Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 72

Fréttablaðið - 22.10.2022, Síða 72
Við verð- um að hætta að framleiða nýtt plast og byrja að nýta það sem er þegar á yfirborð- inu. Björn Steinar Blumenstein Plastplan er hönnunarstúdíó staðsett á Grandanum þar sem Björn Steinar Blumen­ stein og Brynjólfur Stefánsson vinna hörðum höndum að því að framleiða vörur sem búnar eru einungis til úr endurunnu plasti. Björn Steinar og Brynjólfur hafa rekið Plastplan frá 2019 en fyrirtækið sér­ hæfir sig í vöruhönnun og framleiðslu nytjahluta sem búnir eru til úr endurunnu plasti. Hugmyndin að fyrirtækinu kemur frá námsárum Björns þegar hann fór til Hollands í sérhæfingu eftir nám sitt sem vöruhönnuður. „Þetta byggir allt á þekkingu sem ég fæ frá plastendurvinnslusam­ tökum sem heita Precious Plastic sem ég vann fyrir í Hollandi. Ég fór þangað til þess að sérhæfa mig eftir að ég útskrifaðist,“ segir Björn en hann kom með þessa þekkingu aftur til Íslands þar sem hann setti upp fræðslumiðstöð til að miðla henni áfram. „Við opnuðum lítið fræðslusetur í tuttugu feta gámi til að bjóða fólki að koma með plast og ræða vanda­ málið sem hefur skapast í kringum það. En síðan föttuðum við að ef við ætluðum að hafa einhver raunveru­ leg áhrif þá yrðum við að sýna fram á hversu gott hráefni þetta getur verið og hvað hægt er að framleiða margt,“ segir hann en þeir félagar byrjuðu með þessu samstarfi sem síðar meir átti eftir að þróast út í Plastplan. Hættum að framleiða nýtt plast Björn segir það mikilvægt að sam­ félagið hætti að hugsa um plast eins og það hefur gert hingað til og því sé mikilvægt að hætta að framleiða það. „Við verðum að hætta að fram­ leiða nýtt plast og byrja að nýta það sem er þegar á yfirborðinu. En það hefur verið okkur hlutverk frá upphafi að sanna að það sé hægt að vinna eitthvað frábært úr endur­ unnu plasti til að skapa hvatann til að endurvinna,“ segir hann en gífur­ legt magn af því plasti sem nú þegar er til er ekki notað til endurvinnslu. „Ég held að það séu einhver 98 prósent af plasti sem eru ekki að fara í viðeigandi farveg. Það er talað um að bara 2 prósent af plasti fari í skilvirkt ferli sem þýðir að það er endurnýtt í jafn góða afurð og það sem upprunalega var,“ segir hann og bætir við: „Við viljum vera í þessum 2 prósentum að búa til raunveruleg verðmæti. Að taka til dæmis plast­ poka og framleiða rúðusköfu,“ segir Björn. Sem dæmi um vöru sem Plastplan hefur framleitt úr pokum, filmum og öðru úrgangs­ plasti má nefna smellu sem var fyrsta afurð samstarfs Plastplan og 66°Norður. Hún var unnin úr plasti frá 66°Norður og stuðlar að aukinni hringrás. Smellan var hönnuð, þróuð, og framleidd á vinnustofu Plastplan á Granda með hjálp vöru­ hönnuðarins og tónlistarmannsins Loga Pedro. Hráefnið kemur víða að Samhliða tækjaþróun og framleiðslu eigin hönnunarvöru hefur Plastplan átt í samstarfi við ótal fyrirtæki með umhverfisvænar áherslur og hjálpað þeim að taka græn viðbótarskref í rekstri með hjálp plastendurvinnslu. Það felur í sér að Plastplan sækir plast til þeirra vikulega, þrífur, f lokkar, kurlar og framleiðir svo nýja nytja­ hluti sem nýtast samstarfsaðilum. „Við förum til dæmis í Íslenska gámafélagið til að sækja plast en einnig í textílverksmiðjur, þar sem við fáum oft mjög góða liti sem eru okkur mjög dýrmætir því yfirleitt er plast ýmist glært, svart eða grátt,“ segir Brynjólfur. Hann segir jafn­ framt að tekið hafi tíma að vinna traust fyrirtækja. „Þegar við byrjuðum fyrst með starfsemina var mjög erfitt að ganga inn í fyrirtæki og fá frá þeim hrá­ vöru. En við erum rosalega þakk­ látir þeim fyrirtækjum sem tóku vel í þetta á sínum tíma,“ segir Brynjólfur en þá hafi Plastplan ekki verið komið langt á veg hvað varðar tækjakost og framleiðslugetu. „Þá vorum við að kynna hug­ myndir um það sem við ætluðum að vera. Við vorum ekki með tilbúnar vörur eða búnir að hanna eða byggja tækjakostinn sem við erum með í dag. Við vorum bara með heima­ smíðuð mót og það að fólk treysti okkur var algerlega frábært,“ segir Björn. Mánudagar erfiðastir Mikil vinna liggur að baki bæði því að sækja plastið sem vinna á úr og svo að koma því í viðunandi ástand. Þetta geri þeir Björn og Brynjólfur iðulega á mánudögum. „Þá erum við að sækja plastið, f lokka, þrífa það og kurla,“ segir Björn og bætir við: „Við flokkum plastið í sjö flokka og svo helst eftir lit aukalega svo við erum kannski að f lokka þetta í einhverja fjörutíu flokka og síðan kurlum við það allt hér til að geta stjórnað öllu sem kemur að hönn­ uninni,“ segir hann en þeir hafi verið nokkurn tíma að koma sér upp almennilegri aðstöðu til þess. „Rýmið sjálft er búið að þróast mjög mikið síðan við komum hing­ Höfum framleitt meira en nóg af plasti Þrívíddarprentari Plastplan getur mótað plast í nánast hvaða form sem er. Björn hellir tættu plasti í þrívíddarprentarann. Brynjólfur og Björn Steinar stofnuðu Plastplan árið 2019. Fréttablaðið/anton brink. Ragnar Jón Hrólfsson ragnarjon @frettabladid.is að út á Granda,“ segir Björn. „Við gerum ekki annað en að byggja og rífa veggi, því það kemur einhver ný vél sem umbreytir öllu sem við vorum búnir að hanna þetta út frá. Það er alltaf nýtt rými sem þarf að loftræsta eða breyta.“ Þrívíddarprentarinn reynist vel Björn og Brynjólfur hafa í þrjú ár unnið að því að hanna og smíða sinn eigin þrívíddarprentara en hann nýta þeir í dag til að móta plastið í hvaða form sem þeir vilja. „Þetta er svona mesta nýsköp­ unin sem er í gangi hjá okkur um þessar mundir,“ segir Björn en þeir hafi fengið hjálp víðs vegar að við að setja prentarann saman og for­ rita hann. Þeir séu enn að finna sem besta nýtingu á hann. „Við erum að vinna að því að læra á þessi tæki og reyna að fá það mesta út úr þeim. Við erum í ferli við að reyna að velja og greina hvað er að gefa okkur bestu útkomurnar. Lykillinn í þessu öllu er að við erum að reyna að læra af mistökunum og kosturinn við plastið er að ef við gerum mistök þá bara hökkum við það aftur og það fer hringinn.“ Sjálfbærni er markmiðið Björn og Brynjólfur segja að í fram­ tíðinni vilji þeir stefna á frekari vöruþróun og sölu á eigin hönnun. „Á síðasta HönnunarMars vorum við í fyrsta skipti að prófa að selja okkar eigin vörur en við vorum þar með vörulínu sem heitir „Every­ day“ og er hönnuð úr okkar eigin plasti fyrir fyrirtækið en ekki fyrir einhvern annan. Við erum með sjö vörur í sölu núna, allt frá stólum og kollum yfir í hillur,“ segir Brynjólfur en stefna fyrirtækisins sé að vera sjálfbært en ekki rekið á styrkjum. „Við reynum að vera einhvers staðar á milli listar og nýsköpunar og höfum þá líka mestan áhuga á að halda áfram að þróa þessa sér­ stöðu sem við erum með. Að vera innlend framleiðsla með sjálfbæran efnivið og við erum með fjölbreytta þekkingu til þess að gera það sem við gerum. Að reka hönnunar­ stúdíó sem samt vinnur eingöngu úr endurunnu plasti. Þetta er mjög þröngur rammi en við erum stoltir af því að ná að láta þetta ganga upp,“ segir Björn að lokum. n 36 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.