Skessuhorn - 26.10.2022, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202226
Á fundi bæjarráðs Akraness síð
asta fimmtudag var tekið fyrir
erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA
um að fá að nýta húsið Kirkjuhvol
fyrir íþróttafólk á vegum KFÍA
og mögulega annarra íþróttafé
laga þar til bærinn hefur ráðstafað
húsinu. Bæjarráð samþykkti að
húsnæðið verði nýtt tímabundið
af ÍA gegn hóflegri leigu en
mikil vægt sé að það verði útfært
þannig að unnt sé að losa það með
skömmum fyrirvara komi til þess
að það verði selt eins og samþykkt
hefur verið að gera.
Kirkjuhvoll við Merkigerði er án
efa eitt af merkari húsum á Akra
nesi. Það var byggt árið 1923 og
fagnar því aldar afmæli á næsta
ári. Það voru hjónin séra Þor
steinn Briem og Valgerður Lárus
dóttir sem réðust í byggingu þess
en yfirsmiður var Páll Friðriksson,
bróðir séra Friðriks Friðrikssonar
stofnanda KFUM á Íslandi. Séra
Þorsteinn Briem bjó í húsinu frá
byggingu þess til ársins 1946 eða
allt þar til séra Jón M. Guðjónsson
flutti inn og dvaldi til ársins 1975.
Þá tók séra Björn Jónsson við og
bjó þar til 1978.
Þegar hlutverki Kirkjuhvols
sem prestsbústaðar lauk tók við
tímabil þar sem húsið þjónaði
sem heimavist Fjölbrautaskólans á
Akranesi. Árið 1985 var svo komið
að húsið var ekki lengur talið
íbúðarhæft og jafnvel talið sýnt að
það yrði rifið. Það varð Kirkju
hvoli til bjargar að hjónin Sig
urður Ragnarsson og Drífa Björns
dóttir keyptu húsið af Akranesbæ
og endurbyggðu það á aðdáunar
verðan hátt í því sem næst uppruna
legri mynd. Séra Jón M. Guðjóns
son lést 18. febrúar 1994. Hinsta
ósk hans var sú að í Görðum myndi
rísa listasafn. Byrjunaráfangi að
þeirri draumsýn varð að veruleika
er nýstofnuðum minningarsjóði
um séra Jón tókst með stuðningi
Akraneskaupstaðar að fjármagna
kaup á Kirkjuhvoli. Stjórn sjóðsins
ákvað að þar skyldi starfrækt lista
setur í anda þess manns er þjónað
hafði Skagamönnum af einhug í
áratugi.
Í aðdraganda þess að Kirkju
hvoll varð listasetur vann hús
stjórn skipuð sjálfboðaliðum
mikið starf. Á fyrstu árum lista
seturs í Kirkjuhvoli naut starf
semin mikils stuðnings frá fyrir
tækjum og einstaklingum, auk
sjálfboðaliða sem unnu ómetan
legt starf. Listasetrið var form
lega opnað í janúar 1995 og voru
haldnar þar um 150 myndlistar
sýningar auk annarra uppákoma,
svo sem ljóðalesturs, sögustunda
og annarra menningartengdra
viðburða. Jóhanna L. Jónsdóttir,
dóttir séra Jóns, veitti Listasetrinu
Kirkjuhvoli forstöðu frá upphafi til
enda eða í 18 ár.
Árið 2013 hætti Akraneskaup
staður að reka listasetur á Kirkju
hvoli og árið eftir tók fyrirtækið
Skagaferðir ehf. húsið á leigu og
rak þar gistihús auk þess að vera
með menningartengda viðburði í
húsinu. Hjónin Eggert Herberts
son og Ingibjörg Valdimarsdóttir
hafa frá árinu 2016 verið með gisti
heimili undir heitinu StayWest á
Kirkjuhvoli til leigu en sá samn
ingur rann út í haust. vaks
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur
á undanförnum fundum sínum
ályktað um vegamál. Vegakerfið í
Dalabyggð er stórt og umfangs
mikið enda sveitarfélagið mjög víð
feðmt. Stór hluti vegakerfisins er
enn malavegir sem eru í mjög mis
jöfnu ásigkomulagi. Aðgerða er
þörf nú þegar, hvort sem um er að
ræða stofn eða tengivegi.
Á fundi sínum þann 18. október
síðastliðinn bókaði sveitarstjórnin
svohljóðandi; „Umræða um mikil
væga stofn og tengivegi á lands
byggðinni hefur verið út undan í
almennri umræðu um vegamál um
langa hríð. Í því ljósi fagnar sveitar
stjórn Dalabyggðar frumkvæði því
sem fram hefur komið um svokall
aða „samfélagsvegi“. Þó almennt
sé lítill áhugi á því að sett verði á
veggjöld þá er ljóst að til þess að
einhverjir möguleikar opnist í þá
veru að flýta framkvæmdum við
Skógarstrandarveg þá þarf að hugsa
í nýjum lausnum og þora að nefna
aðra valkosti en þá aðferðarfræði
sem til þessa hefur verið ástunduð
við fjármögnun vega.
Sama á við um fáfarnari malar
vegi eins og víða eru í Dalabyggð. Í
þeim efnum þarf einnig að þora að
nefna nýja valkosti, ekki bara varð
andi fjármögnun. Í því tilliti vill
sveitarstjórn Dalabyggðar hvetja
vegayfirvöld til að huga að því að
leggja bundið slitlag þó vegir séu
ekki á allan hátt uppbyggðir og
vegbreidd sé ekki eins og best ger
ist. Slit á bílum, dekkjum og annar
kostnaður sem heimafólk sem býr
við holótta og vonda vegi ber hefur
ekki verið metinn til fjár. Eins má
nefna akstur skólabarna sem eiga
um langan veg að fara eða allt að
rúmlega 85 km á dag við oft mjög
slæmar aðstæður. Sveitarstjórn
Dalabyggðar vill stuðla að auknum
lífsgæðum heimamanna og allra
þeirra sem um okkar fallega hérað
aka. Bundið slitlag er einn þáttur
innviða sem skiptir máli í þeim
efnum.“
Ágæti lesandi, það er nefnilega
þannig að betri vegir auka lífsgæði,
það vita íbúar Dalabyggðar á eigin
skinni. Það virðist þurfa nýja nálgun
og þor til að brjóta upp umræðuna
og hreyfa við málum. Að mínu mati
er sá tími runninn upp. Brjótum
upp verklagið og forgangsröðum
verkefnum í þágu þeirra sem enn
búa við það að aka á malarvegum.
Björn Bjarki Þorsteinsson
Höf. er sveitarstjóri í Dalabyggð
Pennagrein
Gæði vega skipta máli
þegar lífsgæði eru metin
Vísnahorn
Alltaf öðru hvoru kemur upp umræða um
lífræna ræktun og ýmislegt henni tengt.
Sömuleiðis um erfðabreytt matvæli og
reyndar yfirleitt um alla mögulega og ómögu
lega þætti matvælaframleiðslu. Fyrir nokkrum
árum var umræðuþáttur í sjónvarpinu þar sem
rætt var um erfðabreytt matvæli. Einn við
mælenda var doktor Ólafur Dýrmundsson og
var hann þeim andsnúinn. Eftir þessa umræðu
kvað Gísli Sigurðsson:
Án breytinga þú tækifæri tapar
til að rísa upp af sárum hnjánum,
því mannkynið er erfðabreyttir apar
þó ennþá hangi Dýrmundsson í trjánum.
Þótt beitarbúskapur fyrri ára sé liðin tíð má
alveg velta fyrir sér kolefnissporum þess
búskaparlags svona ef þess er gætt að taka
alla hluti með í dæmið á báða vegu. Vetrar
beitin var í raun lífsnauðsyn á þeim tímum og
margir sem fylgdu fénu á beit og stóðu yfir.
Á reyndar ekki von á að margir stundi þá iðju
lengur. Þorsteinn Jakobsson frá Hreðavatni
eða „Steini Hreða“ orti þessa í hjástöðunni:
Þá ég lá við gljáargjá
gráa sá ég hjá mér á
snjáinn frá sér flá með tá
fá og smá í stráin ná.
Ýmsar skoðanir getum við haft á lífsbaráttu
forfeðra okkar og sömuleiðis grunar mig að
þeir gætu haft einhverjar skoðanir á okkar
vandamálum ef þeir kíktu til okkar niður á
milli skýjanna en allavega orti Elivoga Sveinn
um bændur:
Nær þeir taka hinztu höfn
til heljar snúa tánum.
Geymast þeirra glæstu nöfn
í gömlu markaskránum.
Það er nú spurning hvort bein þörf er á
markaskrám til að munað sé eftir einstak
lingum. Hvers eiga þeir þá að gjalda sem
aldrei hafa átt mark? Kristján Röðuls hét
maður og taldi sig til skálda um miðja síð
ustu öld. Gaf út nokkrar ljóðabækur og við
útkomu einnar þeirra var kveðið (veit annars
nokkur um höfund?)
Kristján Röðuls, kappinn snjalli
kveður böðulslega,
réttu, hröðu rímnafalli
ríður söðulvega.
Björn á Löngumýri var vissulega eftirminni
legur maður og um tíma kaupfélagsstjóri á
Skagaströnd. Um hann kvað Lúðvík Kemp:
Bátnum snýr og beitir vörn
bæði skýr og vitur
Ævintýra-óskabjörn
undir stýri situr.
Sumir hafa tamið sér að nota fleirtölu meira
en algengast hefur verið fram undir þetta.
Aðrir gagnrýna slíka meðferð móðurmáls
ins og kalla Fleirtölublæti. Þar um orti Helgi
Ingólfsson:
Í fleirtölu „hakk“ yrði „hökk“,
svo held ég að „flakk“ yrði „flökk“
og „malt“ yrði „mölt“
og „allt“ yrði „öllt“.
Að endingu „snakk“ yrði „snökk“.
--
(Þið afsakið léttúðug læti,
en limrugerð vekur oft kæti.
Ljóð byggja á orðum.
Hér allt er í skorðum
sem ofstuðlað fleirtölublæti.)
En svo fyllsta jafnræðis sé gætt skal jafnframt
ort um eintöluna enda sagði Helgi svo:
Eintala af „kenjum“ er „kenj“
og kannski af „menjum“ þá „menj“,
af „buxum“ er „buxa“...
(Nú þarf ég að hugsa
því þegar við grenjum fæst „grenj“).
Reiðhallir hafa vaxið mjög að vinsældum á
undanförnum árum og þykja nú lífsnauðsyn
á öllum betri hrossabúum (og jafnvel hinum
líka). Ekki voru þær þó fullkomlega óum
deildar í upphafi og höfðu menn á þeim sem
fleiru ýmsar og breytilegar skoðanir. Jóhann
Guðmundsson frá Stapa var frekar jákvæður:
Reisur víða um fjöllin fríð
fjörga lýða sinni.
En geri hríð og garra tíð
gott er að ríða inni.
Jón Sigurðsson í Skollagróf í Hrunamanna
hreppi var ekki alveg eins jákvæður enda
ekki þekktur að því að elta skoðanir annarra
umfram þarfir:
Fer ég létt um fjallaleið
fjötrum sprett af sinni.
En heims í þéttri hallarreið
hef ég pretta kynni.
Óvíst hins vegar hvort Páll Kolka hefur þurft
fullþroskaða reiðhöll fyrir sínar andans tamn
ingar:
Brátt má heyra skelli og skrölt
skvettist sjór á vanga.
Fyrir Skaga, Gerpi og Gölt
geisar skeið til fanga.
Stör er bleik og fergin fölt
fölskvuð lauf á götu.
Ljóðabykkjan, löt og hölt
lítur tóma jötu.
Þó mun heyrast bráðum brölt
blakkar stappa og frísa.
Ljóðafákur fer á tölt
fram um glæra ísa.
Á árunum uppúr 1950 voru fjárskipti á Suður
landi og víðar og eðli málsins samkvæmt umtals
verð vinna fyrir flutningabílstjóra að flytja lömb
úr Þingeyjarsýslum til Suðurlands. Ekki var þó
ekið í einum áfanga heldur gist á Akureyri. Þætti
þó væntanlega ýmsum nógu langur flutningur
nú eins og vegakerfi landsins var á þeim tímum.
Einn bílstjóranna hét Sveinn Sveinsson frá Sel
fossi og orti á þessum ferðalögum:
Eitthvað miðar áfram hér
oft þó til ég slaki.
Reykjaheiði horfin er
Húsavík að baki.
Okkur bíllinn áfram ber
alltaf styttist leiðin.
Grá af slyddu orðin er
árans Vaðlaheiðin.
Norðurlandi flutt er frá
féð og lambaspörðin.
Sól og blíða blikar á
bjartan Hrútafjörðinn.
Það hefur lengi verið siður vinnufélaga að
gantast svolítið hver við annan og þykir
mörgum ástæðulaust við þær aðstæður að
bregða því betra ef menn vita hið verra. Piltur
úr nágrenninu vann um hríð með Guðmundi
Ólafssyni sem kallaður var „prestaskáld“
og einhvern tímann kom gamall sveitungi
og spurði hvort pilturinn væri ekki röskur
til verka. ,,Jú, það hlýtur að vera. Hann er
alltaf fyrstur í mat,“ var svarið. Nú stóð svo
á að pilturinn átti erindi af staðnum og fékk
skyndilega far sem hann greip á stundinni. Þá
sagði Guðmundur:
Þó að Kristján fái far
og ferðist vítt um byggðir lands
þess mun enginn verða var
að vanti mann í staðinn hans.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
En geri hríð og garra tíð gott er að ríða inni
Húsið Kirkjuhvoll eins og það lítur út í dag.
Ljósm. vaks.
Húsið Kirkjuhvoll leigt fyrir
íþróttafólk tímabundið