Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 9 S K E S S U H O R N 2 02 2 Hunda- og kattaeigendur athugið Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina og er ormahreinsun hunda og katta innifalin í leyfisgjaldi. Hundahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00 mánudaginn 24. október Kattahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00 þriðjudaginn 25. október Staðsetning: Þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar • Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, verð kr. 4.000 • Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 5.000 • Ófrjósemissprauta í hunda og ketti, verð kr. 3.000-7.000 fer eftir þyngd • Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 4.000 Seinni hreinsun laugardaginn 5. nóvember. Athugið að greiða þarf með peningum - enginn posi verður á staðnum. Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. Fyrirtækið Sportbátar er meðal annars umboðsaðili fyrir Zodiac og Bombard slöngubáta. Forsvarsmenn þeirra ákváðu að færa Björgunar- sveitinnni Oki í Borgarfirði Zodiac slöngubát að gjöf. Mun hann nýt- ast vel í leit, björgun og á æfingum sveitarinnar. Slöngubáturinn er 4.7 metrar á lengd, hefur 2-3 í áhöfn og hentar fyrir 40 hestafla mótor. Hann getur borið meira en 10 einstaklinga í neyð og auðvelt er að setja hann á flot við ýmsar aðstæður. Stjórn Oks hafði nýlega ákveðið að festa kaup á nýjum slöngu- bát til að leysa eldri bát sveitar- innar af. Kemur þessi gjöf því á verulega heppilegum tíma. Bátur- inn mun koma að góðum notum á svæði björgunarsveitarinnar sem er með bækistöðvar sínar í Reykholti í Borgarfirði. Útköll hennar eru fjöl- breytt, til dæmis á ám, vötnum og sjó en einnig koma reglulega upp beiðnir um aðstoð í öðrum lands- hlutum. Lúther Gestsson, framkvæmda- stjóri Sportbáta, afhenti Jóhannesi Berg, formanni björgunarsveitar- innar Oks bátinn nú á dögunum. Að sögn Jóhannesar er fleyið nú komið á sinn stað í Reykholti og verið er að setja það saman og blása upp. Því næst eru prófanir fyrirhugaðar, áður en vötn taka að frjósa. Í tilkynningu á síðu Landsbjargar segir að björgunarsveitarmenn séu afar þakklátur fyrir höfðinglega gjöf Sportbáta og telji mikilvægt að endurnýja tæki sveitarinnar áður en þau verða úrelt, til að viðhalda öryggi félaga þar sem oft er unnið við erfiðar aðstæður. Báturinn muni vafalaust koma að góðum notum fyrir Björgunarsveitina Ok. Hún er ein þriggja borgfirskra björgunar- veita sem sinna stóru landssvæði. Hinar tvær eru Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi og Björgunar- sveitin Heiðar í Stafholtstungum. gj Sportbátar færa Björgunarsveitinni Oki nýjan slöngubát að gjöf Góður búnaður er hverri björgunarsveit mikilvægur og getur skipt sköpum við að bjarga mannslífum. Ljósm. Skessuhorn. Bátur eins og sá sem Sportbátar gefa. Sportbátar. Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall S K E S S U H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Sunnudagur 23. októbe Sunnudagaskóli kl. 11 Bleik messa kl. 20 Miðvikudagur 26. október Bænastund kl. 12:10 – súpa í Vinaminni að stund lokinni Opið hús kl. 13:15 – sérstakir gestir eru sr. Hjálmar Jónsson og Sigurbjörn Þorkelsson Dagskrá í Hallgrímskirkju í Saurbæ í tilefni af ártíð Hallgríms Péturssonar, 27. október. Fimmtudagur 27. október kl. 20 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín flytur erindi, en hann vinnur nú að ritun ævisögu Hallgríms. Laugardagur 29. október kl. 16 Tríóið Sírajón flytur verk eftir Katchaturian, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Aðgangseyrir 2.500 kr. Sunnudagur 30. október kl. 20 Messa kl. 20 Byggðarráð Dalabyggðar hefur samþykkt að félagsheimilið á Staðarfelli fari í sölumeðferð. Á fundi byggðarráðs 11. október s.l. var lagt fram lóðarblað með afmörkun lóðar í kringum félags- heimilið og samþykkti ráðið lóða- mörkin fyrir sitt leyti. Skýrsla Menningarmálanefndar Á síðasta ári gerði Menningar- málanefnd Dalabyggðar ítarlega skýrslu um félagsheimili í sveitar- félaginu. Þá voru metnir styrk- leikar, veikleikar, ógnanir og tæki- færi og haldnir voru hugarflugs- fundir í hverju félagsheimili þar sem íbúum gafst kostur á að koma með hugmyndir að notkun. Í niðurstöðu skýrslu Menningar- málanefndar segir að ástand félags- heimilisins á Staðarfelli sé nú þannig að fara þurfi í nokkrar fram- kvæmdir til að fá endurnýjað starfs- leyfi, til að geta haldið viðburði þar sem fólki er stefnt saman. Þá veltir nefndin því upp hvort sveitarfélagið eigi að standa fyrir því að koma hús- inu í það horf að starfsleyfi fáist. Í skýrslunni segir að það sé samnefnt með þeim hugarflugsfundum sem haldnir voru að íbúar Dalabyggðar virðist vilja fá meira líf í félagsheim- ilin á svæðinu. Ekki skorti hug- myndir um notkun á félagsheimil- inu á Staðarfelli og gátu íbúar m.a. séð þar fyrir sér kaffihús, vinnu- stofur fyrir listamenn og sýningar- sal eða sýningar í tengslum við byggðasafn eða listasafn. Skásti kosturinn að selja húsið Þrír eigendur eru að húsinu; sveitar- félagið Dalabyggð á 65% eignarhlut, Kvenfélagið Hvöt á 20% og Ung- mennafélagið Dögun á 15%. Í niðurstöðu skýrslu Menningar- málanefndar er lagt til að sveitar- félagið taki samtal um að eftirláta Kvenfélaginu Hvöt og Ungmenna- félaginu Dögun húsið til fullrar eignar. Þá ættu félögin húsið og myndu sjá um allan kostnað við rekstur, viðhald og uppbyggingu og hægt væri að skoða samstarfssamn- ing við Dalabyggð um rekstrar- stuðning verði húsnæðið nýtt til menningarstarfsemi. Í framhaldinu funduðu sveitar- stjóri og formaður byggðar- ráðs með fulltrúum Kvenfélags- ins Hvatar og Ungmennafélagsins Dögunar þann 14. júlí 2021 þar sem farið var yfir stöðuna. Á þeim fundi kom fram að félögin gætu ekki tekið húsið yfir og var það samhljóma niðurstaða fundarins að skásti kosturinn væri að selja húsið. Þá segir í minnisblaði frá þeim fundi að áður en hægt sé að setja húsið í söluferli þurfi að hnitsetja lóð í kringum það fyrir sölu og fá verðmat á það. Það hefur nú verið gert, eins og áður segir, og er húsið á leið í sölumeðferð. gbþ Selja félagsheimilið á Staðarfelli Félagsheimilið á Staðarfelli. Ljósm. SSV Séð út á Hvammsfjörð úr félagsheimilinu á Staðarfelli. Ljósm. SSV

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.