Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Síða 25

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Síða 25
Hjálmanotkun við hjólreiðar. Hjálmanotkun bama við hjólreiðar hefur lengi verið til umræðu. Málið komst inn á þing, en gufaði upp þvx að "aðrar þjóðir höfðu ekki lögfest slíkt og ekki þótti við hæfi að gera foreldra ábyrga fyrir því að bömin notuðu hjálma"!! Ástralir lögleiddu notkun hjálma við hjólreiðar barna að 12 ára aldri árið 1991. Lagt er til að ákvæði um hjálmanotkun bama verði sett í lög og foreldrar gerðir ábyrgir fyrir að bömin noti þá. Á höfuðborgarsvæðinu hafa um 400 böm slasast á reiðhjólum á 10 ámm og margir með höfuðáverka. Talið er að fækka megi höfuðáverkum um 60-70% við hjálmanotkun. Heimildir: New England Journal of Medicine. 1991: 325:1518-9. New England Journal of Medicine. 1992:326; 1091 .British Medical Journal. 1991. Ökupróf og skyndihjálp Ólafur Ólafsson, landlæknir og Þórarinn Ólafsson, yfirlœknir. Því fyrr sem alvarlega slasaður einstaklingur kemst undir læknishendur, þeim mun betri eru batahorfur hans. Niðurstöður margra rannsókna, þ.á.m. frá íslandi, sýna einnig að alvarlega slasaðir einstaklingar sem fá strax skyndihjálp á slysstað, m.a. fyrir tilstilli leikmanna, hafa mun betri batahorfur en hinir sem ekki verða aðnjótandi slxkrar hjálpar. (1-2) Alvarlegustu slysin verða í umferðinni. Á norræna umferðarslysaþinginu sumarið 1991, kom fram tillaga um að samhliða ökuprófi verði unglingum gert skylt að taka námskeið í skyndihjálp á eigin kostnað. Okkur er ekki kunnugt um að aðrar þjóðir hafi tekið upp þann sið. Skyndihjálp er víða kennd í grunnskólum og ekki sakar að unglingar rifji upp þetta nám við 17 ára aldur. Leita má samninga við R.K.I. sem heldur reglulega skyndihjálparnámskeið. Lagt er til að ákvæði um námskeið í skyndihjálp verði sett í umferðarlög, en nxx er verið að endurskoða þau lög. fleimildir: L O. Einarsson, F. Jakobsson, G. Sigurðsson. J. Int. Med. 1989;225:129-135. 2) Weaver et al. Ann. Emerg. Med. 1986;15:1118-6. 21

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.