðum innan hreyfingarinnar og steig til hliðar. Hún heldur enn áfram með sömu þrjár kröfurnar sem mér finnst svolítið tilgangslaust, en það er mín persónulega skoðun.“ Góð og ítarleg heimildarmynd Eins og áður sagði kom Sam til Íslands til að vera viðstaddur frum- sýningu heimildarmyndarinnar Exxtinction Emergency eftir Sigur- jón Sighvatsson. Spurður um hversu mikið hann hafi tekið þátt í gerð myndarinnar segir Sam: „Nánast ekki neitt, ef ég á að vera hreinskilinn. Það var tekið viðtal við mig en ég sá hana ekki fyrr en við frumsýninguna fyrir tveimur dögum. En það var æðislegt, mér fannst myndin virkilega góð. Hún er frábært dæmi um það hvernig er hægt að hópspretta (e. crowdsource) mynd um alþjóðlega hreyfingu. Þau eru virkilega að prófa sig áfram með formið og ólíka viðtalsstíla. Það sem kemur út úr því er mjög ítarleg mynd af alþjóðlegri hreyfingu sem er með margar þversagnir. Þetta er hreyfing sem er ólík alls staðar og er mismunandi í hugum allra sem taka þátt í henni.“ Má ekki nota sitt eigið nafn Sam er ekki bara aðgerðasinni heldur upprennandi kvikmynda- stjarna sem hefur leikið í nokkrum þekktum myndum og unnið með fólki á borð við Taika Waititi, Wes Anderson og Emmu Thompson. Þú notar tvö mismunandi nöfn, Sam Knights og Sam Haygarth, af hverju? „Leiðinlega svarið er það að leikarafélagið í Bretlandi leyfir manni ekki að nota sama nafn og aðrir leikarar. Alvöru nafnið mitt er Sam Knights og leikaranafnið mitt er Sam Haygarth. En það hefur í raun verið mjög hjálplegt af því ég hef getað stundað aktívisma undir mínu eigin nafni, sem alvöru mann- eskja, og svo skapað mér feril sem aðeins önnur persóna.“ Sam segir það hafa verið hjálplegt því þegar fólk er í mótstöðu við sína eigin ríkisstjórn þá er líklegt að það komi í bakið á því síðar meir. „Ég var handtekinn og settur á lista yfir öfgafólk í Bretlandi bara af því ég er með skoðanir á lofts- lagsbreytingum. Það er leiðin sem ríkið fer til að ákveða hvort maður sé of róttækur eða öfgafullur að þess mati. Í raun fannst mér mjög hjálp- legt að geta aðskilið þessar tvær per- sónur. En ég vonast til þess að einn daginn muni ég geta sameinað þær og gert verk sem eru jafn róttæk og aðgerðir mínar. En það er erfitt því á sama tíma ertu líka að berjast gegn Hollywood-vélinni sem er ekki gerð fyrir slíkt,“ segir hann. Þannig að það er annar leikari í Bretlandi sem heitir Sam Knights? „Það er Sam Knight sem vinnur í söngleikhúsi. Ég skrifaði honum bréf og sagði: Má ég vinsamlegast nota nafnið þitt? Af því það er smuga sem segir að ef fólk gefur þér leyfi þá máttu nota nafnið þeirra. En hann skrifaði til baka og sagði nei,“ segir Sam og hlær. „Og ég get alls ekkert sungið, ég er virkilega, virkilega lélegur söngvari.“ Allir leggi sitt af mörkum Áhrifa loftslagsbreytinga er þegar byrjað að gæta víða um heim. Spurður um hvað sé næsta skref fyrir loftslagshreyfinguna segir Sam: „Ég held að við verðum að hafa ofurfókus á lögmál alþjóðaréttlætis. Við vitum að ein af grundvallarstað- reyndum loftslagsbreytinga er að þau lönd sem bera minnsta ábyrgð á krísunni verða fyrir mestum skaða. Og löndin, eins og mitt, sem bera mesta ábyrgð á þessari krísu og sögulegum útblæstri munu ekki strax upplifa þennan sársauka. Við þurfum að ávarpa þetta jafnvægi, við þurfum að ræða um skaðabætur, við þurfum að ræða um hvernig við getum reist upp alþjóðlegt hagkerfi sem styður manneskjur og blómstr- andi líf í stað þess að styðja bara við uppsöfnun einkafjármuna.“ Geta allir lagt sitt af mörkum? „Algjörlega og við þörfnumst allra. Af því ef við ætlum að komast í gegnum storminn, og ég vona virki- lega að við gerum það, þá mun það breyta öllu við lifnaðarhætti okkar. Það sem er virkilega frábært við þetta og virkilega fallegt, er að hlut- irnir sem við þurfum að gera til að tækla loftslagsbreytingar eru hlutir sem munu gera okkur hamingju- samari, heilbrigðari og þeir munu einnig gera okkur betri og vingjarn- legri manneskjur.“ n Við vorum fórnarlamb okkar eigin velgengni Sam Knights var í innsta kjarna hreyfingarinnar Extinction Rebel- lion í ár en steig til hliðar vegna hug- myndafræðilegs ágreinings í lok árs 2019. Fréttablaðið/Ernir Loftslagshreyfingin Extinction Rebellion vakti heimsathygli þegar meðlimir hennar lömuðu hluta af miðborg Lundúna í tvær vikur í apríl 2019. Fréttablaðið/GEtty Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 34 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.