Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 14
Samfara "strangri áfengisstefnu" lækkar dánartíðni í umferð.
I sérhverju landi eru ákveðnar reglur um framleiðslu og sölu á áfengi. Þessar
reglur eru mismunandi eftir löndum. Á myndinni hér að neðan var gerð tilraun til
þess að bera saman áfengisstefnu meðal 19 vestrænna þjcða og tengja það
dánartíðni í umferð. I þessum samanburði voru notuð gögn frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og voru eftirtaldir þættir bomir saman:
1. Stjóm framleiðslu áfengis.
2. Dreifing áfengis, m.a. fjöldi útsölustaða.
3. Verðtakmarkanir.
4. Auglýsingavenjur (fijálsar, takmarkaðar eða bannaðar).
Hverju landi var gefið stig, þ.e. áfengiseftirlitsstuðull. Eftir því sem
áfengiseftirlitsstuðullinn var hærri, þ.e. meiri takmarkanir á sölu og dreifingu,
hærra verð og takmarkaðar auglýsingar, var dánartíðni lægri. Samanburðurinn
byggir á tölulegum upplýsingum frá 1983 en þá vom mestu takmarkanir á sölu
áfengis á íslandi og dánartíðni í umferð þar lægst.
Heimild: Landlæknisembœttið. Tölvubanki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO,
Kaupmannahöfn 1985.
10