Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202218 Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal í Grundarfirði, sem auglýst var um mitt sumar, hefur íbúðalóðum verið bætt við og nær vestasta lóðin að aðkomusvæði Skógræktarfélags Eyrarsveitar. Efasemdir eru meðal einhverra íbúa um hvort byggja eigi íbúðir á þeim lóðum sem næstar eru aðkomusvæði skógræktar félagsins m.a. vegna brattlendis og votlendis en einnig vegna þess að hluti gróður lendis og útivistarsvæðis myndu fara undir hús. Gunnar Njálsson á sæti í stjórn skógræktar­ félagsins. Hann kveðst ósáttur við vinnubrögð sveitarfélagsins við skipulagsvinnuna og segir að lóð­ irnar verði á svæði þar sem nú er aðkomu­ og bílastæði að skógrækt­ inni. Skipulagsfulltrúi Grundar­ fjarðarbæjar segir engin bílastæði vera við aðkomusvæði skógræktar­ innar og að nýju lóðirnar fari ekki yfir á aðkomusvæðið heldur liggi upp að því. ,,Það sést greinilega í þessu ferli, að aðkomusvæði skógræktarinnar er ekki til og hvergi minnst á það í skipulagslýsingum, né að taka eigi tillit til þess að það sé þarna. Heldur hefur hin raunverulega staðsetning þess verið skilgreind sem bygginga­ svæði og laumað inn á síðustu stigum skipulagsferilsins í lokavinnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019­ 2039 án þess að stjórn Skógræktar­ félags Eyrarsveitar hafi haft grun eða vitneskju um það,“ segir Gunnar í samtali við Skessuhorn. Kristín Þorleifsdóttir, skipulags­ fulltrúi Grundarfjarðarbæjar, segir að lóðirnar sem um ræðir nái að aðkomusvæði skógræktarinnar og þrengi því vissulega að því en fari ekki yfir umrætt aðkomusvæði. Það sé því ekki verið að skipuleggja lóðir á aðkomusvæðinu. Í gildandi aðalskipulagi sé svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði og sé nú útfært í þessari tillögu um breytingu á deiliskipulagi. ,,Aðkomusvæðið er utan marka deiliskipulags­ ins og því er það ekki sérstak­ lega merkt á deiliskipulagsupp­ drættinum. Skógræktarsvæðið sjálft er ofan byggðarinnar og þó nokkuð langt frá deiliskipulagssvæðinu og aðkomusvæði skógræktarinnar. Í deiliskipulaginu eru settir fram skilmálar um frágang lóðarinnar sem stendur næst aðkomusvæðinu, samkvæmt þeim þarf að vanda frá­ gang á lóðarmörkunum og hafa þau sem náttúrulegust. Ég skil vel að fólk tengist svona svæðum sterkum tilfinningaböndum þar sem það hefur t.d. gróðursett og átt góðar stundir. Nú er unnið að minni­ háttar breytingum á tillögunni til þess að bregðast við athugasemdum sem bárust, m.a. er verið að skerpa á skipulagsskilmálum og bætt hefur verið við ákvæðum um að gróður verði færður af svæðinu ef mögulegt er áður en til framkvæmda kemur. Þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna í sumar hefur verið svarað og verður uppfærð tillaga með þessum minnháttar breytingum kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þar að kemur og þeim sem gerðu athugasemdir gert viðvart,“ segir Kristín. sþ Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþrótta­ maður vikunnar að þessu sinni er badminton maðurinn Hilmar Veigar frá Akranesi. Nafn: Hilmar Veigar Ágústsson Fjölskylduhagir? Ég bý með for­ eldrum mínum og eldri bróður á Akranesi. Hver eru þín helstu áhuga­ mál? Þau eru badminton, golf, mótorsport og hanga með vinum mínum á verkstæðinu. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég vakna, mæti í skólann, kem heim, fer á æfingu, borða kvöldmat og hitti strákana á kvöldin. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Ég er glaðlegur og skemmtilegur en get verið mjög tapsár. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi þrisvar sinnum í viku og svo fer ég á eina æfingu í viku hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Brynjar Ellertsson. Af hverju valdir þú badmin­ ton? Ég var nýhættur í fótbolta og mig langaði að æfa einhverja aðra íþrótt. Ég ákvað að prófa að fara með bekkjarbróður mínum á æfingu og þar kviknaði áhuginn en ég var níu ára gamall. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Sigurjón frændi og Óli Rafn og Daði Snær vinir mínir. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast við mína íþrótt er góður félagsskapur og allir sem ég er að hitta á mótum en leiðinleg­ ast er að tapa á mótum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks­ ins hafa lagt fram frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason, þingflokksfor­ maður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í síðustu viku. Meginmarkmið frumvarpsins eru að tryggja rétt launamanna til að velja sér stéttarfélag, leggja bann við forgagnsréttar ákvæðum í kjara­ samningum, vernda rétt launa­ manna til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem þeir tilheyra ekki og afnema greiðsluskyldu ófélags­ bundinna launamanna þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamn­ ingum. Í greinargerð frumvarpsins er bent á að þrátt fyrir að félagafrelsi njóti ríkari verndar skv. stjórnar­ skrá hér á landi en í nágranna­ löndum hefur almenn löggjöf gert það að verkum að réttur manna til að velja sér félag eða standa utan félags er mun takmarkaðari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt tölum OECD er stéttarfélaga aðild á Íslandi mun hærri en í öðrum löndum. Verði frumvarpið að lögum verður lagt bann við forgangsréttar­ ákvæði líkt og segir að ofan, en þar er átt við ákvæði kjarasamnings sem veita félagsmönnum tiltekins stéttarfélags forgang að ákveðnum störfum. „Slík ákvæði hafa í för með sér að einstök stéttarfélög geta í raun komið í veg fyrir að stofnuð verði ný stéttarfélög í sömu starfs­ grein á sama félagssvæði, enda bresta allar forsendur fyrir stofnun nýs stéttarfélags ef annað félag hefur forgang að öllum störfum á svæðinu. Í framkvæmd er enginn munur á forgangsréttarákvæðum og hreinum skylduaðildarákvæðum þar sem niðurstaðan verður alltaf sú sama,“ segir í greinargerð með frumvarpi þingmanna Sjálfstæðis­ flokksins. mm Þykir þrengt að aðkomusvæði Skógræktar Eyrarsveitar Þessi mynd var tekin í gær og sýnir svæðið þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsum neðan við skógræktina, en búið er að moka fyrir fyrstu byggingunum á svæðinu. Inngangur að skógræktinni er í forgrunni til hægri á mynd. Ljósm. tfk Frumvarp sem tryggja á félagafrelsi á vinnumarkaði Get verið mjög tapsár Íþróttamaður vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.