Skessuhorn - 26.10.2022, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 25. árg. 26. október 2022 - kr. 950 í lausasölu
Ert þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Opið
alla
daga
ársins
699 3444
molby@fastlind.is
Löggiltur fasteignasali
ÁRALÖNG ÞEKKING
OG REYNSLA AF
FASTEIGNAMARKAÐI
Á VESTURLANDI
BOGI MOLBY
Allir kaupendur og seljendur fá
Vildarkort Lindar
hjá fjölmörgum fyrirtækjum
sem veitir 30% afslátt
Þinn árangur
Arion
Alls eru 44 fyrirtæki, eða um 5% af
heildarfjöldanum, á lista Creditinfo
yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár
staðsett á Vesturlandi. Fimm efstu
sæti listans á Vesturlandi eru öll í
flokki stórra fyrirtækja en þau eru
KG fiskverkun á Hellissandi, Hrað
frystihús Hellissands, Borgarverk í
Borgarnesi, Límtré Vírnet í Borgar
nesi og Vignir G. Jónsson á Akra
nesi. Þessi fyrirtæki hafa öll verið á
listanum áður. Bæði Hellissandur
og Ólafsvík eru með óvenju hátt
hlutfall framúrskarandi fyrirtækja
að þessu sinni. Á Hellissandi eru
10% fyrirtækja sem eiga ársreikn
ing fyrir 2021 sem uppfylla kröfur
Creditinfo, eða 6 af 54 fyrirtækjum.
Í Ólafsvík er hlut
fallið sömuleiðis
10% en þar eru
8 fyrirtæki af 79 á
listanum.
Aðeins eitt
fyrir tæki á
Vestur landi hefur
verið á listanum
á hverju ári síðan
hann kom fyrst
út árið 2010 en það er jarðvinnu
verktakafyrirtækið Bjarmar á Akra
nesi. Tvö fyrirtæki á Vesturlandi
koma ný inn á listann í ár, leigufé
lagið Bríet í Borgarnesi og Endur
skoðunarstofan Álit á Akranesi.
Þetta er í þrettánda sinn sem
Creditinfo veitir
framúrskarandi
fyrirtækjum í
íslensku atvinnu
lífi vottun
fyrir góðan og
traustan rekstur
en listinn í ár var
gerður opinber á
viðburði í Hörpu
í síðustu viku.
Alls hafa 1.881 fyrirtæki einhvern
tímann komist á listann en aðeins
54 þeirra hafa hlotið nafnbótina öll
árin. Þegar Creditinfo metur hvort
fyrirtæki teljist framúr skarandi er
m.a. horft til þess hvort ársreikn
ingi hafi verið skilað á réttum tíma,
og þegar litið sé til síðustu þriggja
ára sé rekstrarhagnaður, ársniður
staðan jákvæð, rekstrartekjur að
lágmarki 50 millj. kr. og eiginfjár
hlutfall a.m.k. 20%. Um 39 þúsund
fyrir tæki skila ársreikningi en þegar
litið er til allra annarra skilyrða sem
fyrirtæki þurfa að uppfylla, þá tel
jast aðeins um 2% fyrirtækja fram
úrskarandi. Þess skal að lokum getið
að tvö fyrirtæki birtu lista í síðustu
viku. Auk Creditinfo birti Keldan og
Viðskiptablaðið í sameiningu lista í
síðustu viku. Á síðarnefnda listanum
voru 48 fyrirtæki af Vesturlandi,
fjórum fleiri en náðu í gegnum nál
arauga Creditinfo.
mm
44 fyrirtæki framúrskarandi á Vesturlandi samkvæmt Creditinfo
Hellissandur og Ólafsvík með óvenju hátt hlutfall framúrskarandi fyrirtækja
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og frú Eliza Reid voru á ferð í ofanverðum Borgarfirði síðastliðinn fimmtudag. Með þeim í för voru finnsku forsetahjónin; Sauli
Niinistö og Jenni Haukio. Ekið var frá Þingvöllum um Kaldadal, farið á Langjökul, í Húsafell og að Hraunfossum. Meðfylgjandi mynd var tekin á þeim stað sem jökulrönd
Langjökuls var árið 2020. Síðan hefur jökullinn hopað talsvert, en fjær sést móta fyrir núverandi jökulrönd. Sjá nánar frétt á bls. 4. Ljósm. Riikka Hietajärvi.
Hátt hlutfall fyrirtækja í Snæfellsbæ
uppfyllir skilyrði um fyrirmyndarrekstur.
Ljósm. úr safni/af.