Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 8

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Side 8
Landsskráning slysa Skáningu slysa hefur verið ábótavant á íslandi líkt og í öðrum vestrænum löndum. Við athugun á umferðarslysum á Norðurlöndum, sem yfirleitt er byggð á gögnum frá lögreglu, kemur t.d. í ljós að tíðni skráðra umferðarslysa var milli 240 - 371 á 100.000 íbúa 1989. Raunveruleg tíðni umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt skráningu á Slysadeild Borgarspítalans og heilsugæslustöðva, sem nær til 71% þjóðarinnar (upptökusvæði), er mun hærri eða 1.116/100.000 árið 1989. Samkvæmt athugun Biama Torfasonar 1984 má finna 97% allra umferðarslvsa er lögreglan skráir í Revkiavik í slvsaskráningu Borgarspítalans. Með landskráningu slysa á slysadeildum og heilsugæslustöðvum, er byijaði 1986-87, hófst kerfisbundin skráning á umferðar- , heimilis-, íþrótta-, skóla- og frístundaslysum. Þessi skráning nær nú til 15 heilsugæsluumdæma í landinu. Ekki er kunnugt um að aðrar þjóðir hafa farið þessa leið nema að takmörkuðu leyti. Við umferðarslysaskráningu hefur verið stuðst við upplýsingar lögreglu en lögreglan er ekki kölluð til nema í tæpum helming slysatilfella, sem er þó hærra hlutfall en gerist í nágrannalöndum. Lögreglan sinnir mikilvægu hlutverki m.a. vegna slysarannsókna. Vinnuslys eru skráð kerfisbundið og hafin er skráning skólaslysa. Önnur slys, s.s. íþrótta-, "frístunda-" og heimaslys hafa ekki verið slcráð kerfisbundið fram til þessa. Á mynd 1 má sjá heildartíðni slysa á íslandi 1989 á 1000 íbúa. Algengustu slysin falla undir "annað" en það eru aðallega frístundaslys. Næst í röðinni eru heimaslys og vinnuslys en lægst í röðinni eru svo skóla- og umferðarslys. Alvarlegustu slysin og flest dauðaslys stafa af heima- og umferðarslysum. Slys á íslandi 1989 - alls 198/1000 íb. Skráning nær til 71% þjóðarinnar. Umferð 6% 11.6 Skóli 6% 12.1 Annað42% &3 Heimili 26% 51.4 Vinna 11% 20.8 íþróttLr 9% 18.1 Fjöldi slysa er miðaður við 1000 íbúa. Mynd 1 Landlæknisembættið, nóv. 1990 Miðað er við slysatíðni á 1000 íbúa í 15 heilsugæsluumdæmum á landinu. 4

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.