Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 22.10.2022, Qupperneq 90
[...] enda erum við alla daga að tæta hvert annað niður á sam- félagsmiðlum og hneykslast á hinu og þessu sem okkur kemur ekki rassgat við. Mér finnst áhugaleysi íslenskra fjölmiðla á því að fjalla um það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur vera bara alvar- legt mál. Tilvist í sítengdum heimi út frá kenningum danska hugsuðarins Sörens Kierke­ gaard er sérgrein dr. Guð­ mundar Björns Þorbjörnsson­ ar. Guðmundur segir íslenska fjölmiðla þurfa að gera betur í umfjöllun um erlend frétta­ mál. ninarichter@frettabladid.is Guðmundur Björn Þorbjörnsson er lesendum helst kunnur sem fjölmiðlamaður. Hann hefur sinnt fréttamennsku og dagskrárgerð á RÚV um árabil, meðal annars sem meðstjórnandi þáttarins Heims­ kviður. Samhliða fjölmiðlaferlinum er Guðmundur Björn nýútskrifaður doktor í heimspeki. Hann varði doktorsritgerð sína í Brussel í byrj­ un júlí og hélt doktorsfyrirlestur við heimspeki­, sagnfræði­ og fornleifafræðideild Háskóla Íslands um miðjan mánuðinn. Gráða Guð­ mundar er sameiginleg doktors­ gráða Vrije Universitet í Brussel og Háskóla Íslands. Varð sér úti um prestsréttindi Upphaf ið að doktorsgráðunni má rekja til guðfræðináms Guð­ mundar. „Ég ætlaði á einhverjum tímapunkti að verða prestur,“ segir hann. „Ég missti áhugann á því. Ég hef alltaf haft áhuga á heimspeki og guðfræði og kláraði embættis­ próf í guðfræði þegar ég var tuttugu og fjögurra ára,“ segir Guðmundur. „Ég er því með prestsréttindi,“ segir hann glettinn. Á vef Háskóla Íslands segir um ritgerðina: „Í doktorsritgerðinni rannsakar Guðmundur Björn til­ vist okkar í sítengdum heimi út frá hugsun Sörens Kierkegaard. Með hugmyndum sínum um endurtekn­ ingu og endurminningu kortleggur Kierkegaard tvær ólíkar, en um leið nátengdar, leiðir til að tjá mannlega tilvist sem lifaða reynslu.“ Doktorsgráðan tók níu ár Guðmundur kynntist verkum Kierke gaards í guðfræðinni. „Ég skrifaði báðar lokaritgerðirnar mínar um hann. Ég fór í framhald­ inu í meistaranám í heimspeki í Kaupmannahöfn og þá skrifaði ég að sjálfsögðu líka um Kierkegaard.“ Aðrar hliðar heimspeki danska hugsuðarins urðu þá fyrir valinu hjá Guðmundi, þá helst þær sem sneru að fjölmiðlum og gagnrýni á fjöl­ miðla. „Út frá því fæ ég áhuga á að skrifa doktorsritgerð um þetta. Ég hef samband við prófessor í Belgíu sem var eiginlega eini maðurinn sem var að pæla í Kierkegaard og internetinu.“ Guðmundur byrjaði í doktorsnáminu fyrir níu árum síðan, árið 2013. „Ég lendi svo í alls konar styrkja­ veseni. Þannig að ég er eiginlega að vinna allan tímann með þessari rit­ gerð,“ segir hann. Kierkegaard og internetið Þá liggur við að spyrja Guðmund hvort vinna að doktorsritgerð um fjölmiðla hafi haft áhrif á störf hans í fjölmiðlum og hugmyndir um vinnuna. „Nei, alls ekki neitt. Fjölmiðlar er kannski ekki rétta orðið hérna. Kannski frekar miðlun og tækni, internetið og allt þetta. Gagnrýni Kierkegaards á 19. öldinni beindist að dagblöðum og blaðamönnum sem voru þá „mass media“ síns tíma. Í dag er þetta miklu fjölbreyttara. Ég var alltaf að vinna í fjölmiðlum en tengdi þetta tvennt aldrei saman,“ segir hann. Guðmundur er þó ekki sá fyrsti sem snertir á málefninu. „Þetta er eitthvað sem hefur verið skrifað um. Hvað Kierkegaard hefði þótt um internetið. En það er allt mjög nei­ kvætt, um að hann hefði verið pess­ imisti sem hefði hatað internetið.“ Dr. Guðmundur Björn Þorbjörnsson kallar á áherslubreytingu í íslenskum fjölmiðlum þegar kemur að umfjöllun um erlent fréttaefni. Hann telur átök innan íslensku verkalýðshreyfingarinnar mega bíða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við erum alltaf tengd og við erum alltaf ínáanleg Tvær tilvistarlegar hreyfingar Að sögn Guðmundar er Kierkegaard fyrsti exístensíalistinn. Hann segir alla heimspeki og hugsun danska heimspekingsins ganga út á það hvernig við getum tjáð það að vera manneskja og vera til. „Það hlýtur að vera hægt að nota hans hugsun til að varpa ljósi á það hvernig við erum til, í því sem ég kalla síteng­ ingu. Við erum alltaf tengd. Og við erum alltaf ínáanleg,“ útskýrir Guð­ mundur. „Ég tiltek í ritgerðinni tvær leiðir sem ég kalla tilvistarlegar hreyfing­ ar. Endurtekningu og endurminn­ ingu. Ég sýni þar hvernig maðurinn hefur val um að lifa í endurminn­ ingu eða endurtekningu, innan þessarar sítengingar, samkvæmt skilgreiningum Kirkegaards,“ segir Guðmundur. Skilur þetta ekki enn þá Aðspurður hvað taki við að dokt­ orsgráðu lokinni, svarar hann: „Ég f lutti út í sumar, fór að vinna í Brussel. Það er ágætt að fara að gera eitthvað annað,“ segir Guðmundur hugsi. „Ég skil þetta enn þá ekki. Ég skil Kierkegaard ekki enn þá, en ég byrjaði að lesa hann þegar ég var 22 ára. Ég mun örugglega aldrei skilja hann.“ Aðspurður um mest krefjandi hliðar kenninganna, svarar Guð­ mundur að Kierkegaard hafi að mörgu leyti verið slæmur ritstjóri á sjálfan sig og hefði mátt stytta og breyta oftar. Áhugaleysi íslenskra fjölmiðla Sé talinu vikið að fjölmiðlum á ný, má spyrja hvernig sýn Guðmundar á fjölmiðlaumhverfi á Íslandi sé háttað í dag. „Ég hef mjög sterkar skoðanir á íslenskum fjölmiðlum. Mér finnst áhugaleysi íslenskra fjölmiðla á því að fjalla um það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur vera bara alvarlegt mál. Kannski hefur Ísland alltaf verið svona af því að við erum mjög einangrað málsvæði, lítil og út af fyrir okkur.“ Guðmundur bendir á að ekkert sé fjallað um átök í verkalýðshreyf­ ingum í fjölmiðlum í útlöndum. „Af hverju fjallar enginn Íslend­ ingur um Evrópusambandið? Er þetta af því að Ísland er ekki í Evr­ ópusambandinu? Hafa ákvarðanir Evrópusambandsins ekki áhrif á hvernig lífi okkar er háttað hér á Íslandi? Jú, það gerir það, þetta hefur mjög mikil áhrif á það,“ segir hann. Skylda að segja frá heiminum „Það er auðvelt að segja: Það getur hver sem er leitað sér sinna frétta og farið á BBC eða Guardian eða eitt­ hvað. En fólk gerir það ekkert endi­ lega. Það á að vera skylda íslenskra fjölmiðla að segja frá því sem er að gerast í heiminum á íslensku.“ Guðmundur segir að jafnvel þótt fólk skilji ensku, séu skilaboðin þau að erlendar fréttir skipti ekki máli. „Eiga átök í verkalýðshreyfingunni meira erindi við fólk en stríðið í Úkraínu eða hækkandi orkuverð?“ Gagnrýnin hugsun mikilvæg Hann segir fjölmiðla hafa mikil áhrif á það hvernig fólk sér heim­ inn og skynjar veruleikann. „Þeir stjórna því að mörgu leyti hver okkar heimsmynd er. Ef ég ætti að tala eins og Kierkegaard er svo mikilvægt að einstaklingurinn sem les fjölmiðla geri sér grein fyrir því hvaðan þessar upplýsingar koma, hvers vegna þær eru framsettar eins og þær eru framsettar og sé á varð­ bergi gagnvart því sem hann er að fá upplýsingar um. Ef hann gerir það ekki getur bara orðið illt í efni.“ Er lausnin í menntakerfinu? „Örugglega. Ég veit ekki hvernig það er. Í grunninn er þetta eitthvað sem er hægt að heimfæra upp á allan veruleika mannsins. Maður beitir gagnrýnni hugsun á allt. En það er ekkert auðvelt. Það er oft mjög þægilegt að gera það ekki og það sparar manni alls konar,“ segir Guðmundur Björn Þorbjörnsson, doktor í heimspeki. n Hvernig var vikan í fjölmiðlum? Freyr Eyjólfsson „Þó maður hafi horft upp á áfram­ haldandi fall breska heimsveldis­ ins, hrun nýfrjálshyggjunnar og þvæluna og klúðrið sem Bretar eru að ganga í gegnum út af djöfla­ sýrunni Brexit, þá stinga mig mest fréttir af einelti,“ segir Freyr Eyjólfs son, tónlistarmaður og fyrrverandi fjölmiðlamaður. „Einelti í skólum er að aukast og orðið grófara. Hinsegin börn og unglingar verða fyrir aðkasti, ætt­ leidd börn fá að kenna á rasisma í skólum og börn íhuga sjálfsvíg,“ segir hann. „Ég þekki allt of margt fólk sem er með sár á sálinni út af einelti og því miður líka fólk sem hefur hreinlega dáið úr einelti. Það er eitthvað sérkennilegt í gangi, einhvers konar bakslag í mannréttindabaráttu sem við ættum að huga að. Þetta er ein­ hver hegðun og árátta sem ungt fólk apar upp eftir okkur sem eldri erum – enda erum við alla daga að tæta hvert annað niður á samfélagsmiðlum og hneykslast á hinu og þessu sem okkur kemur ekki rassgat við,“ segir Freyr. „Við erum enn þá svolítið svona lítið sjávarþorp á norðurhjara veraldar sem á erfitt með fólk sem er öðruvísi. Það mikilvægasta sem ég lærði þegar ég bjó í New York er þessa einfalda setning: Just do your shit. Gerðu það sem þig langar og vertu ekki að abbast upp á aðra þótt þeir séu öðruvísi en þú.“ n Ekki abbast upp á aðra n Spurningin Freyr Eyjólfsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Truss hefur sagt sig úr embætti. 54 Lífið 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.